Kvenleiðtogum hrósað á alþjóðlegum baráttudegi Heimsljós 9. mars 2021 10:54 UN Women/René Lescornez A „Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum,“ segir í frétt UN Women á Íslandi. Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, beindi UN Women sérstaklega sjónum að konum í forystu í heiminum á tímum COVID-19. Úttekt samtakanna sem gerð var í 87 löndum, um forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19, sýndi að einungis í 3,5 prósentum þeirra ríkja mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatöku. „Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum,“ segir í frétt landsnefndar UN Women á Íslandi. Þar segir að faraldurinn hafi valdið djúpri efnahagskreppu og miklum félagslegum áhrifum. Undanfarið ár hafi sýnt okkur og sannað mikilvægi þess að veita konum vald til jafns við karlmenn og umboð til fullrar þátttöku í stjórnmálum og við ákvarðanatökur. Yfirskrift alþjóðadagsins var „Forystukonur: framtíð jafnréttis í heimi COVID-19” og samkvæmt frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hafa konur sem stýra ríkisstjórnum – eins og á Íslandi, Danmörku, Eþíópíu, Finnland, Nýja Sjáland, Slóvakíu og Þýskaland – hvarvetna uppskorið lof og viðurkenningu fyrir skjóta, skilvirka og afdráttarlausa ákvarðanatöku um andsvör við COVID-19. „Konur eru meirihluta framlínustarfsmanna og margar þeirra eru af jaðarsettum kynþáttum og uppruna. Konum er líka hættar við að missa vinnuna. Um allan heim hafa konur mátt sæta auknu heimilisofbeldi, þurft að taka á sig ógreidd umönnunarstörf, misst vinnu eða orðið fátækt að bráð. Þótt konur séu meirihluti þeirra sem gegna framlínustörfum, veljast þær síður en karlar til að taka stefnumótandi ákvarðanir varðandi COVID-19,“ segir í frétt UNRIC. António Guterres aðalfrakvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna birti grein í tilefni dagsins í dagblöðum víða um heim, meðal annars í Morgunblaðinu. Þar sagði hann meðal annars að viðnámið við COVID-19 hafi sýnt fram á afl og skilvirkni kvenna þar sem þær væru í forystu. „Síðastliðið ár hefur tíðni smita verið minni í ríkjum sem stýrt er af konum og þau eru oft betur í stakk búin til að takast á við endurreisnarstarf. Kvennasamtök hafa víða hlaupið í skarðið þar sem skortur hefur verið á þýðingarmikilli þjónustu og upplýsingum. Hvarvetna þar sem konur hafa stýrt ríkisstjórnum hefur verið fjárfest meira í félagslegri vernd og baráttu gegn fátækt. Þar sem konur sitja á þingi hafa ríki samþykkt ákveðnari aðgerðir í loftslagsmálum. Þar sem konur eiga sæti við samningaborðið í friðarviðræðum er friður varanlegri. Engu að síður eru konur aðeins fjórðungur þingmanna á löggjafarþingum í heiminum, þriðjungur sveitarstjórnarmanna og fimmtungur ráðherra.“ Guterres segir í greininni að COVID kreppan hafi konuandlit, faraldurinn hafi aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glími við og þurrkað út árangur margra ára í jafnréttismálum. Faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna. „Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins ofbeldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferðislega misnotkun og barnahjónabönd,“ skrifaði Antónío Guterres og sagði að tími væri kominn til að byggja upp framtíð á grunni jafnréttis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent
Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, beindi UN Women sérstaklega sjónum að konum í forystu í heiminum á tímum COVID-19. Úttekt samtakanna sem gerð var í 87 löndum, um forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19, sýndi að einungis í 3,5 prósentum þeirra ríkja mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatöku. „Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum,“ segir í frétt landsnefndar UN Women á Íslandi. Þar segir að faraldurinn hafi valdið djúpri efnahagskreppu og miklum félagslegum áhrifum. Undanfarið ár hafi sýnt okkur og sannað mikilvægi þess að veita konum vald til jafns við karlmenn og umboð til fullrar þátttöku í stjórnmálum og við ákvarðanatökur. Yfirskrift alþjóðadagsins var „Forystukonur: framtíð jafnréttis í heimi COVID-19” og samkvæmt frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hafa konur sem stýra ríkisstjórnum – eins og á Íslandi, Danmörku, Eþíópíu, Finnland, Nýja Sjáland, Slóvakíu og Þýskaland – hvarvetna uppskorið lof og viðurkenningu fyrir skjóta, skilvirka og afdráttarlausa ákvarðanatöku um andsvör við COVID-19. „Konur eru meirihluta framlínustarfsmanna og margar þeirra eru af jaðarsettum kynþáttum og uppruna. Konum er líka hættar við að missa vinnuna. Um allan heim hafa konur mátt sæta auknu heimilisofbeldi, þurft að taka á sig ógreidd umönnunarstörf, misst vinnu eða orðið fátækt að bráð. Þótt konur séu meirihluti þeirra sem gegna framlínustörfum, veljast þær síður en karlar til að taka stefnumótandi ákvarðanir varðandi COVID-19,“ segir í frétt UNRIC. António Guterres aðalfrakvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna birti grein í tilefni dagsins í dagblöðum víða um heim, meðal annars í Morgunblaðinu. Þar sagði hann meðal annars að viðnámið við COVID-19 hafi sýnt fram á afl og skilvirkni kvenna þar sem þær væru í forystu. „Síðastliðið ár hefur tíðni smita verið minni í ríkjum sem stýrt er af konum og þau eru oft betur í stakk búin til að takast á við endurreisnarstarf. Kvennasamtök hafa víða hlaupið í skarðið þar sem skortur hefur verið á þýðingarmikilli þjónustu og upplýsingum. Hvarvetna þar sem konur hafa stýrt ríkisstjórnum hefur verið fjárfest meira í félagslegri vernd og baráttu gegn fátækt. Þar sem konur sitja á þingi hafa ríki samþykkt ákveðnari aðgerðir í loftslagsmálum. Þar sem konur eiga sæti við samningaborðið í friðarviðræðum er friður varanlegri. Engu að síður eru konur aðeins fjórðungur þingmanna á löggjafarþingum í heiminum, þriðjungur sveitarstjórnarmanna og fimmtungur ráðherra.“ Guterres segir í greininni að COVID kreppan hafi konuandlit, faraldurinn hafi aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glími við og þurrkað út árangur margra ára í jafnréttismálum. Faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna. „Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins ofbeldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferðislega misnotkun og barnahjónabönd,“ skrifaði Antónío Guterres og sagði að tími væri kominn til að byggja upp framtíð á grunni jafnréttis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent