Nýmóðins tölvupopp beint frá 1984 Ritstjórn Albumm skrifar 20. mars 2021 16:30 Doddi litli gefur út lagið Electro Love. Flestir þekkja Þórð Helga Þórðarson sem útvarpsmanninn Dodda litla á Rás 2. Hann sýnir sínar réttu hliðar sem talsmaður áttunnar í nýju lagi, Electro Love, þar sem hann tekur ofan fyrir tilgerðarlegustu stjörnum níunda áratugarins. Lagið samdi hann eins og það væri árið 1984, textinn fjallar um væntanleg yfirráð vélmenna á plánetunni Jörð. Tónlistin er nýmóðins tölvupopp beint frá árinu 1984. Með honum í laginu eru listakonurnar Aldís og Rachel Wish. Lagið er síðasta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Dodda, Last, sem kemur út í vor. Glæsilegt myndband Myndbandið við lagið, en þar reynir þríeykið að ná stemmningunni sem mátti sjá í myndböndum tölvupoppara þess tíma, og þá sérstaklega sem kenndir voru við Ný Rómantík. Upphaflega hugmyndin af myndbandinu var að fá stelpurnar bara til þess að leika í myndbandinu og gera elektróníska útgáfu af myndbandi Roberts Palmer Addicted to love. Klippa: Doddi - Electro Love ft. Aldís & Rachel Wish Myndbandið endaði sem einskonar virðingarvottur til myndbandanna sem nýrómantískir tónlistarmenn sendu frá sér snemma á níunda áratug síðustu aldar, plús nokkur þokkafull dansspor nútímans. Doddi þekkti hvoruga konuna sem eru með honum í laginu og hafði aldrei talað þær áður en þær eru feisbúkk vinir hans og hann hafði séð þær birta af sér myndir sem hann taldi passa akkúrat í myndbandið. Þær slógu báðar til og Aldís (Ingibjörg Aldís) skaut því að Dodda að ef hann vantaði söng þá gæti hún reddað því og endaði það með því að hún syngur stóra rullu í laginu. Þá kom einnig í ljós að Rachel Wish (Rakel Ósk) er einnig tónlistarkona og hefur gefið út eitt lag svo auðvitað var hún drifin í lagið líka. Úr varð þetta þokkafulla tríó, Doddi, Aldís og Rachel. Þokkafulla tríóið Doddi, Aldís og Rachel. Platan Last kemur út í vor Lokahnykkurinn, hljómplatan Last, kemur síðan út á vormánuðum og verður það opus Dodda til tónlistar unglingsáranna. Þar má finna tvö kóver, Casablanca sem keflvíska hljómsveitin CTV gerða snemma á níunda áratugnum og lítt þekkt lag frá hljómsveitinni Depeche Mode. Hin lögin níu eru frumsamin, þar á meðal fyrstu smáskífuna Last Dance (Wastelands) sem Una Stef samdi og söng með Dodda, lag sem átti að vera (og var) Love Guru grín en hann ákvað að endurgera og gefa út undir “eigin” nafni og þar hófst þetta litla ævintýri. Þarna má líka heyra dúett Dodda og anti egos hans Love Guru, R&B skotið danspopp þar sem myndbandið þótti sérstaklega áhugavert. Doddi hefur ekki verið þekktur fyrir persónulega texta sína í gegnum tíðina en í laginu Loneliness fer hann djúpur í sínar tilfinningar og mis-góðar minningar úr æsku sinni. Með honum í því lagi syngur Karitas Harpa og breski rapparinn Gimson lætur í sér heyra. Þarna má líka finna morðsögu, “U+I“, ástarsöng til vina “Friends” en öll eiga lögin það sameiginlegt að vera undir sterkum áhrifum frá áttunni. Gestir á plötunni verða: Una Stef, Love Guru, Lísa Einars, Karitas Harpa, Inger Birta, Íris Ey, Weekendson, Rachel Wish, Aldís, Gimson (UK) Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og skáld. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið
Lagið samdi hann eins og það væri árið 1984, textinn fjallar um væntanleg yfirráð vélmenna á plánetunni Jörð. Tónlistin er nýmóðins tölvupopp beint frá árinu 1984. Með honum í laginu eru listakonurnar Aldís og Rachel Wish. Lagið er síðasta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Dodda, Last, sem kemur út í vor. Glæsilegt myndband Myndbandið við lagið, en þar reynir þríeykið að ná stemmningunni sem mátti sjá í myndböndum tölvupoppara þess tíma, og þá sérstaklega sem kenndir voru við Ný Rómantík. Upphaflega hugmyndin af myndbandinu var að fá stelpurnar bara til þess að leika í myndbandinu og gera elektróníska útgáfu af myndbandi Roberts Palmer Addicted to love. Klippa: Doddi - Electro Love ft. Aldís & Rachel Wish Myndbandið endaði sem einskonar virðingarvottur til myndbandanna sem nýrómantískir tónlistarmenn sendu frá sér snemma á níunda áratug síðustu aldar, plús nokkur þokkafull dansspor nútímans. Doddi þekkti hvoruga konuna sem eru með honum í laginu og hafði aldrei talað þær áður en þær eru feisbúkk vinir hans og hann hafði séð þær birta af sér myndir sem hann taldi passa akkúrat í myndbandið. Þær slógu báðar til og Aldís (Ingibjörg Aldís) skaut því að Dodda að ef hann vantaði söng þá gæti hún reddað því og endaði það með því að hún syngur stóra rullu í laginu. Þá kom einnig í ljós að Rachel Wish (Rakel Ósk) er einnig tónlistarkona og hefur gefið út eitt lag svo auðvitað var hún drifin í lagið líka. Úr varð þetta þokkafulla tríó, Doddi, Aldís og Rachel. Þokkafulla tríóið Doddi, Aldís og Rachel. Platan Last kemur út í vor Lokahnykkurinn, hljómplatan Last, kemur síðan út á vormánuðum og verður það opus Dodda til tónlistar unglingsáranna. Þar má finna tvö kóver, Casablanca sem keflvíska hljómsveitin CTV gerða snemma á níunda áratugnum og lítt þekkt lag frá hljómsveitinni Depeche Mode. Hin lögin níu eru frumsamin, þar á meðal fyrstu smáskífuna Last Dance (Wastelands) sem Una Stef samdi og söng með Dodda, lag sem átti að vera (og var) Love Guru grín en hann ákvað að endurgera og gefa út undir “eigin” nafni og þar hófst þetta litla ævintýri. Þarna má líka heyra dúett Dodda og anti egos hans Love Guru, R&B skotið danspopp þar sem myndbandið þótti sérstaklega áhugavert. Doddi hefur ekki verið þekktur fyrir persónulega texta sína í gegnum tíðina en í laginu Loneliness fer hann djúpur í sínar tilfinningar og mis-góðar minningar úr æsku sinni. Með honum í því lagi syngur Karitas Harpa og breski rapparinn Gimson lætur í sér heyra. Þarna má líka finna morðsögu, “U+I“, ástarsöng til vina “Friends” en öll eiga lögin það sameiginlegt að vera undir sterkum áhrifum frá áttunni. Gestir á plötunni verða: Una Stef, Love Guru, Lísa Einars, Karitas Harpa, Inger Birta, Íris Ey, Weekendson, Rachel Wish, Aldís, Gimson (UK) Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og skáld. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið