Framhaldsskólarnir berjast í beinni útsendingu um að verða sá besti í rafíþróttum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 15:31 Verslunarskóli Íslands og Borgarholtsskóli mætast í kvöld í Counter-Strike. vísir/hanna og vilhelm Verslunarskóli Íslands mætir Borgarholtsskóla og Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Verkmenntaskólanum á Akureyri, í tölvuleiknum Counter-Strike GO á Stöð 2 eSport í kvöld. Leikirnir eru liðir í Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum. Fjórtán skólar berjast um titilinn framhaldsskólameistarar í rafíþróttum. Keppnin, sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, stendur yfir næstu sex vikurnar og er keppt í þremur tölvuleikjum. Útvarpsmaðurinn Egill Ploder verður Kristjáni Einari Kristjánssyni til aðstoðar í lýsingunni í kvöld þegar keppt er í CS:GO eins og fyrr segir. útsendingin á Stöð 2 eSport hefst kl. 19. Fyrsti þáttur FRÍS verður sýndur í kvöld á Stöð 2 eSport klukkan 19:00 Við munum sýna frá tveimur leikjum úr CS:GO...Posted by FRÍS - Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Á leikunum verður einnig keppt í Rocket League, þar sem leikkonan Donna Cruz mun lýsa keppni, og í FIFA 21 þar sem rapparinn Króli mun lýsa í beinum útsendingum á Stöð 2 eSport. „Þetta verður mjög skemmtileg stemning. Við Kristján Einar munum lýsa leikjunum, spjalla um Counter-Strike og fara kannski aðeins yfir minn feril í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert og það verður mikið fjör,“ segir Egill Ploder léttur í bragði. Skólarnir safna sér stigum með góðri frammistöðu í hverjum leik fyrir sig en fleiri leiðir eru til að ná í stig. „Liðin safna sér stigum með því að vinna leiki en líka með ákveðnum samfélagsmiðlaþrautum. Þær þrautir eiga að stuðla að góðri hreyfingu og hollu mataræði samhliða því að spila tölvuleikina,“ segir Egill. Samanlagður stigafjöldi ræður því svo hvaða fjórir skólar komast í undanúrslit og heyja lokastríðið um meistaratitilinn. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti
Fjórtán skólar berjast um titilinn framhaldsskólameistarar í rafíþróttum. Keppnin, sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, stendur yfir næstu sex vikurnar og er keppt í þremur tölvuleikjum. Útvarpsmaðurinn Egill Ploder verður Kristjáni Einari Kristjánssyni til aðstoðar í lýsingunni í kvöld þegar keppt er í CS:GO eins og fyrr segir. útsendingin á Stöð 2 eSport hefst kl. 19. Fyrsti þáttur FRÍS verður sýndur í kvöld á Stöð 2 eSport klukkan 19:00 Við munum sýna frá tveimur leikjum úr CS:GO...Posted by FRÍS - Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Á leikunum verður einnig keppt í Rocket League, þar sem leikkonan Donna Cruz mun lýsa keppni, og í FIFA 21 þar sem rapparinn Króli mun lýsa í beinum útsendingum á Stöð 2 eSport. „Þetta verður mjög skemmtileg stemning. Við Kristján Einar munum lýsa leikjunum, spjalla um Counter-Strike og fara kannski aðeins yfir minn feril í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert og það verður mikið fjör,“ segir Egill Ploder léttur í bragði. Skólarnir safna sér stigum með góðri frammistöðu í hverjum leik fyrir sig en fleiri leiðir eru til að ná í stig. „Liðin safna sér stigum með því að vinna leiki en líka með ákveðnum samfélagsmiðlaþrautum. Þær þrautir eiga að stuðla að góðri hreyfingu og hollu mataræði samhliða því að spila tölvuleikina,“ segir Egill. Samanlagður stigafjöldi ræður því svo hvaða fjórir skólar komast í undanúrslit og heyja lokastríðið um meistaratitilinn.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti