„Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. mars 2021 07:00 Erna Kristín talar um baráttu sína fyrir jákvæðri líkamsímynd, drauminn um að fá hana inn í menntakerfið og gagnrýnina sem hún segir bara hafa gert sig sterkari. „Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og aðgerðarsinni í viðtali við Vísi. Erna Kristín hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir jákvæðri líkamsímynd. Erna Kristín er 30 ára guðfræðingur sem þessa dagana er að klára diplómunám í sálgæslu. Hún er búsett í blómabænum Hveragerði með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Síðustu ár hefur Erna verið mjög áberandi sem öflugur talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og bæði deilt miklu efni á miðli sínum Ernuland og haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um landið. Erna segir drauminn vera að fá jákvæða líkamsímynd inn í menntakerfið, fjölbreytileika inn í tískuheiminn og líkamsvirðingu inn í heilbrigðiskerfið. „Ég mun sjálf aldrei hætta að iðka jákvæða líkamsímynd en það mun koma að því einn daginn að Ernuland, miðillinn minn, verði ekki út um allt með fyrirlestra, bókaútgáfur og samfélagsmiðla. En sem betur fer eru núna fleiri manneskjur að taka við keflinu. Ungmennin okkar eru framtíðin og þau eru í einu orði sagt, MÖGNUÐ.“ Ég hef aldrei kynnst jafn flottri kynslóð og unglingunum okkar í dag. Ég hef mikla trú á því að þegar ég fer í draumavinnuna mína, sem er sjúkrahússprestur, þá verði komnar enn fleiri sterkar raddir sem halda áfram að lyfta upp umræðunni og hvetja til bætts samfélags. Vandamálið orðið stórt og rótgróið Hvenær byrjaði þetta ferðalag þitt og hvað var það sem fékk þig til þess að helga þig þessu málefni? Þegar ég loksins tók meðvitaða ákvörðun um að segja skilið við megrunarmenninguna og leita eftir alvöru almennu heilbrigði þá tók ég það skref að opna mig um mína neikvæðu líkamsímynd og átröskun. „Ég sá þá í gegnum samfélagsmiðla að vandamálið er stórt og rótgróið í samfélaginu og það er kominn tími til að við rjúfa þennan vítahring sem býr til neikvætt samband við mat, hreyfingu, líkamsímynd og sjálfsmynd.“ Boltinn fór mjög fljótlega að rúlla eftir að Erna byrjaði að opna sig persónulega um sína reynslu og ferðalag og segir hún að skilaboðin hafi strax byrjað að hrannast inn. „Skilaboð frá fólki sem er að iðka jákvæða líkamsímynd með mér og upplifa nýtt líf með tilheyrandi frelsi, hamingju, sjálfstrausti og skilningi á almennu heilbrigði. Með þessu fann ég að þetta er eitthvað sem getur breytt lýðheilsu almennings og rétta af þá hræðilegu stöðu sem hefur myndast í samfélaginu og heiminum öllum þegar kemur að fitufordómum, átröskunum og neikvæðri líkamsímynd.“ Hvaðan sækir þú þinn innblástur og þekkingu? „Ég sæki þekkinguna og innblásturinn aðallega erlendis til aðgerðarsinna sem eru háværir á samfélagsmiðlum. Dr. Joshua er einn þeirra en hann er breskur skurðlæknir sem berst gegn svokölluðu weight stigma.“ Það er mín heitasta ósk að læknar og hjúkrunarfræðingar hér heima taki hann sér til fyrirmyndar en heilbrigðiskerfið á því miður langt í land að mínu mati. Gagnrýnin hefur hjálpað Getur verið að einhverjir líti jafnvel á þig sem öfgafulla í þinni baráttu? „Já, klárlega og ég skil vel af hverju. Það fyrir mér er ekki endilega neikvætt heldur. Ég veit ekki um neinn sem hefur breytt neinu sem skiptir máli án þess að rugga bátnum almennilega og því fylgir vissulega allskonar sem maður verður bara að taka. Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin.“ Hver er helsta gagnrýnin sem þú hefur verið að fá? „Ég hef vissulega fengið gagnrýni, bæði góða og slæma. Margt sem ég er gagnrýnd fyrir opnar augu mín enn meira og hefur hjálpað mér að ná enn lengra og ná til enn fleirri einstaklinga. Svo auðvitað fylgir þessu alltaf eitthvað neikvætt líka en ég bara tek því og svo get ég annað hvort nýtt þessa gagnrýni til góðs eða ekki.“ Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við. Fólk verður að fá rými til þess að virða sig, elska og samþykkja, hvort sem það er heilbrigt eða ekki. „Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér er heilbrigt samband við mat og hreyfingu, við sjálfa mig, líkamsímyndina og sjálfsmyndina. Ég hef jákvæðari hugsanir, betri svefn og sterkari félagstengsl. Ef það er ekki bætt heilbrigði þá set ég spurningarmerki við skilgreiningu heilbrigðis.“ Góðu viðbrögðin og sögurnar eru drifkrafturinn sem Erna notar í baráttu sinni. Brennur fyrir hugarfarsbreytingu Þrátt fyrir að þessi barátta sé ekki alltaf dans á rósum segir Erna það vera góðu viðbrögðin og sögurnar af fólki sem er að öðlast betra líf sem gefi henni drifkraft í baráttunni. „Það að lesa skilaboð frá fólki sem finnur hamingjuna og tilganginn aftur í gegnum munnræpuna mína á samfélagsmiðlum gerir alla vinnuna á bak við þetta þess virði.“ Erna segist brenna fyrir hugarfarsbreytingu í þessum málum og skilaboðin hennar séu í einföldu máli þau að hún vilji hvetja alla til þess að læra að elska musterið sitt óháð stærð og heilbrigði. „Að fólk læri að finna þessa sátt í eigin skinni, öðlist heilbrigt samband við mat og hreyfingu og segi skilið við skaðlegar aðferðir megrunarmenningarinnar sem hefur matað okkur.“ Við getum öll leitað í bætt heilbrigði og hamingju í þeim líkama sem við erum í núna án þess að hafa áhersluna á útlitið eða kílóa missi. Lífið er núna, þú mátt vera til í þeirri stærð sem þú ert í og það er ekki samasemmerki á milli heilbrigðis og stærðar. Viðfangsefnið segir Erna svo miklu flóknara og stærra en það að setja eina ákveðna stærð af fólki undir hatt óheilbrigðis og útiloka þar með heilbrigði í öðrum stærðum. „Það er auðvitað ekkert nema ofbeldi. Ég vil sjá fleiri fyrirmyndir fyrir börnin okkar í alls konar stærðum svo að þau geti speglað líkama sína í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og auglýsingum. Þess vegna fer ég vel yfir það með börnum að enginn líkami er betri en annar og öll erum við einstök eins og við erum. Okkur er ekki öllum ætlað að vera eins.“ Erna hélt fyrirlestra fyrir öll börn frá fyrsta til fjórða bekkjar í Reykjanesbæ. Hélt fyrirlestra fyrir öll börn í fyrsta til fjórða bekk í Reykjanesbæ Fyrir jólin gaf Erna út barnabókina Ég vel mig sem fjallar um líkamsímynd ungmenna og heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Boðskapinn segir hún vera þann að enginn sé eins og allir séu ólíkir á sinn einstaka hátt. „Öll erum við einstakt eintak. Tilgangurinn með bókinni er að gefa börnunum verkfæri inn í jákvæða líkamsímynd þar sem þau geti öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu og sagt skilið við samanburð með því að læra að verða sín helsta og mesta hvatning í lífinu. Einnig hjálpar bókin umsjónaraðilum barna að opna á mikilvægar spurningar við ungmenni þegar kemur að sjálfsmyndinni og líkamsímyndinni.“ FFGÍR, Foreldrafélag grunnskólanema í Reykjanesbæ hafði samband við Ernu í kjölfar útgáfu bókarinnar og fengu hana til þess að halda fyrirlestra fyrir öll börn í fyrsta til fjórða bekk í Reykjanesbæ. Barnabókin Ég vel mig kom út fyrir jólin og er fyrsta barnabók Ernu. „Þetta verkefni tók heila viku og hitti ég þrjá til fjóra hópa í hverjum skóla til þess að passa allar reglur vegna Covid. Fyrir vikið þá náði ég mun persónulegri stund með börnunum þar sem hóparnir voru minni. Það þótti mér einstaklega dýrmætt.“ Hvernig viðtökur fékkstu frá krökkunum? Æðislegar viðtökur. Eins krefjandi og þetta var þá fylla þessi dásamlegu börn á tankinn í leiðinni með óritskoðuðum pælingum sínum og athugasemdum sem hittu hiklaust í mark. Börn eru svo frábær og ég elska það að þau tipla ekkert á tánum í kringum hlutina Erna segist mjög þakklát Reykjanesbæ fyrir þetta tækifæri og vonast hún til þess að önnur sveitarfélög taki sér þetta til fyrirmyndar og hlúi betur að jákvæðri sjálfsmynd barna í skólum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Erna Kristín hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir jákvæðri líkamsímynd. Erna Kristín er 30 ára guðfræðingur sem þessa dagana er að klára diplómunám í sálgæslu. Hún er búsett í blómabænum Hveragerði með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Síðustu ár hefur Erna verið mjög áberandi sem öflugur talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og bæði deilt miklu efni á miðli sínum Ernuland og haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um landið. Erna segir drauminn vera að fá jákvæða líkamsímynd inn í menntakerfið, fjölbreytileika inn í tískuheiminn og líkamsvirðingu inn í heilbrigðiskerfið. „Ég mun sjálf aldrei hætta að iðka jákvæða líkamsímynd en það mun koma að því einn daginn að Ernuland, miðillinn minn, verði ekki út um allt með fyrirlestra, bókaútgáfur og samfélagsmiðla. En sem betur fer eru núna fleiri manneskjur að taka við keflinu. Ungmennin okkar eru framtíðin og þau eru í einu orði sagt, MÖGNUÐ.“ Ég hef aldrei kynnst jafn flottri kynslóð og unglingunum okkar í dag. Ég hef mikla trú á því að þegar ég fer í draumavinnuna mína, sem er sjúkrahússprestur, þá verði komnar enn fleiri sterkar raddir sem halda áfram að lyfta upp umræðunni og hvetja til bætts samfélags. Vandamálið orðið stórt og rótgróið Hvenær byrjaði þetta ferðalag þitt og hvað var það sem fékk þig til þess að helga þig þessu málefni? Þegar ég loksins tók meðvitaða ákvörðun um að segja skilið við megrunarmenninguna og leita eftir alvöru almennu heilbrigði þá tók ég það skref að opna mig um mína neikvæðu líkamsímynd og átröskun. „Ég sá þá í gegnum samfélagsmiðla að vandamálið er stórt og rótgróið í samfélaginu og það er kominn tími til að við rjúfa þennan vítahring sem býr til neikvætt samband við mat, hreyfingu, líkamsímynd og sjálfsmynd.“ Boltinn fór mjög fljótlega að rúlla eftir að Erna byrjaði að opna sig persónulega um sína reynslu og ferðalag og segir hún að skilaboðin hafi strax byrjað að hrannast inn. „Skilaboð frá fólki sem er að iðka jákvæða líkamsímynd með mér og upplifa nýtt líf með tilheyrandi frelsi, hamingju, sjálfstrausti og skilningi á almennu heilbrigði. Með þessu fann ég að þetta er eitthvað sem getur breytt lýðheilsu almennings og rétta af þá hræðilegu stöðu sem hefur myndast í samfélaginu og heiminum öllum þegar kemur að fitufordómum, átröskunum og neikvæðri líkamsímynd.“ Hvaðan sækir þú þinn innblástur og þekkingu? „Ég sæki þekkinguna og innblásturinn aðallega erlendis til aðgerðarsinna sem eru háværir á samfélagsmiðlum. Dr. Joshua er einn þeirra en hann er breskur skurðlæknir sem berst gegn svokölluðu weight stigma.“ Það er mín heitasta ósk að læknar og hjúkrunarfræðingar hér heima taki hann sér til fyrirmyndar en heilbrigðiskerfið á því miður langt í land að mínu mati. Gagnrýnin hefur hjálpað Getur verið að einhverjir líti jafnvel á þig sem öfgafulla í þinni baráttu? „Já, klárlega og ég skil vel af hverju. Það fyrir mér er ekki endilega neikvætt heldur. Ég veit ekki um neinn sem hefur breytt neinu sem skiptir máli án þess að rugga bátnum almennilega og því fylgir vissulega allskonar sem maður verður bara að taka. Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin.“ Hver er helsta gagnrýnin sem þú hefur verið að fá? „Ég hef vissulega fengið gagnrýni, bæði góða og slæma. Margt sem ég er gagnrýnd fyrir opnar augu mín enn meira og hefur hjálpað mér að ná enn lengra og ná til enn fleirri einstaklinga. Svo auðvitað fylgir þessu alltaf eitthvað neikvætt líka en ég bara tek því og svo get ég annað hvort nýtt þessa gagnrýni til góðs eða ekki.“ Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við. Fólk verður að fá rými til þess að virða sig, elska og samþykkja, hvort sem það er heilbrigt eða ekki. „Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið mér er heilbrigt samband við mat og hreyfingu, við sjálfa mig, líkamsímyndina og sjálfsmyndina. Ég hef jákvæðari hugsanir, betri svefn og sterkari félagstengsl. Ef það er ekki bætt heilbrigði þá set ég spurningarmerki við skilgreiningu heilbrigðis.“ Góðu viðbrögðin og sögurnar eru drifkrafturinn sem Erna notar í baráttu sinni. Brennur fyrir hugarfarsbreytingu Þrátt fyrir að þessi barátta sé ekki alltaf dans á rósum segir Erna það vera góðu viðbrögðin og sögurnar af fólki sem er að öðlast betra líf sem gefi henni drifkraft í baráttunni. „Það að lesa skilaboð frá fólki sem finnur hamingjuna og tilganginn aftur í gegnum munnræpuna mína á samfélagsmiðlum gerir alla vinnuna á bak við þetta þess virði.“ Erna segist brenna fyrir hugarfarsbreytingu í þessum málum og skilaboðin hennar séu í einföldu máli þau að hún vilji hvetja alla til þess að læra að elska musterið sitt óháð stærð og heilbrigði. „Að fólk læri að finna þessa sátt í eigin skinni, öðlist heilbrigt samband við mat og hreyfingu og segi skilið við skaðlegar aðferðir megrunarmenningarinnar sem hefur matað okkur.“ Við getum öll leitað í bætt heilbrigði og hamingju í þeim líkama sem við erum í núna án þess að hafa áhersluna á útlitið eða kílóa missi. Lífið er núna, þú mátt vera til í þeirri stærð sem þú ert í og það er ekki samasemmerki á milli heilbrigðis og stærðar. Viðfangsefnið segir Erna svo miklu flóknara og stærra en það að setja eina ákveðna stærð af fólki undir hatt óheilbrigðis og útiloka þar með heilbrigði í öðrum stærðum. „Það er auðvitað ekkert nema ofbeldi. Ég vil sjá fleiri fyrirmyndir fyrir börnin okkar í alls konar stærðum svo að þau geti speglað líkama sína í sjónvarpi, samfélagsmiðlum og auglýsingum. Þess vegna fer ég vel yfir það með börnum að enginn líkami er betri en annar og öll erum við einstök eins og við erum. Okkur er ekki öllum ætlað að vera eins.“ Erna hélt fyrirlestra fyrir öll börn frá fyrsta til fjórða bekkjar í Reykjanesbæ. Hélt fyrirlestra fyrir öll börn í fyrsta til fjórða bekk í Reykjanesbæ Fyrir jólin gaf Erna út barnabókina Ég vel mig sem fjallar um líkamsímynd ungmenna og heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Boðskapinn segir hún vera þann að enginn sé eins og allir séu ólíkir á sinn einstaka hátt. „Öll erum við einstakt eintak. Tilgangurinn með bókinni er að gefa börnunum verkfæri inn í jákvæða líkamsímynd þar sem þau geti öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu og sagt skilið við samanburð með því að læra að verða sín helsta og mesta hvatning í lífinu. Einnig hjálpar bókin umsjónaraðilum barna að opna á mikilvægar spurningar við ungmenni þegar kemur að sjálfsmyndinni og líkamsímyndinni.“ FFGÍR, Foreldrafélag grunnskólanema í Reykjanesbæ hafði samband við Ernu í kjölfar útgáfu bókarinnar og fengu hana til þess að halda fyrirlestra fyrir öll börn í fyrsta til fjórða bekk í Reykjanesbæ. Barnabókin Ég vel mig kom út fyrir jólin og er fyrsta barnabók Ernu. „Þetta verkefni tók heila viku og hitti ég þrjá til fjóra hópa í hverjum skóla til þess að passa allar reglur vegna Covid. Fyrir vikið þá náði ég mun persónulegri stund með börnunum þar sem hóparnir voru minni. Það þótti mér einstaklega dýrmætt.“ Hvernig viðtökur fékkstu frá krökkunum? Æðislegar viðtökur. Eins krefjandi og þetta var þá fylla þessi dásamlegu börn á tankinn í leiðinni með óritskoðuðum pælingum sínum og athugasemdum sem hittu hiklaust í mark. Börn eru svo frábær og ég elska það að þau tipla ekkert á tánum í kringum hlutina Erna segist mjög þakklát Reykjanesbæ fyrir þetta tækifæri og vonast hún til þess að önnur sveitarfélög taki sér þetta til fyrirmyndar og hlúi betur að jákvæðri sjálfsmynd barna í skólum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Helgarviðtal Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira