Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 17:08 Frá uppsetningu leikhússins. Aðsend Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara. Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara.
Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“