MG5 og Marvel R eru nýjustu rafbílar MG Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2021 07:01 Marvel R. MG kynnti í gær, þriðjudag, í beinni útsendingu á YouTube tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Bílarnir heita MG Marvel R Electric sem er rafknúinn jepplingur í SUV-C-flokki og MG5 Electric sem er fyrsti skutbíllinn á rafbílamarkaðnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe, gat þess við kynninguna að þegar MG tók við breska merkinu og endurreisti undir hatti SAIC Motor, hefði fyrirtækið tekið þá staðföstu ákvörðun að leggja höfuðáherslu á að uppfylla þarfir og væntingar Evrópubúa sem vildu eindregið skipta yfir í rafknúnar og umhverfisvænni bifreiðar með því að bjóða bíla af miklum gæðum og með miklum öryggis- og þægindabúnaði á sem viðráðanlegustu verði. „Með hinum nýju MG Marvel R Electric og MG5 Electric kynnum við tvær nýjar kynslóðir 100% rafbíla sem uppfylla væntingar kröfuharðra Evrópubúa, svo sem kröfuna um aðlaðandi útlitshönnun, stuttan hleðslutíma, háþróaðan öryggisbúnað og sanngjarnt verð.“ Afturendinn á Marvel R. Þróuð hönnun og góð drægni MG Marvel R Electric Lúxusjepplingurinn MG Marvel R Electric er 4.674 mm langur, 1.919 mm á breidd og 1.618 mm á hæð. Hjólhafið mælist 2.800 mm og er farþegarýmið því afar rúmgott. Að auki er MG Marvel R Electric einnig búinn fallegri innréttingu með 19,4 tommu snertiskjá og 12,3 tommu stafrænu mælaborði. Marvel R Electric hefur meira en 400 kílómetra drægni (WLTP), er vel hljóðeinangraður og býður því upp á mikla hugarró. Bíllinn tengist AC 11 kW hleðslustöðvum auk DC hraðhleðslustöðvum sem veitir allt að 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum. Annar frábær eiginleiki MG Marvel R Electric er V2L kerfið (vehicle-to-load) sem gerir kleift að nýta rafhlöðu bílsins til að veita hleðslu yfir á önnur og ótengd rafkerfi, svo sem í loftdælu, fartölvu eða jafnvel rafknúna vespu. Innra rými í Marvel R. Fjórhjóladrifinn kraftur og snerpa MG Marvel R Electric er búinn háþróaðri fjórhjóladrifstækni með þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 222 kW / 302 hestöfl með 665 Nm hámarkstogi sem gerir kleift að aka úr kyrrstöðu í 50 km/klst á aðeins 1,8 sekúndum og úr 0-100 km/klst á aðeins 4,9 sekúndum. Hámarkshraði er takmarkaður við 200 km/klst. Notagildi MG Marvel R Electric er búinn miklum sívirkum öryggisbúnaði, m.a. MG Pilotkerfinu eins og MG ZS EV og MG EHS Plug-in Hybrid. Dráttargeta MG Marvel R Electric er 750 kg og hentar bíllinn því vel til dráttar á kerrum, léttum tjaldvögnum o.s.frv. Farangursrýmið að aftan er 357 lítrar og er stækkanlegt í 1.396 lítra með sætisbökin að aftan niðurfelld. Afturdrifin útgáfa Marvel R Electric, sem boðin verður síðar, býður einnig upp á 150 lítra farangursrými undir húddinu að framan. Frumsýning BL í sumar Búnaður MG Marvel R Electric verður kynntur nánar er nær dregur frumsýningu hans hjá BL við Sævarhöfða, sem gert er ráð fyrir að verði í sumar. MG5 Electric MG5 Electric er fyrsti rafknúni „stationbíllinn“ á markaðnum MG5 Electric er fyrsti 100% rafbíllinn í „skutútgáfu“ þar sem höfuðáhersla er lögð á notagildi bílsins fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Þannig er farangursrýmið 578 lítrar og stækkanlegt í 1.456 lítra með sætisbökin að aftan niðurfelld. Eins og Marvel R er MG5 mjög rúmgóður fyrir ökumann og farþega enda er bíllinn 4.544 mm að lengd, 1.811 mm að breidd og 1.513 mm hár. Hjólhaf MG5 er 2.665 mm. Rafhlaða MG5 veitir rúmlega 400 km drægni (WLTP) og skilar rafmótor bílsins 135 kW / 183,5 hestöflum og 280 Nm togi. MG5 tengist AC hleðslustöðvum og DC hraðhleðslum þar sem hægt er að hlaða hann í allt að 80% á aðeins hálftíma. Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg. Nánari grein verður gerð fyrir útbúnaði MG5 er nær dregur frumsýningu bílsins í Evrópu sem gert er ráð fyrir að verði í október. Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe, gat þess við kynninguna að þegar MG tók við breska merkinu og endurreisti undir hatti SAIC Motor, hefði fyrirtækið tekið þá staðföstu ákvörðun að leggja höfuðáherslu á að uppfylla þarfir og væntingar Evrópubúa sem vildu eindregið skipta yfir í rafknúnar og umhverfisvænni bifreiðar með því að bjóða bíla af miklum gæðum og með miklum öryggis- og þægindabúnaði á sem viðráðanlegustu verði. „Með hinum nýju MG Marvel R Electric og MG5 Electric kynnum við tvær nýjar kynslóðir 100% rafbíla sem uppfylla væntingar kröfuharðra Evrópubúa, svo sem kröfuna um aðlaðandi útlitshönnun, stuttan hleðslutíma, háþróaðan öryggisbúnað og sanngjarnt verð.“ Afturendinn á Marvel R. Þróuð hönnun og góð drægni MG Marvel R Electric Lúxusjepplingurinn MG Marvel R Electric er 4.674 mm langur, 1.919 mm á breidd og 1.618 mm á hæð. Hjólhafið mælist 2.800 mm og er farþegarýmið því afar rúmgott. Að auki er MG Marvel R Electric einnig búinn fallegri innréttingu með 19,4 tommu snertiskjá og 12,3 tommu stafrænu mælaborði. Marvel R Electric hefur meira en 400 kílómetra drægni (WLTP), er vel hljóðeinangraður og býður því upp á mikla hugarró. Bíllinn tengist AC 11 kW hleðslustöðvum auk DC hraðhleðslustöðvum sem veitir allt að 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum. Annar frábær eiginleiki MG Marvel R Electric er V2L kerfið (vehicle-to-load) sem gerir kleift að nýta rafhlöðu bílsins til að veita hleðslu yfir á önnur og ótengd rafkerfi, svo sem í loftdælu, fartölvu eða jafnvel rafknúna vespu. Innra rými í Marvel R. Fjórhjóladrifinn kraftur og snerpa MG Marvel R Electric er búinn háþróaðri fjórhjóladrifstækni með þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 222 kW / 302 hestöfl með 665 Nm hámarkstogi sem gerir kleift að aka úr kyrrstöðu í 50 km/klst á aðeins 1,8 sekúndum og úr 0-100 km/klst á aðeins 4,9 sekúndum. Hámarkshraði er takmarkaður við 200 km/klst. Notagildi MG Marvel R Electric er búinn miklum sívirkum öryggisbúnaði, m.a. MG Pilotkerfinu eins og MG ZS EV og MG EHS Plug-in Hybrid. Dráttargeta MG Marvel R Electric er 750 kg og hentar bíllinn því vel til dráttar á kerrum, léttum tjaldvögnum o.s.frv. Farangursrýmið að aftan er 357 lítrar og er stækkanlegt í 1.396 lítra með sætisbökin að aftan niðurfelld. Afturdrifin útgáfa Marvel R Electric, sem boðin verður síðar, býður einnig upp á 150 lítra farangursrými undir húddinu að framan. Frumsýning BL í sumar Búnaður MG Marvel R Electric verður kynntur nánar er nær dregur frumsýningu hans hjá BL við Sævarhöfða, sem gert er ráð fyrir að verði í sumar. MG5 Electric MG5 Electric er fyrsti rafknúni „stationbíllinn“ á markaðnum MG5 Electric er fyrsti 100% rafbíllinn í „skutútgáfu“ þar sem höfuðáhersla er lögð á notagildi bílsins fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Þannig er farangursrýmið 578 lítrar og stækkanlegt í 1.456 lítra með sætisbökin að aftan niðurfelld. Eins og Marvel R er MG5 mjög rúmgóður fyrir ökumann og farþega enda er bíllinn 4.544 mm að lengd, 1.811 mm að breidd og 1.513 mm hár. Hjólhaf MG5 er 2.665 mm. Rafhlaða MG5 veitir rúmlega 400 km drægni (WLTP) og skilar rafmótor bílsins 135 kW / 183,5 hestöflum og 280 Nm togi. MG5 tengist AC hleðslustöðvum og DC hraðhleðslum þar sem hægt er að hlaða hann í allt að 80% á aðeins hálftíma. Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg. Nánari grein verður gerð fyrir útbúnaði MG5 er nær dregur frumsýningu bílsins í Evrópu sem gert er ráð fyrir að verði í október.
Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent