Lífið

Ingó veður­guð í sótt­kví eftir að hafa skemmt í starfs­manna­gleði

Sylvía Hall skrifar
Ingó veðurguð er á leið í sóttkví.
Ingó veðurguð er á leið í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær.

„Ég er bara á leiðinni í sóttkví í þessum töluðu orðum, fékk fréttirnar áðan og er að sýna samfélagslega ábyrgð – drífa mig í sóttkví,“ sagði Ingó í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég er bara að pakka í töskurnar eins og segir í laginu.“

Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera smitaður; hann finni engin einkenni kórónuveirusmits og hafi sótthreinsað herbergið sitt rækilega enda sjálfur í sótthreinsibransanum um þessar mundir. Þá hafi hann ekki verið í miklum samskiptum við starfsmenn sem voru staddir í starfsmannagleðinni, sem hafi verið með rólegra yfirbragði en ella.

„En ég ætla samt að fara í sóttkví eins og allir þurfa að gera þessa dagana.“

Að sögn Ingó hefur sóttkví einhver áhrif á tónlistarverkefni hans næstu daga. Hann taki því þó af æðruleysi og virði sína sóttkví.

„Við lifum svolítið í veiruheimi og þurfum að taka ábyrgð á því,“ segir Ingó, sem ætlar að nýta tímann upp í sumarbústað með hundinum sínum. „Svo gerir maður armbeygjur og fer í heita pottinn.“


Tengdar fréttir

Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist

Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist.

Yfir hundrað í sótt­kví vegna smitsins sem greindist í gær

Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×