Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 18:12 Ingó veðurguð er á leið í sóttkví. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. „Ég er bara á leiðinni í sóttkví í þessum töluðu orðum, fékk fréttirnar áðan og er að sýna samfélagslega ábyrgð – drífa mig í sóttkví,“ sagði Ingó í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég er bara að pakka í töskurnar eins og segir í laginu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera smitaður; hann finni engin einkenni kórónuveirusmits og hafi sótthreinsað herbergið sitt rækilega enda sjálfur í sótthreinsibransanum um þessar mundir. Þá hafi hann ekki verið í miklum samskiptum við starfsmenn sem voru staddir í starfsmannagleðinni, sem hafi verið með rólegra yfirbragði en ella. „En ég ætla samt að fara í sóttkví eins og allir þurfa að gera þessa dagana.“ Að sögn Ingó hefur sóttkví einhver áhrif á tónlistarverkefni hans næstu daga. Hann taki því þó af æðruleysi og virði sína sóttkví. „Við lifum svolítið í veiruheimi og þurfum að taka ábyrgð á því,“ segir Ingó, sem ætlar að nýta tímann upp í sumarbústað með hundinum sínum. „Svo gerir maður armbeygjur og fer í heita pottinn.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Ég er bara á leiðinni í sóttkví í þessum töluðu orðum, fékk fréttirnar áðan og er að sýna samfélagslega ábyrgð – drífa mig í sóttkví,“ sagði Ingó í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég er bara að pakka í töskurnar eins og segir í laginu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að vera smitaður; hann finni engin einkenni kórónuveirusmits og hafi sótthreinsað herbergið sitt rækilega enda sjálfur í sótthreinsibransanum um þessar mundir. Þá hafi hann ekki verið í miklum samskiptum við starfsmenn sem voru staddir í starfsmannagleðinni, sem hafi verið með rólegra yfirbragði en ella. „En ég ætla samt að fara í sóttkví eins og allir þurfa að gera þessa dagana.“ Að sögn Ingó hefur sóttkví einhver áhrif á tónlistarverkefni hans næstu daga. Hann taki því þó af æðruleysi og virði sína sóttkví. „Við lifum svolítið í veiruheimi og þurfum að taka ábyrgð á því,“ segir Ingó, sem ætlar að nýta tímann upp í sumarbústað með hundinum sínum. „Svo gerir maður armbeygjur og fer í heita pottinn.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18. mars 2021 14:36
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27