En hvað svo?
Þegar fólk er komið í ákveðinn þægindaramma í samböndum þá virðist stundum hið daglega amstur taka við hinu æsispennandi daðri. Auðvitað er eðlilegt að daðrið minnki en það þarf alls ekki að hætta. Þegar líður á sambandið verður daðrið nefnilega sjaldan mikilvægara.
Mikið hefur verið talað um mikilvægi þess að daðra við maka sinn í langtímasambandi og hafa margir sambandsráðgjafar talað um jákvæð áhrif daðurs á sjálfsmynd fólks í samböndum. Þegar við döðrum við maka okkar þá bæði minnum við okkur sjálf og maka okkar á það hvað það er sem heillar okkur við hann.
Á næstu dögum munu Makamál fjalla meira um daður en út frá þessum hugrenningum kemur Spurning vikunnar.
Daðrar þú við makann þinn?