„Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. Ragnar Axelsson hefur skrásett Covid-19 tímabilið á Íslandi og myndað marga af þeim landsmönnum sem veikst hafa af þessari skæru veiru. Við fengum að heyra upplifanir nokkurra þeirra. Bakslagið slæmt „Fyrstu einkennin voru rosalegur kuldi og höfuðverkur, eins og virkilega slæm flensa.“ Guðmunda Jensdóttir veiktist 5.september og fór í kjölfarið í einangrun. Níu dögum eftir að hún greindist með Covid-19 fékk hún bakslag og hrakaði heilsunni mikið. Þegar RAX hitti Guðmundu fyrst var hún á börum á leið út í sjúkrabíl. „Þá var ég að líða út af, hálf rænulaus, því ég var komin með Covid lungnabólgu.“ Heilbrigðisstarfsfólk hefur staðið í ströngu í meira en heilt ár vegna heimsfaraldursins.Vísir/RAX Það þarf alltaf mikinn viðbúnað þegar Covid sjúklingar eru fluttir á milli staða.Vísir/RAX Hún segir að það hafi verið skrítin upplifun liggja á Covid deild Landspítalans með vökva í æð. „Þegar maður er búinn að vera í einangrun í níu daga og fá svo svona bakslag var dálítið slæmt. Að vera þarna inni á spítala og allt var í plasti. Maður sá aldrei neinn nema í geimbúningum.“ Einveran á sjúkrahúsinu var Guðmundu Jensdóttur erfið. Hún þakkaði fyrir að kunna aðeins á spjaldtölvu, því mest af samskiptum við starfsfólk fór fram í gegnum hana.Vísir/RAX Hundruð Íslendinga hafa leitað á gjörgæslu og Covid-göngudeild vegna veirunnar.Vísir/RAX Maturinn eins og mold Guðmunda segir að það hafi verið vel hugsað um sig á sjúkrahúsinu, en það hafi verið erfitt að vera svona einangruð. „Þetta minnti mann svolítið á fangelsi. Að sjá aldrei framan í neinn og vera bara með einhvern iPad inni ef maður þurfti að hafa samband við þau. Það var engin bjalla til að hringja, samskiptin voru eiginlega bara í gegnum iPad.“ Guðmunda missti matarlystina í veikindunum, enda skiljanlegt þar sem henni fannst allur matur bragðast eins og mold.Vísir/RAX Eiginmaður Guðmundu veiktist einnig og voru þau alls þrjár vikur í einangrun. Guðmunda segir að það hafi verið það erfiðasta við þessa reynslu. „Maður gat lítið hreyft sig nema að labba á milli herbergja. Einangrunin fannst mér eiginlega verst.“ Hún var máttlaus og hafði litla matarlyst í veikindunum og missti bragðskynið um tíma. „Allur matur varð hálf skrítinn. Það var eins og maður væri að borða mold. Það var sama vonda bragðið af öllu. Ég veit nú ekki hvernig mold bragðast en ég get alveg ímyndað mér það,“ segir Guðmunda og hlær. Guðmundu líður betur en viðurkennir að þrekið sé alls ekki nógu gott.Vísir/RAX Erfitt að halda út daginn Þegar RAX hitti Guðmundu í seinna skiptið var hún mun hressari. Guðmunda er þó enn að kljást við eftirköst Covid og lungun eru ekki orðin alveg heilbrigð svo hún er í rannsóknum á því þessa dagana. Guðmunda Jensdóttir glímir enn við afleiðingar veikindanna.Vísir/RAX „Þrekið er náttúrulega ekki neitt. Maður er eins og ég veit ekki hvað. Maður er alltaf þreyttur og svefninn er óreglulegur. Ég sef kannski í fjóra eða fimm tíma og þarf að leggja mig einu sinni eða tvisvar yfir daginn til að geta haldið út daginn, það er svolítið mikið.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur myndað Covid-sjúklinga síðasta árið, bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum þeirra eftir veikindin.Vísir/RAX Sjö mánuðir frá vinnu „Ég hef það bara prýðilegt,“ segir Kristján Gunnarsson um lífið eftir Covid veikindin. Kristján smitaðist af veirunni í mars en var fyrst um sinn ekki með nein Covid-einkenni nema háan hita. Hann fékk tvisvar neikvæð sýni eftir skimun fyrir kórónuveirunni en heilsunni hrakaði samt áfram verulega. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi og á fleiri fjölmiðlum var Kristján tvisvar fluttur á bráðadeild Landspítalans og í seinna skiptið var hann lagður inn á gjörgæslu. Í framhaldinu var hann settur í öndunarvél í tvær vikur. „Ég var sjö mánuði frá vinnu og að ná mér og svona en er ekki með nein eftirköst núna og er búinn að ná mér að fullu. Þetta gekk ótrúlega vel allt saman og ég fékk góðan tíma til að ná mér, fór í Hveragerði og var svo duglegur að hreyfa mig og hvíla mig,“ segir Kristján um bataferlið. Kristján Gunnarsson var á gjörgæslu í tvær vikur. Hann taldist ekki í áhættuhóp en veiktist samt mjög illa.Vísir/RAX Batinn tekur tíma Eftir að hann útskrifaðist af Landspítalanum tók við endurhæfing á Reykjalundi. Hann segir að það hafi verið skynsamlegt að fara rólega af stað aftur eftir veikindin. „Að ætla sér ekki um of, menn hafa farið of geyst og það hjálpar ekkert. Það þarf að hafa jafnvægi í þessu og bæta við sig jafnt og þétt, ekki rjúka út og byrja að hreyfa sig eins og á þeim stað sem maður var áður. Það tekur tíma að byggja sig upp aftur, sérstaklega ef maður lendir svona illa í því á gjörgæslu og á öndunarvél.“ Kristján segir að það erfiðasta við þessi veikindi hafi verið öll óvissan í upphafi. Kristján greindist í mars, í byrjun útbreiðslu faraldursins hér á landi. „Ég veiktist tiltölulega snemma og þá var ennþá mikið af spurningum ósvarað um eftirköst og langvarandi áhrif. Maður vissi ekki hverju maður gat átt von á. Ég var heppin og eftirköstin í raun og veru ekki í neinu samræmi við hvað veikindin voru alvarleg.“ Kristján segir að óvissan hafi verið erfið, enda vissi hann ekki hverju hann ætti að eiga von á varðandi batann og framtíðarhorfur.Vísir/RAX Enginn er óhultur Það kom honum á óvart þegar hann veiktist hvað þessi veira er skæð. Hann var samtals 16 daga í öndunarvél. Hann upplifði hræðslu, kvíða, óráð, ruglingslegar minningar og martraðir. Meðal annars fannst honum hann vera í haldi hjá hryðjuverkamönnum og kæmist hvergi og að aðstandendur vissu ekki hvar hann væri. Allt þetta var afleiðing hinna bráðu og alvarlegu veikinda og meðferðar á gjörgæsludeild. „Ég lenti í aðstæðum sem ekki mjög margir lentu í. Það kom mér á óvart þar sem ég taldi mig vera utan áhættuhóps, í góðu líkamlegu ástandi og ég átti ekki von á þessu. Það kom mér á óvart að enginn er óhultur og þetta getur komið fyrir hvern sem er. Hún er mjög óútreiknanleg þessi veira.“ Það kom Kristjáni á óvart hvað þessi veira er skæð. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem veiktust illa hér á landi.Vísir/RAX Kristján hélt fast í jákvæðnina í öllu þessu ferli. „Það er það eina sem maður getur gert. Þegar maður lendir í svona þá tekur maður það jákvæða úr þessu. Maður verður þakklátur fyrir lífið. Í samhengi við hvað maður veiktist mikið, maður endurmetur lífsgildin.“ Eftir sjúkrahúsdvölina hefur Kristján verið duglegur að hafa jafnvægi í heilsunni, mataræði og hreyfingu. „Og að vera í góðum samskiptum við mína nánustu, það er það sem maður tekur með sér, það er það sem skiptir máli í lífinu. Það er þannig sem maður forgangsraðar og þakkar fyrir daginn í dag.“ Hér á landi hafa 6.205 einstaklingar greinst með Covid-19 þegar þetta er skrifað. Vísir/RAX Klukkan sveiflaðist og fór á hvolf Sverrir Freyr Jónsson veiktist alvarlega vegna Covid-19 og var staðan tvísýn um tíma. Hann dvaldi í tvær vikur á gjörgæslu, þar af viku í öndunarvél. „Mér var haldið sofandi í fjóra daga en hina þrjá sá ég ofsjónir hvað eftir annað í lyfjamóki. Klukkan á veggnum var að snúast fyrir framan mig í einhverju víravirki.“ Fyrsta Covid-19 smitið á Íslandi greindist þann 28. febrúar árið 2020.Vísir/RAX Sverri fannst einhver hafa strengt spotta í klukkuna á veggnum og hún sveiflaðist til og frá, fór á hvolf og lét öllum illum látum. Það var eins og hún dansaði um stofuna. „Það kom líka alltaf einhver reykur eða gufa með veggjunum. Mér fannst þetta bara einhvern veginn eðlilegt og var ekkert að kippa mér upp við þetta en eftir á þá var þetta hálfgerð vitleysa.“ Þegar Sverrir var laus úr öndunarvél nefndi hann upplifun sína við starfsfólk og var þá sagt að slíkt gjörgæsluóráð væri þekkt fyrirbæri. Eftir sjúkrahúsdvölina tók við nokkurra mánaða langt og strangt bataferli, meðal annars með endurhæfingu á Reykjalundi. „Geislar sólar buðu Sverri velkominn út í lífið á ný eftir að hann læknaðist af Covid-19 veirunni. Táknrænt, því hann klæddist bol merktum uppáhalds hljómsveitinni, íslenska þungarokksbandinu Sólstöfum,“ segir RAX um myndirnar sem hann tók af Sverri.Vísir/RAX „Ég er þreklaus ennþá og verð þreyttur og þarf því að passa að sofa nóg. Ég er ekki orðinn alveg hundrað prósent. Þetta er búið að taka langan tíma en þetta kemur samt á endanum.“ Sverrir er 37 ára og var heilsuhraustur áður en hann smitaðist af þessari skæðu veiru. Hann vinnur nú í að ná upp fyrri styrk með aðstoð sjúkraþjálfara og er bjartsýnn þrátt fyrir óvissuna. „Það er ekki sjálfsagt að hafa heilsuna, það er hægt að kippa henni af þér á einni nóttu,“ segir Sverrir þegar blaðamaður spyr hvað hann hafi lært á þessu verkefni. Komu með Covid heim frá Hvammstanga Kristrún Kristjánsdóttir sótti son sinn í pössun á Melstað við Hvammstanga í lok mars á síðasta ári, nokkrum dögum síðar voru þau bæði komin með Covid. Foreldrar hennar og systir voru á heimilinu þegar Kristrún kom þangað og gisti hún þar eina nótt og passaði upp á að fylgja öllum sóttvarnarreglum. „Þau pössuðu sig ótrúlega mikið og ég setti rúmfötin mín á suðu þegar ég fór.“ Kristrún og sonur hennar voru nýlaus úr einangrun þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hitti þau fyrir utan heimili þeirra í Hafnarfirði.Vísir/RAX Skömmu eftir heimkomuna fær hún þær fréttir að systir hennar hafði smitast af kórónuveirunni. „Á mánudeginum fór systir mín í próf og þá kom í ljós að hún var fyrsta til að greinast með Covid-19 á Hvammstanga. Hún var komin með þetta og stuttu seinna kom í ljós að stjúppabbi minn var með þetta líka.“ Ástrós Kristjánsdóttir ásamt stjúpföður sínum Guðna Þór Ólafssyni sóknarpresti.Vísir/RAX Kristrún segir að Ástrós systir sín hafi orðið mjög slöpp. Hún hafi líka upplifað smitskömm í byrjun, yfir því að setja allan skólann sem hún vann í, í sóttkví. Ástrós Kristjánsdóttir er stuðningsfulltrúi og starfsmaður frístundar hjá grunnskólanum á Hvammstanga og var sú fyrsta sem greindist með Covid-19 í sveitarfélaginu sínu. „Maður fer að hugsa, hvort að einhverjir myndu kenna mér um að þetta væri komið hingað. Þetta var mjög óþægilegt. Ég fékk kvíða og mér leið ekki mjög vel, þetta kvöld og daginn eftir,“ sagði Ástrós í viðtali við Vísi á síðasta ári. „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning.“ Áhyggjulaus fæðing Þegar sonur Kristrúnar fékk hita eftir að þau komu heim til Hafnarfjarðar ákvað hún að fara með hann í sýnatöku. Hann reyndist líka vera með Covid og viku síðar var hún sjálf komin með þessa veiru. Kristrún var ófrísk af sínu öðru barni og þetta veiktist nokkrum vikum áður en sonur hennar átti að koma í heiminn. Kristrún segir að hún hafi reynt að njóta þess að fá nokkrar vikur heima í einangrun með syninum áður en hann yrði stóri bróðir. Hugarfarið var svo sannarlega jákvætt þrátt fyrir að veikjast á lokametrum meðgöngu.Vísir/RAX Kristrún segir í samtali við blaðamann að hún sé forvitin að vita hvort litli drengurinn hafi verið með mótefni við Covid-19 þegar hann kom í heiminn.Vísir/RAX „Ég var nokkuð róleg yfir þessu þar sem mér leið ekkert það illa. Ég var í rúminu í svona tvo sólarhringa, ég var með mikinn höfuðverk og svo missti ég allt bragð- og lyktarskyn sem var kannski gott því að ég var með svo næmt lyktarskyn á meðgöngunni,“ segir Kristrún og hlær. Kristrún fékk restina af verknáminu sínu metið og skilaði verkefnum til þess að geta útskrifast úr skólanum. „Ég var svo mjög heppin að ég var nýbúin að losna úr einangrun þegar ég átti svo ég gat fætt í Björkinni. Ég þurfti í rauninni ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ég var búin að fá þetta.“ Þegar RAX hitti Kristrúnu aftur hafði hún eignast drenginn sinn og líður litlu fjölskyldunni vel. Sonur Kristrúnar var eitt af fáum börnum sem greindist með Covid á síðasta ári en á þessu ári hafa mun fleiri greinst, þá af breska afbrigði veirunnar.Vísir/RAX Kristrún upplifði sig örugga í fæðingunni og dagana á undan, þar sem hún var ekki að óttast að smitast af Covid sem gæti haft mikil áhrif á fæðingarupplifunina. Á vissan hátt var hún fegin.Vísir/RAX Heimurinn vissi minna „Þetta var ekki þannig að ég væri í neinni hættu, en ég varð mjög veikur og fékk mjög háan hita,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Hann smitaðist af kórónuveirunni um miðjan mars á síðasta ári ásamt Steinunni Þórarinsdóttur eiginkonu sinni og eldri syni þeirra, Þórarni Inga. „Þegar ég lít til baka þá var þetta svona eins og flensa sinnum tveir eða þrír,“ segir hann um veikindin. „Við veiktumst svo snemma að það var þá lítið vitað um þetta allt saman. Heimurinn vissi ekki eins mikið um flensuna og hann gerir í dag.“ Jón Ársæll er einn þeirra heppnu sem ekki hefur þurft að fást við alvarleg eftirköst eftir veikindin. Hann veiktist þó illa í byrjun.Vísir/RAX Endaði á sjúkrahúsi Þau smituðust að öllum líkindum af veirunni í New York og fóru svo í einangrun fljótlega eftir heimkomuna. Eiginkona hans og sonur hresstust fljótt en Jón Ársæll veiktist illa. „Ég varð verri og verri þangað til að ég endaði inni á spítala.“ Ástæðan var að læknarnir óttuðust um hann þar sem hann á það til að fá lungnabólgu. Jón Ársæll segir að það hafi verið haldið mjög vel utan um fjölskylduna í veikindunum. „Það var mjög vel hugsað um okkur. Þegar ég lít til baka þá stóð heilbrigðiskerfið sig afskaplega vel. Það var hringt í hvert og eitt okkar á hverjum einasta degi og maður varð smá stoltur af íslenska heilbrigðiskerfinu. Þannig að það var vel að þessu staðið í alla staði. Ég var líka í töluvert langan tíma á Covid-göngudeildinni sem stóð sig líka með mikilli prýði. Maður fylltist öryggistilfinningu og fann að starfsfólkið vissi nákvæmlega hvað það var að gera og hvernig ætti að standa rétt að hlutunum.“ Hann segist vona innilega að það fari að leysast úr þessu öllu saman sem fyrst. Heimurinn þurfi á því að halda. Fjölskyldan er í hópi þeirra heppnu sem ekki hafa þurft að kljást við mikil eftirköst eftir að veikjast af veirunni. „Eftir rúman mánuð var ég komin á fulla ferð og hef ekki kennt mér meins síðan.“ Jón Ársæll Þórðarson og Steinunn Þórarinsdóttir smituðust af Covid-19 í New York.Vísir/RAX Sameinaði mannkynið Jón Ársæll reynir að horfa á jákvæðu hliðarnar eins og það að geta ferðast þar sem þau eru með vottorð um mótefni. „Maður fann að þetta var alvarlegt en fann að ég var mjög öruggum höndum og óttaðist aldrei um líf mitt eða neitt í þá áttina. Mér finnst ég hafa verið heppinn að fá flensuna, ég er einhvern veginn reynslunni ríkari og svo auðvitað það að hafa sloppið svo vel. Við höfum til dæmis verið að ferðast. Ég varð sjötugur í haust og þá fórum við fjölskyldan til Vínarborgar og svo erum við nýkomin frá Las Palmas á Kanaríeyjum.“ Jón Ársæll segir að á þessum faraldri hafi hann fyrst og fremst lært að við erum aðeins blaktandi strá í vindi þegar kemur að náttúruöflunum. Að hans mati hafa yfirvöld hér á landi tekið vel á þessum faraldri og eigi hrós skilið fyrir það. „Mér finnst að varnirnar sem að við erum með vera skynsamlegar og fólk almennt tekur þessu alvarlega. Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin. Flensa er ef til vill það eina sem fær okkur til að leggja niður vopnin og fara að hafa okkur eins og menn. Maður er að vísu með smá skítabragð í munninum yfir því hvernig við höfum komið fram við þriðja heiminn í faraldrinum en það er svo sem ekkert nýtt.“ Hjónin voru laus við Covid-19 þegar RAX hitti þau í seinna skiptið.Vísir/RAX Leiðinda veira Helga Guðmundsdóttir er 103 ára og lifði af Covid-19. Hún býr í Bolungarvík en þar bjuggu margir sem smituðust af Covid-19 á Íslandi síðasta vor. Helga lýsir Covid sem „leiðinda veiru,“ Helga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum árið 1917.Vísir/RAX Fjölmiðlar erlendis fjölluðu um sögu Helgu, enda einstök kona með mikla reynslu að baki.Vísir/RAX Helga hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, fengið Berkla tvisar og slapp við Spænsku veikina. Helga var 102 ára þegar hún veiktist er elsti Íslendingurinn sem hefur náð sér af Covid-19 veirunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Helgu blóm á 103 ára afmælinu. RAX hitti Helgu fyrir utan hjúkrunarheimilið þar sem hún býr. Vísir/RAX Helga greindist með Covid-19 í apríl á síðasta ári og lýsti þessu sem leiðinda veiru.Vísir/RAX Án bragð- og lyktarskyns í marga mánuði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, var einn þeirra sem greindist með COVID-19 á síðasta ári. Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Víðir hafði þá í marga mánuði verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða, ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Víðir Reynisson sagði stöðuna þungbæra, eftir að hann greindist með Covid-19 og umræða opnaðist í kjölfarið um þann fjölda einstaklinga sem hann hitti dagana á undan.Vísir/RAX Í byrjun desember leitaði hann á göngudeildina vegna íferðar í lungum. Þurfti hann þar að fá vökva í æð. Líkt og aðrir þurfti Víðir að vera í einangrun og gat ekki hitt sína nánustu nema í öruggri fjarlægð. Viðkvæmir hópar og fólk í sóttkví og einangrun, hefur þurft að hitta ættingja og vini í gegnum glugga og með aðstoð tækninnar.Vísir/RAX „Ég er ekki með neitt lyktarskyn og ekki með neitt bragðskyn. Þrekið er ekki komið aftur að fullu. Það er eitt og annað, líkamleg áhrif sem hafa áhrif enn þá,“ sagði Víðir á blaðamannafundi í lok febrúar og bætti við: „Ég mæli ekki með því við neinn að fá sér þetta.“ Enn eru samkomutakmarkanir í gangi hér á landi og hafði það mikil áhrif á páskaplönin hjá flestum. Vísir/RAX Þessi faraldur er ekki búinn enn og RAX mun auðvitað halda áfram að mynda þennan óvenjulega tíma í sögu þjóðarinnar. Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) RAX Tengdar fréttir RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni
Ragnar Axelsson hefur skrásett Covid-19 tímabilið á Íslandi og myndað marga af þeim landsmönnum sem veikst hafa af þessari skæru veiru. Við fengum að heyra upplifanir nokkurra þeirra. Bakslagið slæmt „Fyrstu einkennin voru rosalegur kuldi og höfuðverkur, eins og virkilega slæm flensa.“ Guðmunda Jensdóttir veiktist 5.september og fór í kjölfarið í einangrun. Níu dögum eftir að hún greindist með Covid-19 fékk hún bakslag og hrakaði heilsunni mikið. Þegar RAX hitti Guðmundu fyrst var hún á börum á leið út í sjúkrabíl. „Þá var ég að líða út af, hálf rænulaus, því ég var komin með Covid lungnabólgu.“ Heilbrigðisstarfsfólk hefur staðið í ströngu í meira en heilt ár vegna heimsfaraldursins.Vísir/RAX Það þarf alltaf mikinn viðbúnað þegar Covid sjúklingar eru fluttir á milli staða.Vísir/RAX Hún segir að það hafi verið skrítin upplifun liggja á Covid deild Landspítalans með vökva í æð. „Þegar maður er búinn að vera í einangrun í níu daga og fá svo svona bakslag var dálítið slæmt. Að vera þarna inni á spítala og allt var í plasti. Maður sá aldrei neinn nema í geimbúningum.“ Einveran á sjúkrahúsinu var Guðmundu Jensdóttur erfið. Hún þakkaði fyrir að kunna aðeins á spjaldtölvu, því mest af samskiptum við starfsfólk fór fram í gegnum hana.Vísir/RAX Hundruð Íslendinga hafa leitað á gjörgæslu og Covid-göngudeild vegna veirunnar.Vísir/RAX Maturinn eins og mold Guðmunda segir að það hafi verið vel hugsað um sig á sjúkrahúsinu, en það hafi verið erfitt að vera svona einangruð. „Þetta minnti mann svolítið á fangelsi. Að sjá aldrei framan í neinn og vera bara með einhvern iPad inni ef maður þurfti að hafa samband við þau. Það var engin bjalla til að hringja, samskiptin voru eiginlega bara í gegnum iPad.“ Guðmunda missti matarlystina í veikindunum, enda skiljanlegt þar sem henni fannst allur matur bragðast eins og mold.Vísir/RAX Eiginmaður Guðmundu veiktist einnig og voru þau alls þrjár vikur í einangrun. Guðmunda segir að það hafi verið það erfiðasta við þessa reynslu. „Maður gat lítið hreyft sig nema að labba á milli herbergja. Einangrunin fannst mér eiginlega verst.“ Hún var máttlaus og hafði litla matarlyst í veikindunum og missti bragðskynið um tíma. „Allur matur varð hálf skrítinn. Það var eins og maður væri að borða mold. Það var sama vonda bragðið af öllu. Ég veit nú ekki hvernig mold bragðast en ég get alveg ímyndað mér það,“ segir Guðmunda og hlær. Guðmundu líður betur en viðurkennir að þrekið sé alls ekki nógu gott.Vísir/RAX Erfitt að halda út daginn Þegar RAX hitti Guðmundu í seinna skiptið var hún mun hressari. Guðmunda er þó enn að kljást við eftirköst Covid og lungun eru ekki orðin alveg heilbrigð svo hún er í rannsóknum á því þessa dagana. Guðmunda Jensdóttir glímir enn við afleiðingar veikindanna.Vísir/RAX „Þrekið er náttúrulega ekki neitt. Maður er eins og ég veit ekki hvað. Maður er alltaf þreyttur og svefninn er óreglulegur. Ég sef kannski í fjóra eða fimm tíma og þarf að leggja mig einu sinni eða tvisvar yfir daginn til að geta haldið út daginn, það er svolítið mikið.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur myndað Covid-sjúklinga síðasta árið, bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum þeirra eftir veikindin.Vísir/RAX Sjö mánuðir frá vinnu „Ég hef það bara prýðilegt,“ segir Kristján Gunnarsson um lífið eftir Covid veikindin. Kristján smitaðist af veirunni í mars en var fyrst um sinn ekki með nein Covid-einkenni nema háan hita. Hann fékk tvisvar neikvæð sýni eftir skimun fyrir kórónuveirunni en heilsunni hrakaði samt áfram verulega. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi og á fleiri fjölmiðlum var Kristján tvisvar fluttur á bráðadeild Landspítalans og í seinna skiptið var hann lagður inn á gjörgæslu. Í framhaldinu var hann settur í öndunarvél í tvær vikur. „Ég var sjö mánuði frá vinnu og að ná mér og svona en er ekki með nein eftirköst núna og er búinn að ná mér að fullu. Þetta gekk ótrúlega vel allt saman og ég fékk góðan tíma til að ná mér, fór í Hveragerði og var svo duglegur að hreyfa mig og hvíla mig,“ segir Kristján um bataferlið. Kristján Gunnarsson var á gjörgæslu í tvær vikur. Hann taldist ekki í áhættuhóp en veiktist samt mjög illa.Vísir/RAX Batinn tekur tíma Eftir að hann útskrifaðist af Landspítalanum tók við endurhæfing á Reykjalundi. Hann segir að það hafi verið skynsamlegt að fara rólega af stað aftur eftir veikindin. „Að ætla sér ekki um of, menn hafa farið of geyst og það hjálpar ekkert. Það þarf að hafa jafnvægi í þessu og bæta við sig jafnt og þétt, ekki rjúka út og byrja að hreyfa sig eins og á þeim stað sem maður var áður. Það tekur tíma að byggja sig upp aftur, sérstaklega ef maður lendir svona illa í því á gjörgæslu og á öndunarvél.“ Kristján segir að það erfiðasta við þessi veikindi hafi verið öll óvissan í upphafi. Kristján greindist í mars, í byrjun útbreiðslu faraldursins hér á landi. „Ég veiktist tiltölulega snemma og þá var ennþá mikið af spurningum ósvarað um eftirköst og langvarandi áhrif. Maður vissi ekki hverju maður gat átt von á. Ég var heppin og eftirköstin í raun og veru ekki í neinu samræmi við hvað veikindin voru alvarleg.“ Kristján segir að óvissan hafi verið erfið, enda vissi hann ekki hverju hann ætti að eiga von á varðandi batann og framtíðarhorfur.Vísir/RAX Enginn er óhultur Það kom honum á óvart þegar hann veiktist hvað þessi veira er skæð. Hann var samtals 16 daga í öndunarvél. Hann upplifði hræðslu, kvíða, óráð, ruglingslegar minningar og martraðir. Meðal annars fannst honum hann vera í haldi hjá hryðjuverkamönnum og kæmist hvergi og að aðstandendur vissu ekki hvar hann væri. Allt þetta var afleiðing hinna bráðu og alvarlegu veikinda og meðferðar á gjörgæsludeild. „Ég lenti í aðstæðum sem ekki mjög margir lentu í. Það kom mér á óvart þar sem ég taldi mig vera utan áhættuhóps, í góðu líkamlegu ástandi og ég átti ekki von á þessu. Það kom mér á óvart að enginn er óhultur og þetta getur komið fyrir hvern sem er. Hún er mjög óútreiknanleg þessi veira.“ Það kom Kristjáni á óvart hvað þessi veira er skæð. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem veiktust illa hér á landi.Vísir/RAX Kristján hélt fast í jákvæðnina í öllu þessu ferli. „Það er það eina sem maður getur gert. Þegar maður lendir í svona þá tekur maður það jákvæða úr þessu. Maður verður þakklátur fyrir lífið. Í samhengi við hvað maður veiktist mikið, maður endurmetur lífsgildin.“ Eftir sjúkrahúsdvölina hefur Kristján verið duglegur að hafa jafnvægi í heilsunni, mataræði og hreyfingu. „Og að vera í góðum samskiptum við mína nánustu, það er það sem maður tekur með sér, það er það sem skiptir máli í lífinu. Það er þannig sem maður forgangsraðar og þakkar fyrir daginn í dag.“ Hér á landi hafa 6.205 einstaklingar greinst með Covid-19 þegar þetta er skrifað. Vísir/RAX Klukkan sveiflaðist og fór á hvolf Sverrir Freyr Jónsson veiktist alvarlega vegna Covid-19 og var staðan tvísýn um tíma. Hann dvaldi í tvær vikur á gjörgæslu, þar af viku í öndunarvél. „Mér var haldið sofandi í fjóra daga en hina þrjá sá ég ofsjónir hvað eftir annað í lyfjamóki. Klukkan á veggnum var að snúast fyrir framan mig í einhverju víravirki.“ Fyrsta Covid-19 smitið á Íslandi greindist þann 28. febrúar árið 2020.Vísir/RAX Sverri fannst einhver hafa strengt spotta í klukkuna á veggnum og hún sveiflaðist til og frá, fór á hvolf og lét öllum illum látum. Það var eins og hún dansaði um stofuna. „Það kom líka alltaf einhver reykur eða gufa með veggjunum. Mér fannst þetta bara einhvern veginn eðlilegt og var ekkert að kippa mér upp við þetta en eftir á þá var þetta hálfgerð vitleysa.“ Þegar Sverrir var laus úr öndunarvél nefndi hann upplifun sína við starfsfólk og var þá sagt að slíkt gjörgæsluóráð væri þekkt fyrirbæri. Eftir sjúkrahúsdvölina tók við nokkurra mánaða langt og strangt bataferli, meðal annars með endurhæfingu á Reykjalundi. „Geislar sólar buðu Sverri velkominn út í lífið á ný eftir að hann læknaðist af Covid-19 veirunni. Táknrænt, því hann klæddist bol merktum uppáhalds hljómsveitinni, íslenska þungarokksbandinu Sólstöfum,“ segir RAX um myndirnar sem hann tók af Sverri.Vísir/RAX „Ég er þreklaus ennþá og verð þreyttur og þarf því að passa að sofa nóg. Ég er ekki orðinn alveg hundrað prósent. Þetta er búið að taka langan tíma en þetta kemur samt á endanum.“ Sverrir er 37 ára og var heilsuhraustur áður en hann smitaðist af þessari skæðu veiru. Hann vinnur nú í að ná upp fyrri styrk með aðstoð sjúkraþjálfara og er bjartsýnn þrátt fyrir óvissuna. „Það er ekki sjálfsagt að hafa heilsuna, það er hægt að kippa henni af þér á einni nóttu,“ segir Sverrir þegar blaðamaður spyr hvað hann hafi lært á þessu verkefni. Komu með Covid heim frá Hvammstanga Kristrún Kristjánsdóttir sótti son sinn í pössun á Melstað við Hvammstanga í lok mars á síðasta ári, nokkrum dögum síðar voru þau bæði komin með Covid. Foreldrar hennar og systir voru á heimilinu þegar Kristrún kom þangað og gisti hún þar eina nótt og passaði upp á að fylgja öllum sóttvarnarreglum. „Þau pössuðu sig ótrúlega mikið og ég setti rúmfötin mín á suðu þegar ég fór.“ Kristrún og sonur hennar voru nýlaus úr einangrun þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hitti þau fyrir utan heimili þeirra í Hafnarfirði.Vísir/RAX Skömmu eftir heimkomuna fær hún þær fréttir að systir hennar hafði smitast af kórónuveirunni. „Á mánudeginum fór systir mín í próf og þá kom í ljós að hún var fyrsta til að greinast með Covid-19 á Hvammstanga. Hún var komin með þetta og stuttu seinna kom í ljós að stjúppabbi minn var með þetta líka.“ Ástrós Kristjánsdóttir ásamt stjúpföður sínum Guðna Þór Ólafssyni sóknarpresti.Vísir/RAX Kristrún segir að Ástrós systir sín hafi orðið mjög slöpp. Hún hafi líka upplifað smitskömm í byrjun, yfir því að setja allan skólann sem hún vann í, í sóttkví. Ástrós Kristjánsdóttir er stuðningsfulltrúi og starfsmaður frístundar hjá grunnskólanum á Hvammstanga og var sú fyrsta sem greindist með Covid-19 í sveitarfélaginu sínu. „Maður fer að hugsa, hvort að einhverjir myndu kenna mér um að þetta væri komið hingað. Þetta var mjög óþægilegt. Ég fékk kvíða og mér leið ekki mjög vel, þetta kvöld og daginn eftir,“ sagði Ástrós í viðtali við Vísi á síðasta ári. „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning.“ Áhyggjulaus fæðing Þegar sonur Kristrúnar fékk hita eftir að þau komu heim til Hafnarfjarðar ákvað hún að fara með hann í sýnatöku. Hann reyndist líka vera með Covid og viku síðar var hún sjálf komin með þessa veiru. Kristrún var ófrísk af sínu öðru barni og þetta veiktist nokkrum vikum áður en sonur hennar átti að koma í heiminn. Kristrún segir að hún hafi reynt að njóta þess að fá nokkrar vikur heima í einangrun með syninum áður en hann yrði stóri bróðir. Hugarfarið var svo sannarlega jákvætt þrátt fyrir að veikjast á lokametrum meðgöngu.Vísir/RAX Kristrún segir í samtali við blaðamann að hún sé forvitin að vita hvort litli drengurinn hafi verið með mótefni við Covid-19 þegar hann kom í heiminn.Vísir/RAX „Ég var nokkuð róleg yfir þessu þar sem mér leið ekkert það illa. Ég var í rúminu í svona tvo sólarhringa, ég var með mikinn höfuðverk og svo missti ég allt bragð- og lyktarskyn sem var kannski gott því að ég var með svo næmt lyktarskyn á meðgöngunni,“ segir Kristrún og hlær. Kristrún fékk restina af verknáminu sínu metið og skilaði verkefnum til þess að geta útskrifast úr skólanum. „Ég var svo mjög heppin að ég var nýbúin að losna úr einangrun þegar ég átti svo ég gat fætt í Björkinni. Ég þurfti í rauninni ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ég var búin að fá þetta.“ Þegar RAX hitti Kristrúnu aftur hafði hún eignast drenginn sinn og líður litlu fjölskyldunni vel. Sonur Kristrúnar var eitt af fáum börnum sem greindist með Covid á síðasta ári en á þessu ári hafa mun fleiri greinst, þá af breska afbrigði veirunnar.Vísir/RAX Kristrún upplifði sig örugga í fæðingunni og dagana á undan, þar sem hún var ekki að óttast að smitast af Covid sem gæti haft mikil áhrif á fæðingarupplifunina. Á vissan hátt var hún fegin.Vísir/RAX Heimurinn vissi minna „Þetta var ekki þannig að ég væri í neinni hættu, en ég varð mjög veikur og fékk mjög háan hita,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Hann smitaðist af kórónuveirunni um miðjan mars á síðasta ári ásamt Steinunni Þórarinsdóttur eiginkonu sinni og eldri syni þeirra, Þórarni Inga. „Þegar ég lít til baka þá var þetta svona eins og flensa sinnum tveir eða þrír,“ segir hann um veikindin. „Við veiktumst svo snemma að það var þá lítið vitað um þetta allt saman. Heimurinn vissi ekki eins mikið um flensuna og hann gerir í dag.“ Jón Ársæll er einn þeirra heppnu sem ekki hefur þurft að fást við alvarleg eftirköst eftir veikindin. Hann veiktist þó illa í byrjun.Vísir/RAX Endaði á sjúkrahúsi Þau smituðust að öllum líkindum af veirunni í New York og fóru svo í einangrun fljótlega eftir heimkomuna. Eiginkona hans og sonur hresstust fljótt en Jón Ársæll veiktist illa. „Ég varð verri og verri þangað til að ég endaði inni á spítala.“ Ástæðan var að læknarnir óttuðust um hann þar sem hann á það til að fá lungnabólgu. Jón Ársæll segir að það hafi verið haldið mjög vel utan um fjölskylduna í veikindunum. „Það var mjög vel hugsað um okkur. Þegar ég lít til baka þá stóð heilbrigðiskerfið sig afskaplega vel. Það var hringt í hvert og eitt okkar á hverjum einasta degi og maður varð smá stoltur af íslenska heilbrigðiskerfinu. Þannig að það var vel að þessu staðið í alla staði. Ég var líka í töluvert langan tíma á Covid-göngudeildinni sem stóð sig líka með mikilli prýði. Maður fylltist öryggistilfinningu og fann að starfsfólkið vissi nákvæmlega hvað það var að gera og hvernig ætti að standa rétt að hlutunum.“ Hann segist vona innilega að það fari að leysast úr þessu öllu saman sem fyrst. Heimurinn þurfi á því að halda. Fjölskyldan er í hópi þeirra heppnu sem ekki hafa þurft að kljást við mikil eftirköst eftir að veikjast af veirunni. „Eftir rúman mánuð var ég komin á fulla ferð og hef ekki kennt mér meins síðan.“ Jón Ársæll Þórðarson og Steinunn Þórarinsdóttir smituðust af Covid-19 í New York.Vísir/RAX Sameinaði mannkynið Jón Ársæll reynir að horfa á jákvæðu hliðarnar eins og það að geta ferðast þar sem þau eru með vottorð um mótefni. „Maður fann að þetta var alvarlegt en fann að ég var mjög öruggum höndum og óttaðist aldrei um líf mitt eða neitt í þá áttina. Mér finnst ég hafa verið heppinn að fá flensuna, ég er einhvern veginn reynslunni ríkari og svo auðvitað það að hafa sloppið svo vel. Við höfum til dæmis verið að ferðast. Ég varð sjötugur í haust og þá fórum við fjölskyldan til Vínarborgar og svo erum við nýkomin frá Las Palmas á Kanaríeyjum.“ Jón Ársæll segir að á þessum faraldri hafi hann fyrst og fremst lært að við erum aðeins blaktandi strá í vindi þegar kemur að náttúruöflunum. Að hans mati hafa yfirvöld hér á landi tekið vel á þessum faraldri og eigi hrós skilið fyrir það. „Mér finnst að varnirnar sem að við erum með vera skynsamlegar og fólk almennt tekur þessu alvarlega. Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin. Flensa er ef til vill það eina sem fær okkur til að leggja niður vopnin og fara að hafa okkur eins og menn. Maður er að vísu með smá skítabragð í munninum yfir því hvernig við höfum komið fram við þriðja heiminn í faraldrinum en það er svo sem ekkert nýtt.“ Hjónin voru laus við Covid-19 þegar RAX hitti þau í seinna skiptið.Vísir/RAX Leiðinda veira Helga Guðmundsdóttir er 103 ára og lifði af Covid-19. Hún býr í Bolungarvík en þar bjuggu margir sem smituðust af Covid-19 á Íslandi síðasta vor. Helga lýsir Covid sem „leiðinda veiru,“ Helga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum árið 1917.Vísir/RAX Fjölmiðlar erlendis fjölluðu um sögu Helgu, enda einstök kona með mikla reynslu að baki.Vísir/RAX Helga hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, fengið Berkla tvisar og slapp við Spænsku veikina. Helga var 102 ára þegar hún veiktist er elsti Íslendingurinn sem hefur náð sér af Covid-19 veirunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Helgu blóm á 103 ára afmælinu. RAX hitti Helgu fyrir utan hjúkrunarheimilið þar sem hún býr. Vísir/RAX Helga greindist með Covid-19 í apríl á síðasta ári og lýsti þessu sem leiðinda veiru.Vísir/RAX Án bragð- og lyktarskyns í marga mánuði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, var einn þeirra sem greindist með COVID-19 á síðasta ári. Víðir fór í sóttkví þann 23. nóvember eftir að kona hans greindist með Covid-19. Sólarhring síðar kom í ljós að hann var sjálfur með sjúkdóminn. Víðir hafði þá í marga mánuði verið í eldlínunni í kórónuveirufaraldrinum sem hluti af þríeykinu svokallaða, ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Víðir Reynisson sagði stöðuna þungbæra, eftir að hann greindist með Covid-19 og umræða opnaðist í kjölfarið um þann fjölda einstaklinga sem hann hitti dagana á undan.Vísir/RAX Í byrjun desember leitaði hann á göngudeildina vegna íferðar í lungum. Þurfti hann þar að fá vökva í æð. Líkt og aðrir þurfti Víðir að vera í einangrun og gat ekki hitt sína nánustu nema í öruggri fjarlægð. Viðkvæmir hópar og fólk í sóttkví og einangrun, hefur þurft að hitta ættingja og vini í gegnum glugga og með aðstoð tækninnar.Vísir/RAX „Ég er ekki með neitt lyktarskyn og ekki með neitt bragðskyn. Þrekið er ekki komið aftur að fullu. Það er eitt og annað, líkamleg áhrif sem hafa áhrif enn þá,“ sagði Víðir á blaðamannafundi í lok febrúar og bætti við: „Ég mæli ekki með því við neinn að fá sér þetta.“ Enn eru samkomutakmarkanir í gangi hér á landi og hafði það mikil áhrif á páskaplönin hjá flestum. Vísir/RAX Þessi faraldur er ekki búinn enn og RAX mun auðvitað halda áfram að mynda þennan óvenjulega tíma í sögu þjóðarinnar.
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01