Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 22:30 Ólöf þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Sigurbjörn fór á skeljarnar við gosstöðvarnar. Eva Björk Ægisdóttir Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. „Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira