Tíu mismunandi meistarar á áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 14:01 Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson unnu bæði gull í fjölþraut og á einu áhaldi en átta aðrir Íslandsmeistarar bættust síðan í hópinn. Fimleikasamband Íslands Það vantaði ekki Íslandsmeistarabrosin eftir keppni helgarinnr á stærsa móti ársins í íslenskum fimleikum. Það er óhætt að segja að Íslandsmeistaratitlarnir hafi dreifst á keppendur á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugabóli nú um helgina. Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut á laugardaginn en í gær var síðan keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt í úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Alls voru það tíu keppendur sem skiptu Íslandsmeistaratitlunum bróðurlega á milli sín. Nanna og Valgarð bættu við einum Íslandsmeistaratitli hvor en átta meistarar bættust síðan í hópinn. Í karlaflokki varð Jónas Ingi Þórisson Íslandsmeistari á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson á stökki, Valgarð Reinhardsson á tvíslá og Eyþór Örn Baldursson á svifrá. Í kvennaflokki skiptust verðlaunin einnig jafnt á milli keppenda. Nanna Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari í fjölþraut sigraði á gólfi. Guðrún Edda Min Harðardóttir sigraði á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Hildur Maja Guðmundsdóttir á stökki en þetta er fyrsta mót Hildar Maju í fullorðinsflokki. Í unglingaflokki karla varð Ágúst Ingi Davíðsson Íslandsmeistari á gólfi, bogahesti og hringjum, Sigurður Ari Stefánsson hreppti titilinn á stökki og á tvíslá og á svifrá varð Dagur Kári Ólafsson hlutskarpastur. Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir átti mjög góðan dag í dag. Ragnheiður sigraði á stökki, slá og gólfi og Freyja Hannesdóttir, núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í unglingaflokki, tók titilinn á tvíslá. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Verðlaunahafar í karlaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Gólfæfingar: 1. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla Bogahestur: 1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Hringir: 1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Stökk: 1. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Tvíslá: 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla Svifrá: 1. sæti: Eyþór Örn Baldursson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Úrslit í kvennaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Stökk: 1. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 2. sæti: Sóley Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Birta Björg Alexandersdóttir, Björk Tvíslá: 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla 2. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk Jafnvægislá: 1. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla Gólfæfingar: 1. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 2. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk Fimleikar Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Íslandsmeistaratitlarnir hafi dreifst á keppendur á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugabóli nú um helgina. Nanna Guðmundsdóttir og Valgarð Reinhardsson urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut á laugardaginn en í gær var síðan keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt í úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Alls voru það tíu keppendur sem skiptu Íslandsmeistaratitlunum bróðurlega á milli sín. Nanna og Valgarð bættu við einum Íslandsmeistaratitli hvor en átta meistarar bættust síðan í hópinn. Í karlaflokki varð Jónas Ingi Þórisson Íslandsmeistari á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson á stökki, Valgarð Reinhardsson á tvíslá og Eyþór Örn Baldursson á svifrá. Í kvennaflokki skiptust verðlaunin einnig jafnt á milli keppenda. Nanna Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari í fjölþraut sigraði á gólfi. Guðrún Edda Min Harðardóttir sigraði á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Hildur Maja Guðmundsdóttir á stökki en þetta er fyrsta mót Hildar Maju í fullorðinsflokki. Í unglingaflokki karla varð Ágúst Ingi Davíðsson Íslandsmeistari á gólfi, bogahesti og hringjum, Sigurður Ari Stefánsson hreppti titilinn á stökki og á tvíslá og á svifrá varð Dagur Kári Ólafsson hlutskarpastur. Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir átti mjög góðan dag í dag. Ragnheiður sigraði á stökki, slá og gólfi og Freyja Hannesdóttir, núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í unglingaflokki, tók titilinn á tvíslá. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Verðlaunahafar í karlaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Gólfæfingar: 1. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla Bogahestur: 1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Hringir: 1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Stökk: 1. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Tvíslá: 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla Svifrá: 1. sæti: Eyþór Örn Baldursson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Úrslit í kvennaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Stökk: 1. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 2. sæti: Sóley Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Birta Björg Alexandersdóttir, Björk Tvíslá: 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla 2. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk Jafnvægislá: 1. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla Gólfæfingar: 1. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 2. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
Verðlaunahafar í karlaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Gólfæfingar: 1. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla Bogahestur: 1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Hringir: 1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Stökk: 1. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Tvíslá: 1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla 3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla Svifrá: 1. sæti: Eyþór Örn Baldursson, Gerpla 2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla 3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla Úrslit í kvennaflokki á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum: Stökk: 1. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 2. sæti: Sóley Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Birta Björg Alexandersdóttir, Björk Tvíslá: 1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla 2. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk Jafnvægislá: 1. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk 2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla 3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla Gólfæfingar: 1. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta 2. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk 3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
Fimleikar Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira