„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Frosti Logason og Stefán Árni Pálsson skrifa 23. mars 2021 10:31 Svala hefur þurft að eiga við manninn síðan í nóvember á síðasta ári. Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. Um er að ræða stórhættulegan mann sem fær að ganga laus um götur borgarinnar á meðan Svala er sjálf í nokkurskonar gíslingu á sínu eigin heimili. Svala er ekkja sem missti eiginmann sinn úr krabbameini fyrir tveimur árum en hjá henni búa tveir synir hennar og lenti annar þeirra í því óláni að starfa á sama vinnustað og fyrrverandi kærasta mannsins sem um ræðir. Það var nóg til þess að maðurinn fór að gera sér upp ranghugmyndir sem urðu kveikjan að þeim ofsóknum sem enn sér ekki fyrir endann á. „Þetta byrjaði 23. nóvember 2020 þar sem sonur minn var sóttur af ákveðnum einstaklingi og farið með hann í 75 mínútna bíltúr þar sem hann var frelsissviptur, beittur ofbeldi, morðhótað og skilað 75 mínútum seinna í leigubíl í næstu götu og látinn labba restina,“ segir Svala í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Sonur Svölu kærði umrædda frelsissviptingu og líkamsárás til lögreglu og maðurinn var kallaður í yfirheyrslu í kjölfarið en það var einungis upphafið að enn meiri hörmungum fyrir Svölu og fjölskyldu hennar. Hafa vaktað okkur á erfiðum tímum „Það er búið að ganga á ýmsu. Hann hefur komið hingað fyrir utan og keyrt með annarlegt aksturslag hérna fyrir utan og verið með læti og látið vita af sér. Hann hefur komið og bankað upp á, hann hefur labbað fram hjá húsinu og vinnustað okkar. Hann er búinn að skera á dekkin á bílnum hjá mér og núna síðast í gær að brjóta rúðurnar hjá mér, á bílnum. Lögreglan virðist ekki geta gert mikið meira en það að biðja okkur um að tilkynna í hvert skipti sem hann brýtur af sér. Þeir koma ef við köllum eftir þeim og þeir telja ástæðu til. Þeir hafa vaktað okkur á erfiðum tímum þar sem eitthvað mögulega gæti gerst.“ Maðurinn hefur einnig ógnað Svölu og áreitt á vinnustað hennar og í eitt skiptið sem hann mætti þangað var hann staðinn að verki við að skera á dekk bifreiðar hennar. Það atvik náðist á myndavél auk þess sem öryggisvörður var vitni að því en maðurinn var í kjölfarið handtekinn eftir að lögregla hafði veitt honum eftir för, þar sem hann meðal annars ók á móti umferð og ógnaði öryggi annarra vegfarenda. Þá var manninum sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögmaður Svölu óskaði þá eftir nálgunarbanni gegn manninum sem fékkst í gegn en það virðist litlu breyta, því maðurinn hefur komist upp með að brjóta það ítrekað. Svala kann engar skýringar á því hvers vegna ofbeldi mannsins fór að beinast gegn henni en eftir að sonur hennar kærði líkamsárásina til lögreglu var eins og öll fjölskyldan yrði að skotspóni mannsins. „Hann reiddist við það að það væri verið að kæra hann. Mögulega vill hann reyna ná sambandi til að reyna borga sig út úr því, það er allavega það sem okkur hefur verið bent á. Við erum ekki vön svona umhverfi og eðlilega verður maður mjög hræddur og óöruggur og veit ekkert hvað maður er að eiga við.“ Þrátt fyrir að Svala eigi upptökur af símtölum frá manninum með líflátshótunum í sinn garð og fjölskyldunnar allrar segist lögreglan því miður ekkert geta aðhafst í málinu. Svölu hefur verið sagt að tilkynna öll atvik en þangað til að maðurinn verði hreinlega gómaður inn á stofugólfi hjá Svölu virðist ekkert vera hægt að gera. Svala tekur fram að hún telji lögregluna vera gera allt sem hún getur í þessu máli en lögin hreinlega nái ekki utan þessa hegðun mannsins. Hefur sent dómsmálaráðherra bréf „Þetta virðist standa á ákæruvaldinu, ákæruvaldið heimili ekki að hann fari í síbrotagæslu fyrir það sem hann er búinn að gera. Þeir telja ekki nóg komið. Það er ótrúlega skrýtið að vera komin á einhvern stað sem maður þekkir bara í bíómyndunum. Að upplifa að það sé verið að ógna fjölskyldunni manns og barninu mínu sem er allt sem ég á. Þú getur ekki stjórnað neinu og getur ekkert gert og færð rosalega lítið backup með þetta. Að þurfa vera vaka heilu næturnar til að vera vakandi ef eitthvað gerist reynir rosalega mikið á.“ Svala segir það vera sárt að upplifa hversu litla vernd er að finna í kerfinu þegar venjulegt fólk lendir í svona aðstæðum. Það sé að hennar sögn nánast ekkert öryggi í því að leita til lögreglunnar þrátt fyrir góðan vilja þar á bæ því lögin heimili ekki aðgerðir. Svala hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna málsins. „Ég óskaði eftir því að hún kynnti sér málið og myndi skoða það og ég óskaði eftir viðbrögðum. Mér finnst þetta rosalegt, að fólk skuli geta verið sett í þessa stöðu og rétturinn sé ekki meira en þetta.“ Þegar hér var komið við sögu fékk Frosti Logason textaskilaboð frá heimildarmanni sem tilkynnti honum að verið væri að handtaka manninn á því augnabliki sem hann ræddi við Svölu. „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt. Breyttar aðstæður og breytt líf en þetta er léttir heyra,“ segir Svala. En því miður varði sá léttir ekki lengi því daginn eftir að þetta viðtal var tekið var manninum enn og aftur sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag í síðustu viku. Í fréttatilkynningu á vef lögreglunnar sagði þá að gæsluvarðhaldskröfu á hendur manninum hafi verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að heimili Svölu var aftur orðið jafn óöruggt og áður. Nýjustu vendingar í málinu eru hins vegar þær að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við í gær og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við Vísi á tólfta tímanum í dag. En sem fyrr segir missti Svala manninn sinn fyrir tveimur árum en eiginmaður hennar Ómar Friðleifsson var mörgum kunnur úr bíóbransanum hér á landi. Svala segir það ekki bæta úr skák að hún var í raun ekki búin að vinna úr þeirri sorg þegar þessi hryllingur hóf göngu sína nóvember síðastliðnum. „Þetta hefur þau áhrifa að þegar maður er einn og ég er ekki lengur með manninn minn sem verndaði mig áður og var til staðar fyrir mig áður, núna er ég ekki með hann. Mér fannst ég rosalega vængbrotinn ef því að ég hafði ekki manninn til að vernda mig á heimilinu og fjölskylduna,“ segir Svala en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tengdar fréttir Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03 Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05 „Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Um er að ræða stórhættulegan mann sem fær að ganga laus um götur borgarinnar á meðan Svala er sjálf í nokkurskonar gíslingu á sínu eigin heimili. Svala er ekkja sem missti eiginmann sinn úr krabbameini fyrir tveimur árum en hjá henni búa tveir synir hennar og lenti annar þeirra í því óláni að starfa á sama vinnustað og fyrrverandi kærasta mannsins sem um ræðir. Það var nóg til þess að maðurinn fór að gera sér upp ranghugmyndir sem urðu kveikjan að þeim ofsóknum sem enn sér ekki fyrir endann á. „Þetta byrjaði 23. nóvember 2020 þar sem sonur minn var sóttur af ákveðnum einstaklingi og farið með hann í 75 mínútna bíltúr þar sem hann var frelsissviptur, beittur ofbeldi, morðhótað og skilað 75 mínútum seinna í leigubíl í næstu götu og látinn labba restina,“ segir Svala í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Sonur Svölu kærði umrædda frelsissviptingu og líkamsárás til lögreglu og maðurinn var kallaður í yfirheyrslu í kjölfarið en það var einungis upphafið að enn meiri hörmungum fyrir Svölu og fjölskyldu hennar. Hafa vaktað okkur á erfiðum tímum „Það er búið að ganga á ýmsu. Hann hefur komið hingað fyrir utan og keyrt með annarlegt aksturslag hérna fyrir utan og verið með læti og látið vita af sér. Hann hefur komið og bankað upp á, hann hefur labbað fram hjá húsinu og vinnustað okkar. Hann er búinn að skera á dekkin á bílnum hjá mér og núna síðast í gær að brjóta rúðurnar hjá mér, á bílnum. Lögreglan virðist ekki geta gert mikið meira en það að biðja okkur um að tilkynna í hvert skipti sem hann brýtur af sér. Þeir koma ef við köllum eftir þeim og þeir telja ástæðu til. Þeir hafa vaktað okkur á erfiðum tímum þar sem eitthvað mögulega gæti gerst.“ Maðurinn hefur einnig ógnað Svölu og áreitt á vinnustað hennar og í eitt skiptið sem hann mætti þangað var hann staðinn að verki við að skera á dekk bifreiðar hennar. Það atvik náðist á myndavél auk þess sem öryggisvörður var vitni að því en maðurinn var í kjölfarið handtekinn eftir að lögregla hafði veitt honum eftir för, þar sem hann meðal annars ók á móti umferð og ógnaði öryggi annarra vegfarenda. Þá var manninum sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögmaður Svölu óskaði þá eftir nálgunarbanni gegn manninum sem fékkst í gegn en það virðist litlu breyta, því maðurinn hefur komist upp með að brjóta það ítrekað. Svala kann engar skýringar á því hvers vegna ofbeldi mannsins fór að beinast gegn henni en eftir að sonur hennar kærði líkamsárásina til lögreglu var eins og öll fjölskyldan yrði að skotspóni mannsins. „Hann reiddist við það að það væri verið að kæra hann. Mögulega vill hann reyna ná sambandi til að reyna borga sig út úr því, það er allavega það sem okkur hefur verið bent á. Við erum ekki vön svona umhverfi og eðlilega verður maður mjög hræddur og óöruggur og veit ekkert hvað maður er að eiga við.“ Þrátt fyrir að Svala eigi upptökur af símtölum frá manninum með líflátshótunum í sinn garð og fjölskyldunnar allrar segist lögreglan því miður ekkert geta aðhafst í málinu. Svölu hefur verið sagt að tilkynna öll atvik en þangað til að maðurinn verði hreinlega gómaður inn á stofugólfi hjá Svölu virðist ekkert vera hægt að gera. Svala tekur fram að hún telji lögregluna vera gera allt sem hún getur í þessu máli en lögin hreinlega nái ekki utan þessa hegðun mannsins. Hefur sent dómsmálaráðherra bréf „Þetta virðist standa á ákæruvaldinu, ákæruvaldið heimili ekki að hann fari í síbrotagæslu fyrir það sem hann er búinn að gera. Þeir telja ekki nóg komið. Það er ótrúlega skrýtið að vera komin á einhvern stað sem maður þekkir bara í bíómyndunum. Að upplifa að það sé verið að ógna fjölskyldunni manns og barninu mínu sem er allt sem ég á. Þú getur ekki stjórnað neinu og getur ekkert gert og færð rosalega lítið backup með þetta. Að þurfa vera vaka heilu næturnar til að vera vakandi ef eitthvað gerist reynir rosalega mikið á.“ Svala segir það vera sárt að upplifa hversu litla vernd er að finna í kerfinu þegar venjulegt fólk lendir í svona aðstæðum. Það sé að hennar sögn nánast ekkert öryggi í því að leita til lögreglunnar þrátt fyrir góðan vilja þar á bæ því lögin heimili ekki aðgerðir. Svala hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna málsins. „Ég óskaði eftir því að hún kynnti sér málið og myndi skoða það og ég óskaði eftir viðbrögðum. Mér finnst þetta rosalegt, að fólk skuli geta verið sett í þessa stöðu og rétturinn sé ekki meira en þetta.“ Þegar hér var komið við sögu fékk Frosti Logason textaskilaboð frá heimildarmanni sem tilkynnti honum að verið væri að handtaka manninn á því augnabliki sem hann ræddi við Svölu. „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt. Breyttar aðstæður og breytt líf en þetta er léttir heyra,“ segir Svala. En því miður varði sá léttir ekki lengi því daginn eftir að þetta viðtal var tekið var manninum enn og aftur sleppt úr haldi lögreglu á fimmtudag í síðustu viku. Í fréttatilkynningu á vef lögreglunnar sagði þá að gæsluvarðhaldskröfu á hendur manninum hafi verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að heimili Svölu var aftur orðið jafn óöruggt og áður. Nýjustu vendingar í málinu eru hins vegar þær að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við í gær og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við Vísi á tólfta tímanum í dag. En sem fyrr segir missti Svala manninn sinn fyrir tveimur árum en eiginmaður hennar Ómar Friðleifsson var mörgum kunnur úr bíóbransanum hér á landi. Svala segir það ekki bæta úr skák að hún var í raun ekki búin að vinna úr þeirri sorg þegar þessi hryllingur hóf göngu sína nóvember síðastliðnum. „Þetta hefur þau áhrifa að þegar maður er einn og ég er ekki lengur með manninn minn sem verndaði mig áður og var til staðar fyrir mig áður, núna er ég ekki með hann. Mér fannst ég rosalega vængbrotinn ef því að ég hafði ekki manninn til að vernda mig á heimilinu og fjölskylduna,“ segir Svala en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tengdar fréttir Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03 Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05 „Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07
Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni. 18. mars 2021 15:03
Handtekinn grunaður um brot gegn nálgunarbanni og eignaspjöll Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun. 17. mars 2021 21:05
„Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17. mars 2021 10:35