Lífið

Alma Möller orðin amma

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir eignaðist nöfnu fyrir viku þegar fyrstu barnabörnin hennar komu í heiminn, tvíburastúlkur.
Alma Möller landlæknir eignaðist nöfnu fyrir viku þegar fyrstu barnabörnin hennar komu í heiminn, tvíburastúlkur. Vísir/Vilhelm

Alma Möller hefur fengið nýtt hlutverk en fyrir viku síðan eignaðist hún sín fyrstu barnabörn. Jónas Már Torfason sonur Ölmu eignaðist tvíburadætur með kærustu sinni Andreu Gestsdóttur.

 Landlæknir eignaðist einnig nöfnu því stúlkurnar hafa fengið nöfnin Alma Jóhanna og Vigdís Salka.

Í færslu á Facebook segir Jónas Már að stúlkurnar hafi flýtt sér í heiminn. Fæddust þær með bráðakeisara eftir tæplega 31 vikna meðgöngu og dvelja því nú á vökudeild.

„Miðað við aldur og fyrri störf eru þær ótrúlega hraustar og braggast með hverjum degi.“

Móðurinni heilsast einnig vel og segir Jónas að hún hafi staðið sig með ólíkindum vel.

„Það hefur verið yndislegt að sjá hana í þessu nýja hlutverki og ég hlakka til að sjá þessar þrjár sterku konur í mínu lífi vaxa og dafna enn frekar. Áframhaldandi vist á vökudeild er framundan en þessar skottur hafa tekið þetta með teskeið hingað til.“


Tengdar fréttir

Víðir orðinn afi: „Lífið er yndislegt“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og eiginkona hans, Sigrún María Kristjánsdóttir, eignuðust barnabarn á mánudaginn. Frá þessu greindi Víðir á Facebook-síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.