„Þetta getur ekki átt að vera svona,“ sagði Hjálmar Örn í byrjun og hafði áhyggjur af ferlinu. Eva Laufey var þó fljót að hughreysta keppendurna og segja þeim að leyndarmálið væri að þeyta, þeyta og þeyta. Frumraun þeirra var þó vægast sagt frjálsleg.
„Auðunn hvað er að gerast?“ spurði Eva Laufey þegar flórsykursmökkur umlukti hrærivélarskál hans á einum tímapunkti. Það gekk því á ýmsu í þessum skemmtilega bakstri.
„Það er gaman að baka,“ viðurkenndi Auðunn eftir að ná að bræða hvíta súkkulaðið og Hjálmar tók strax undir. „Þetta er mjög skemmtilegt, miklu skemmtilegra en ég hélt.“
Hægt er að horfa á smjörkremstilraun þessa tveggja keppenda í spilaranum hér fyrir neðan.