„Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 07:01 Hér má sjá Eddu og Dafnis á þriðjudagskvöldið rétt eftir að kötturinn fannst. „Hún týndist í byrjun október og þetta er innikisa, norskur skógarköttur sem er alveg einstaklega gæf og mikið keludýr, svona eins og lifandi tuskudýr,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, sem hefur leitað að kettinum sínum Dafnis í að verða hálft ár. Kisi týndist í október á síðasta ári og fannst svo loksins á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi. Edda er búsett í Skerjafirðinum. „Ég hef aldrei átt svona kött sem er svona blíð og gæf og mikið knúsidýr. Við skildum aldrei hvernig hún gat sloppið út því það voru allir gluggar lokaðir. Það var ein ráðgátan. Hún skaust stundum út en fór bara í næsta garð og kom strax aftur. Hún svaf alltaf upp í hjá okkur og svo vöknuðum við bara um morguninn og barnið okkar bara farið. Þá byrjum við að leita.“ Edda segir að samfélagið í Skerjafirðinum sé mjög þétt og gott og fólk hafi aðstoðað þau við leitina og auglýst eftir kettinum á samfélagsmiðlum. „Svo auglýsum við eftir henni á síðunni týnd/fundin dýr á Facebook sem er nú bara einhver yndislegasta síða sem til er. En við vorum mjög vongóð fyrst, að við myndum nú finna hana en það var bara eins og hún hafi gjörsamlega gufað upp. Svo líða dagarnir og við förum að leita út um allt, göngum í hús og biðjum nágranna okkar að leita aftur í bílskúrnum.“ Algjörlega ráðþrota Hún segist hafa leitað á hverjum einasta degi í mjög langan tíma. „Ég er búin að kynnast nágrönnum mínum mjög vel og líka dýrunum þeirra. Það voru margir kettir sem slógust í för með mér, enda var ég með harðfisk og svona með mér. En hvergi var kisa. Þú verður algjörlega ráðþrota og þetta er bara eins og að finna nál í heystakki. Maður kemst síðan inn í samfélag af fólki sem er að fylgjast með dýrum og reyna finna þau, ein slík kona hafði samband við mig og hún heitir Eygló Guðjónsdóttir og hún veitti mér ómetanlegan stuðning. Svo týndi vinkonan mín sinni kisu í átta mánuði og tíu daga og það gefur manni alltaf von.“ Edda segir að það sér með hreinum ólíkindum hvað dýrin geta lifað ef þau komast í vatn. „Ef þau lokast inni þá er voðinn vís. En það var hún Arnrún Bergljótardóttir sem heyrir í mjálmandi kisu úti á nesi við heimilið hennar. Hún tekur mynd af henni og póstar inn á þessa síðu týnd/fundin dýr. Bara einhvern veginn að nenna þessu, að hugsa kannski er hún týnd er ótrúlega fallegt,“ segir Edda og bætir við að Dafnis hafi ekki verið í slæmu ástandi og hefur einhvers staðar komist inn í skjól og vatn. Það var hún Eygló sem sá færsluna og tengdi strax við leit Eddu. Ljómaði öll upp „Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir. Eygló tengir þetta saman og það var hringt seint í gærkvöldi og við bara brunuðum beint, ég og sonur minn og þá var þetta Dafnis. Og þvílíkir fagnaðarfundir og hann á einmitt afmæli í dag og þetta var heldur betur besta gjöfin,“ segir Edda þegar blaðamaður ræddi við hana í gær. „Svo hitti dóttir okkar átta ára köttinn í morgun og það var alveg ótrúlega fallegt. Hún ljómaði öll upp og þvílík gleði. Ég get ekki ímyndað mér, hvernig það er fyrir fólk sem missir ástvin þannig að hann týnist. Það er hræðilegt, að vita ekki hvort dýri er lífs eða liðið eða hvort það sé hjá einhverjum góðum.“ Þegar kisan týndist var á planinu að fá sér hvolp og átti hann að mæta á heimilið aðeins nokkrum dögum eftir að Dafnis týndist. „Við frestuðum því að fá hvolpinn því við vildum ekki fá annað dýr inn á heimilið áður en kötturinn myndi finnast. Við frestum því um einhverja viku og svo bara finnst ekki kisa. Það var svo furðulegt að taka við litlum hvolpi og kisa týnd. Síðan núna þarf að kynna þær og það var nú ekkert spes, fyrsta kynningin. Það var hvæst og gelt.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Kisi týndist í október á síðasta ári og fannst svo loksins á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi. Edda er búsett í Skerjafirðinum. „Ég hef aldrei átt svona kött sem er svona blíð og gæf og mikið knúsidýr. Við skildum aldrei hvernig hún gat sloppið út því það voru allir gluggar lokaðir. Það var ein ráðgátan. Hún skaust stundum út en fór bara í næsta garð og kom strax aftur. Hún svaf alltaf upp í hjá okkur og svo vöknuðum við bara um morguninn og barnið okkar bara farið. Þá byrjum við að leita.“ Edda segir að samfélagið í Skerjafirðinum sé mjög þétt og gott og fólk hafi aðstoðað þau við leitina og auglýst eftir kettinum á samfélagsmiðlum. „Svo auglýsum við eftir henni á síðunni týnd/fundin dýr á Facebook sem er nú bara einhver yndislegasta síða sem til er. En við vorum mjög vongóð fyrst, að við myndum nú finna hana en það var bara eins og hún hafi gjörsamlega gufað upp. Svo líða dagarnir og við förum að leita út um allt, göngum í hús og biðjum nágranna okkar að leita aftur í bílskúrnum.“ Algjörlega ráðþrota Hún segist hafa leitað á hverjum einasta degi í mjög langan tíma. „Ég er búin að kynnast nágrönnum mínum mjög vel og líka dýrunum þeirra. Það voru margir kettir sem slógust í för með mér, enda var ég með harðfisk og svona með mér. En hvergi var kisa. Þú verður algjörlega ráðþrota og þetta er bara eins og að finna nál í heystakki. Maður kemst síðan inn í samfélag af fólki sem er að fylgjast með dýrum og reyna finna þau, ein slík kona hafði samband við mig og hún heitir Eygló Guðjónsdóttir og hún veitti mér ómetanlegan stuðning. Svo týndi vinkonan mín sinni kisu í átta mánuði og tíu daga og það gefur manni alltaf von.“ Edda segir að það sér með hreinum ólíkindum hvað dýrin geta lifað ef þau komast í vatn. „Ef þau lokast inni þá er voðinn vís. En það var hún Arnrún Bergljótardóttir sem heyrir í mjálmandi kisu úti á nesi við heimilið hennar. Hún tekur mynd af henni og póstar inn á þessa síðu týnd/fundin dýr. Bara einhvern veginn að nenna þessu, að hugsa kannski er hún týnd er ótrúlega fallegt,“ segir Edda og bætir við að Dafnis hafi ekki verið í slæmu ástandi og hefur einhvers staðar komist inn í skjól og vatn. Það var hún Eygló sem sá færsluna og tengdi strax við leit Eddu. Ljómaði öll upp „Það er erfitt að halda í vonina þegar svona margir mánuðir eru liðnir. Eygló tengir þetta saman og það var hringt seint í gærkvöldi og við bara brunuðum beint, ég og sonur minn og þá var þetta Dafnis. Og þvílíkir fagnaðarfundir og hann á einmitt afmæli í dag og þetta var heldur betur besta gjöfin,“ segir Edda þegar blaðamaður ræddi við hana í gær. „Svo hitti dóttir okkar átta ára köttinn í morgun og það var alveg ótrúlega fallegt. Hún ljómaði öll upp og þvílík gleði. Ég get ekki ímyndað mér, hvernig það er fyrir fólk sem missir ástvin þannig að hann týnist. Það er hræðilegt, að vita ekki hvort dýri er lífs eða liðið eða hvort það sé hjá einhverjum góðum.“ Þegar kisan týndist var á planinu að fá sér hvolp og átti hann að mæta á heimilið aðeins nokkrum dögum eftir að Dafnis týndist. „Við frestuðum því að fá hvolpinn því við vildum ekki fá annað dýr inn á heimilið áður en kötturinn myndi finnast. Við frestum því um einhverja viku og svo bara finnst ekki kisa. Það var svo furðulegt að taka við litlum hvolpi og kisa týnd. Síðan núna þarf að kynna þær og það var nú ekkert spes, fyrsta kynningin. Það var hvæst og gelt.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira