Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. mars 2021 19:54 Viltu giftast mér? Hallmar Thomsen Reimarsson „Ég var alltaf með einhverja svona bíómyndasenu í huga og þetta var búið að vera á planinu í smá tíma, ég hafði bara aldrei fundið rétta tímann. Svo byrjaði bara að gjósa,“ segir hinn nýtrúlofaði Ásmundur Þór Kristmundsson í samtali við Vísi. Ásmundur og kærasta hans Sunneva Ósk Axelsdóttir hafa verið saman í sjö og hálft ár. Saman eiga þau eitt barn en Sunneva átti þrjú börn fyrir. „Þetta gerðist bara í gær og hún vissi ekki neitt, hafði ekki hugmynd. Ég var búin að segja henni frá hugmynd sem ég hafði varðandi það að taka vörumyndir fyrir fyrirtækið hennar, Þriffélagið óskir og þrif. Við vorum að setja saman pakka með nýjum hreinsivörum og áhöldum sem ég stakk upp á að mynda í réttunum hjá ákveðnu þyrlusvæði þar sem gosið yrði í bakgrunn.“ Þegar þau mættu á svæðið fór Ásmundur út og bað Sunnevu að taka til þrifpakkann og gera klárt fyrir myndatökuna. „Þegar hún svo leit í átt að gosinu fór hún að hlæja því að það sást ekkert. Ég sagði henni þá að við myndum mynda smá á þessum stað og svo færa okkur nær gosinu. Svo kemur þyrlan og hún áttar sig ekkert á því hvað er að gerast.“ Ásmundur byrjaði að plana bónorðið um leið og það byrjaði að gjósa. Hallmar Thomsen Reimarsson Ásmundur segir Sunnevu hafa verið mjög hissa þegar hann svo bauð henni að koma í þyrluflugið og hún hafi greinilega ekkert vitað hvað biði hennar. „Ég var sjálfur ekki stressaður fyrir bónorðinu kannski en samt smá stressaður yfir því að allt myndi ganga upp, án þess að hún tæki eftir því.“ „Þegar við vorum komin að gosstöðvunum löbbuðum við í átt að fjallinu þar sem fólksfjöldinn var en þar sem það var svo mikill halli þar þá sá ég að sá staður hentaði ekki. Ég fann því stað þar sem ég sagðist ætla að taka fyrstu myndina og ljósmyndarinn kom sér fyrir. Sunneva var mjög spennt að halda áfram að labba í átt að fjallinu svo að þetta var allt mjög fyndið.“ Svo kastaði ég mér bara einhvern veginn niður, fór beint á skeljarnar og bað hana um að giftast mér. Ásmundur segist lengi hafa langað að bera upp bónorðið en tíminn hafi aldrei verið réttur. Hallmar Thomsen Reimarsson Ásmundur segist sem betur fer hafa fengið já og bónorðið heppnast fullkomlega. „Ég man eiginlega ekkert eftir þyrlufluginu til baka því maður var í svo mikilli geðshræringu, en þetta var algjörlega frábært.“ Aðspurður um viðbrögð barnanna við fréttunum segir Ásmundur þau hafa verið mjög skemmtileg og mismunandi. „Elsta barnið táraðist bara og yngsta barnið var bara alls ekki að trúa þessu,“ segir Ásmundur að lokum. Vísir óskar nýtrúlofaða parinu innilega til hamingju með eldheitu trúlofunina. Eldheit ást við glóandi hraunið. Hallmar Thomsen Reimarsson Ástin og lífið Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. 21. mars 2021 23:44 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Makamál Bone-orðin 10: Helga Margrét vill mann sem er vegan og með tískuvit Makamál Bone-orðin 10: Haffi elskar góðan mat og gellur Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ásmundur og kærasta hans Sunneva Ósk Axelsdóttir hafa verið saman í sjö og hálft ár. Saman eiga þau eitt barn en Sunneva átti þrjú börn fyrir. „Þetta gerðist bara í gær og hún vissi ekki neitt, hafði ekki hugmynd. Ég var búin að segja henni frá hugmynd sem ég hafði varðandi það að taka vörumyndir fyrir fyrirtækið hennar, Þriffélagið óskir og þrif. Við vorum að setja saman pakka með nýjum hreinsivörum og áhöldum sem ég stakk upp á að mynda í réttunum hjá ákveðnu þyrlusvæði þar sem gosið yrði í bakgrunn.“ Þegar þau mættu á svæðið fór Ásmundur út og bað Sunnevu að taka til þrifpakkann og gera klárt fyrir myndatökuna. „Þegar hún svo leit í átt að gosinu fór hún að hlæja því að það sást ekkert. Ég sagði henni þá að við myndum mynda smá á þessum stað og svo færa okkur nær gosinu. Svo kemur þyrlan og hún áttar sig ekkert á því hvað er að gerast.“ Ásmundur byrjaði að plana bónorðið um leið og það byrjaði að gjósa. Hallmar Thomsen Reimarsson Ásmundur segir Sunnevu hafa verið mjög hissa þegar hann svo bauð henni að koma í þyrluflugið og hún hafi greinilega ekkert vitað hvað biði hennar. „Ég var sjálfur ekki stressaður fyrir bónorðinu kannski en samt smá stressaður yfir því að allt myndi ganga upp, án þess að hún tæki eftir því.“ „Þegar við vorum komin að gosstöðvunum löbbuðum við í átt að fjallinu þar sem fólksfjöldinn var en þar sem það var svo mikill halli þar þá sá ég að sá staður hentaði ekki. Ég fann því stað þar sem ég sagðist ætla að taka fyrstu myndina og ljósmyndarinn kom sér fyrir. Sunneva var mjög spennt að halda áfram að labba í átt að fjallinu svo að þetta var allt mjög fyndið.“ Svo kastaði ég mér bara einhvern veginn niður, fór beint á skeljarnar og bað hana um að giftast mér. Ásmundur segist lengi hafa langað að bera upp bónorðið en tíminn hafi aldrei verið réttur. Hallmar Thomsen Reimarsson Ásmundur segist sem betur fer hafa fengið já og bónorðið heppnast fullkomlega. „Ég man eiginlega ekkert eftir þyrlufluginu til baka því maður var í svo mikilli geðshræringu, en þetta var algjörlega frábært.“ Aðspurður um viðbrögð barnanna við fréttunum segir Ásmundur þau hafa verið mjög skemmtileg og mismunandi. „Elsta barnið táraðist bara og yngsta barnið var bara alls ekki að trúa þessu,“ segir Ásmundur að lokum. Vísir óskar nýtrúlofaða parinu innilega til hamingju með eldheitu trúlofunina. Eldheit ást við glóandi hraunið. Hallmar Thomsen Reimarsson
Ástin og lífið Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. 21. mars 2021 23:44 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Makamál Bone-orðin 10: Helga Margrét vill mann sem er vegan og með tískuvit Makamál Bone-orðin 10: Haffi elskar góðan mat og gellur Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01
Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. 21. mars 2021 23:44
Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30