Algjör samstaða meðal liða í Pepsi Max karla í knattspyrnu að taka upp úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 14:40 Valsmenn eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu en deildin í fyrra kláraðist þó án þess að allar 22 umferðirnar voru spilaðar. Vísir/Bára Félögin í efstu deild karla hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um framtíðarfyrirkomulag á Pepsi Max deildinni. Tillaga um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla var felld á síðasta ársþingi KSÍ, hvorki var samþykkt að fjölga liðum í fjórtán úr tólf eða að taka upp tillögu stjórnar KSÍ um að vera með úrslitakeppni í efri og neðri hluta deildarinnar. Félögin í efstu deild hafa nú fundað um málið og sendu í dag frá sér yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þar kemur fram að niðurstaðan úr viðræðunum er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika að minnsta kosti tímabundið. Félögin vilja taka upp breytingatillögu frá stjórn KSÍ um að taka upp fimm leikja úrslitakeppni eftir að 22 umferðum er lokið í deildinni. Þar fara sex lið í efri hluta og sex lið í neðri hluta. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Tillaga um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla var felld á síðasta ársþingi KSÍ, hvorki var samþykkt að fjölga liðum í fjórtán úr tólf eða að taka upp tillögu stjórnar KSÍ um að vera með úrslitakeppni í efri og neðri hluta deildarinnar. Félögin í efstu deild hafa nú fundað um málið og sendu í dag frá sér yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þar kemur fram að niðurstaðan úr viðræðunum er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika að minnsta kosti tímabundið. Félögin vilja taka upp breytingatillögu frá stjórn KSÍ um að taka upp fimm leikja úrslitakeppni eftir að 22 umferðum er lokið í deildinni. Þar fara sex lið í efri hluta og sex lið í neðri hluta. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár.
Yfirlýsing um samstöðu félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Í ljósi umræðu í knattspyrnuhreyfingunni um stækkun Íslandsmóts efstu deildar karla í kjölfar Ársþings KSÍ vilja félög efstu deildar koma eftirfarandi á framfæri: Á 75. Ársþingi KSÍ var lögð fram tillaga starfshóps um keppnisfyrirkomulag efstu deildar karla. Fól það fyrirkomulag í sér 12 liða deild þar sem leikið er heima og að heiman líkt og nú er ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppninni myndi efri hluti deildarinnar leika hvert við annað og sama fyrirkomulag í neðri hluta deildarinnar. Með þessu móti skapast mikil keppni allt frá neðri hluta deildarinnar upp í titil- og evrópubaráttu. Öll lið munu kappkosta að vera í efri hluta deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst. Úrslitakeppni mótsins er form með hæfilegri fjölgun leikja sem gefur ýmis markaðsleg tækifæri m.a. í sölu sjónvarps-og markaðsréttinda. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum eru til þess fallið að ná viðspyrnu á stöðu deidarinnar í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til styrkleikalista UEFA og að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi. Forráðamenn félaga í efstu deild karla hafa fundað um þetta málefni og niðurstaðan er algjör samstaða um að láta breytt fyrirkomulag verða að veruleika a.m.k. tímabundið. Með undirritun þessarar yfirlýsingar lýsa formenn stjórna viðkomandi félaga efstu deildar yfir stuðningi við áðurnefnda tillögu og heita því að styðja nauðsynlega breytingu á lögum KSÍ á næsta ársþingi KSÍ 2022 með það fyrir augum að keppnisfyrirkomulagið taki gildi sama ár.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira