Lífið

Pabbi Meg­han Mark­le vill í við­tal við Opruh

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Thomas Markle hefur lengi sóst eftir því að segja sína hlið af deilunum við Meghan. 
Thomas Markle hefur lengi sóst eftir því að segja sína hlið af deilunum við Meghan.  Vísir

Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, hefur óskað eftir því að fara í viðtal hjá Opruh Winfrey til þess að segja sína hlið af erjum hans við Meghan. Markle afhenti Opruh sjálfur bréf, þar sem hann óskaði eftir viðtalinu.

Markle lagði leið sína að heimili Opruh í Montecito í Kaliforníu á fimmtudag. Þar sást hann á myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum afhenda öryggisvörðum bréf sem stílað var á Opruh. Samkvæmt frétt The Sun óskaði hann í bréfinu eftir viðtali hjá Opruh.

Oprah tók í byrjun þessa mánaðar viðtal við Meghan Markle og eiginmann hennar prins Harry sem vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan meðal annars um það að henni hafi liðið eins og faðir hennar hafi svikið sig eftir að hann lak bréfi, sem hún sendi honum, í fjölmiðla í aðdraganda brúðkaups hennar og Harrys árið 2018.

Samkvæmt frétt Page Six hefur Markle lengi sóst eftir viðtali hjá Opruh til þess að deila sinni upplifun af deilunum við dóttur sína. Þau hafa að sögn ekki talast við í fjölda ára.


Tengdar fréttir

Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn

Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

Harry prins til BetterUp

Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.