„Farþegum er bara blandað saman“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 16:24 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ósáttur við upplýsingagjöf félagsins, sem blandaði saman farþegum frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, svæðum sem skilgreind eru sem misáhættusöm með tilliti til Covid-19. „Við flugum í gær [laugardag] með Icelandair frá Kaupmannahöfn. Við fengum tölvupóst á föstudagskvöld um að það sé búið að aflýsa fluginu og bóka okkur á annað flug,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Hjalti hafi þá kíkt á netið til þess að kanna hvort vélin hefði örugglega farið frá Keflavík um morguninn. Hann sá þó enga brottfararvél til Kaupmannahafnar þann daginn. Þá hafi komið í ljós að flugið sem Hjalti og fjölskylda hans höfðu verið færð á færi frá Keflavík til Stokkhólms, þaðan til Kaupmannahafnar, og loks aftur til Keflavíkur. „Þau fljúga til Stokkhólms, hálfylla vélina þar og fljúga síðan til Kaupmannahafnar, þar sem farþegum er bara blandað saman. Þetta eru auðvitað tvö svæði þar sem er mismunandi smittíðni. Svíþjóð er eldrautt land en Kaupmannahöfn er gul,“ segir Hjalti og vísar til áhættukorts á vegum Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þar er Kaupmannahöfn inni á appelsínugulu svæði, en Svíþjóð nánast öll rauð. Það þýðir að nýgengi kórónuveirutilfella í síðarnefndu borginni er meira en í Kaupmannahöfn. Eins og stendur er Ísland eina græna landið á korti stofnunarinnar. Umrætt kort þar sem lönd litast eftir nýgengi smita síðustu 14 daga. Kortið er uppfært vikulega og var síðast uppfært 25. mars.ECDC Ósáttur við upplýsingagjöf Hjalti segir að ekki hafi fengist upplýsingar um fyrirhugaða sameiningu flugferða fyrr en hann hringdi sjálfur í þjónustuver flugfélagsins. Þar hafi fengist þau svör að félagið gripi til þessa ráðs í stað þess að fella niður flug til annars áfangastaðarins. „Við höfðum ekki um neitt annað að velja en að fara í þetta flug, en vonuðum að vélinni yrði í það minnsta skipt upp. Þegar við komum um borð var þó fólkið fyrir framan okkur að koma frá Stokkhólmi,“ segir Hjalti. Hann bætir því við að frænka hans hafi verið í sama flugi. Hún hafi verið að koma frá Stokkhólmi en við hliðina á henni hafi verið farþegi frá Kaupmannahöfn. Hún hafi heldur ekki fengið tölvupóst um að búið væri að breyta fluginu í „þríhyrningsflug,“ eins og það er kallað. „Ég veit ekki hvernig yrði tekið á þessu ef þessi litakóði væri kominn í gagnið. Þá skiptir engu máli hvort maður er að koma frá grænu landi ef helmingurinn af flugvélinni er rauður,“ segir Hjalti. Fyrirhugað er að litakóðakerfi taki gildi á landamærum Íslands 1. maí næstkomandi. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Það er greinilega ekki verið að spá mikið í þessu, því fólk frá mismunandi stöðum situr hlið við hlið. Það er ekki verið að skipta vélinni upp. Ég veit ekki hvort þau halda þessu áfram eftir að litakóðakerfið verður tekið í gagnið. Þetta er í það minnsta ekki mjög upplýsandi fyrir farþega, að þessu sé hagað svona,“ segir Hjalti. Vilja forðast að fella niður flug Í samtali við Vísi segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að með svokölluðum þríhyrningsflugum, þar sem þrír áfangastaðir koma við sögu í hverri ferð, sé félagið að reyna að sinna þeirri takmörkuðu eftirspurn eftir flugferðum sem til staðar sé. „Á þessum tímum eru mjög fáir að ferðast og við með talsvert færri flug en á venjulegum tímum. Í stað þess að þurfa að fella niður annað hvort þessara fluga höfum við skipulagt þessi svokölluðu þríhyrningsflug, til þess að geta sinnt báðum þessum mörkuðum, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.“ Ásdís segir það eiga að vera verklagið að láta farþega vita að flugferðum þeirra hafi verið breytt í þríhyrningsflug. Það virðist þó hafa farið forgörðum í þríhyrningsfluginu Stokkhólmur – Kaupmannahöfn – Keflavík í gær. Almennt eigi að koma einn sjálfvirkur póstur úr kerfi Icelandair um að flugi hafi verið breytt, og svo annar þar sem nánar er útskýrt hvernig umræddum breytingum er háttað. Hún hvetur þá fólk sem telur þetta hafa farið forgörðum í sinni flugbókun til að hafa samband við félagið. Tölvupósturinn sem aldrei kom. Hér má sjá dæmi um tölvupóst sem farþegar eiga að fá þegar flugi þeirra er breytt í þríhyrningsflug.Icelandair Aðspurð segir Ásdís ákvörðunina ekki byggja á sjónarmiðum um mishátt nýgengi smita milli svæða, líkt og í tilfellinu sem hér um ræðir. „Hins vegar þurfum við alltaf að hafa þetta í huga og hafa í huga ferðatakmarkanir sem breytast mjög hratt. Við alla ákvarðanatöku.“ segir Ásdís og bætir við að ákvarðanir um þríhyrningsflug séu teknar til þess að komast hjá því að fella niður flugferðir og til að lengja flugtíma ekki um of. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hjalti Páll Þorvarðarson er ósáttur við upplýsingagjöf félagsins, sem blandaði saman farþegum frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, svæðum sem skilgreind eru sem misáhættusöm með tilliti til Covid-19. „Við flugum í gær [laugardag] með Icelandair frá Kaupmannahöfn. Við fengum tölvupóst á föstudagskvöld um að það sé búið að aflýsa fluginu og bóka okkur á annað flug,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Hjalti hafi þá kíkt á netið til þess að kanna hvort vélin hefði örugglega farið frá Keflavík um morguninn. Hann sá þó enga brottfararvél til Kaupmannahafnar þann daginn. Þá hafi komið í ljós að flugið sem Hjalti og fjölskylda hans höfðu verið færð á færi frá Keflavík til Stokkhólms, þaðan til Kaupmannahafnar, og loks aftur til Keflavíkur. „Þau fljúga til Stokkhólms, hálfylla vélina þar og fljúga síðan til Kaupmannahafnar, þar sem farþegum er bara blandað saman. Þetta eru auðvitað tvö svæði þar sem er mismunandi smittíðni. Svíþjóð er eldrautt land en Kaupmannahöfn er gul,“ segir Hjalti og vísar til áhættukorts á vegum Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þar er Kaupmannahöfn inni á appelsínugulu svæði, en Svíþjóð nánast öll rauð. Það þýðir að nýgengi kórónuveirutilfella í síðarnefndu borginni er meira en í Kaupmannahöfn. Eins og stendur er Ísland eina græna landið á korti stofnunarinnar. Umrætt kort þar sem lönd litast eftir nýgengi smita síðustu 14 daga. Kortið er uppfært vikulega og var síðast uppfært 25. mars.ECDC Ósáttur við upplýsingagjöf Hjalti segir að ekki hafi fengist upplýsingar um fyrirhugaða sameiningu flugferða fyrr en hann hringdi sjálfur í þjónustuver flugfélagsins. Þar hafi fengist þau svör að félagið gripi til þessa ráðs í stað þess að fella niður flug til annars áfangastaðarins. „Við höfðum ekki um neitt annað að velja en að fara í þetta flug, en vonuðum að vélinni yrði í það minnsta skipt upp. Þegar við komum um borð var þó fólkið fyrir framan okkur að koma frá Stokkhólmi,“ segir Hjalti. Hann bætir því við að frænka hans hafi verið í sama flugi. Hún hafi verið að koma frá Stokkhólmi en við hliðina á henni hafi verið farþegi frá Kaupmannahöfn. Hún hafi heldur ekki fengið tölvupóst um að búið væri að breyta fluginu í „þríhyrningsflug,“ eins og það er kallað. „Ég veit ekki hvernig yrði tekið á þessu ef þessi litakóði væri kominn í gagnið. Þá skiptir engu máli hvort maður er að koma frá grænu landi ef helmingurinn af flugvélinni er rauður,“ segir Hjalti. Fyrirhugað er að litakóðakerfi taki gildi á landamærum Íslands 1. maí næstkomandi. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Það er greinilega ekki verið að spá mikið í þessu, því fólk frá mismunandi stöðum situr hlið við hlið. Það er ekki verið að skipta vélinni upp. Ég veit ekki hvort þau halda þessu áfram eftir að litakóðakerfið verður tekið í gagnið. Þetta er í það minnsta ekki mjög upplýsandi fyrir farþega, að þessu sé hagað svona,“ segir Hjalti. Vilja forðast að fella niður flug Í samtali við Vísi segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að með svokölluðum þríhyrningsflugum, þar sem þrír áfangastaðir koma við sögu í hverri ferð, sé félagið að reyna að sinna þeirri takmörkuðu eftirspurn eftir flugferðum sem til staðar sé. „Á þessum tímum eru mjög fáir að ferðast og við með talsvert færri flug en á venjulegum tímum. Í stað þess að þurfa að fella niður annað hvort þessara fluga höfum við skipulagt þessi svokölluðu þríhyrningsflug, til þess að geta sinnt báðum þessum mörkuðum, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.“ Ásdís segir það eiga að vera verklagið að láta farþega vita að flugferðum þeirra hafi verið breytt í þríhyrningsflug. Það virðist þó hafa farið forgörðum í þríhyrningsfluginu Stokkhólmur – Kaupmannahöfn – Keflavík í gær. Almennt eigi að koma einn sjálfvirkur póstur úr kerfi Icelandair um að flugi hafi verið breytt, og svo annar þar sem nánar er útskýrt hvernig umræddum breytingum er háttað. Hún hvetur þá fólk sem telur þetta hafa farið forgörðum í sinni flugbókun til að hafa samband við félagið. Tölvupósturinn sem aldrei kom. Hér má sjá dæmi um tölvupóst sem farþegar eiga að fá þegar flugi þeirra er breytt í þríhyrningsflug.Icelandair Aðspurð segir Ásdís ákvörðunina ekki byggja á sjónarmiðum um mishátt nýgengi smita milli svæða, líkt og í tilfellinu sem hér um ræðir. „Hins vegar þurfum við alltaf að hafa þetta í huga og hafa í huga ferðatakmarkanir sem breytast mjög hratt. Við alla ákvarðanatöku.“ segir Ásdís og bætir við að ákvarðanir um þríhyrningsflug séu teknar til þess að komast hjá því að fella niður flugferðir og til að lengja flugtíma ekki um of.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira