„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 29. mars 2021 23:34 Kári Egilsson hefur stundað píanónám frá unga aldri og stefnir nú á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Stöð 2 Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. Kári mun síðar í maí einnig ljúka prófi sínu í klassískum píanóleik frá sama skóla en hann hefur samhliða lagt stund á báðar greinar undanfarin ár. Það má segja að tónlistin nánast velli upp úr Kára en hann byrjaði ungur að spila og semja eigið efni. „Ég byrjaði sjö ára í píanónámi en svo fór ég að fikta á píanóið sem við áttum heima, það hljómaði kannski ekki mjög vel þá, en svo fór ég að læra klassík í Do Re Mí skólanum hjá Birnu Bjarnadóttur, hún hjálpaði mér mikið,“ segir Kári. „Svo fór ég að skoða djass þegar ég var um tíu ára gamall og fór þá til Eyþórs Gunnarssonar,“ segir Kári. Kári segir áhugann á tónlistinni líklega hafa byrjað þegar hann fór að fikta við píanóið heima, sem mamma hans fékk í fermingargjöf á sínum tíma. Hann segist svo hafa drukkið í sig tónlistina sem var til á heimilinu. Sjónvarpsferill ekki hans svið Pabbi Kára er hinn landsþekkti blaða- og sjónvarpsmaður Egill Helgason og móðir hans er Sigurveig Káradóttir veitingakona. Þið pabbi þinn eru frekar líkir í útliti en eruð þið líkir að eðlisfari líka? „Að sumu leiti en ekki öllu. Hann er kannski meira félagsblóm en ég og ég er meira fyrir það að sökkva mér djúpt í eitthvað eitt en hann hefur breiða þekkingu á mörgum sviðum,“ segir Kári. Hann segist ekki halda að hann gæti orðið sjónvarpsmaður eins og pabbi hans. „Ég held að greinin mín sé ekki þar.“ Stefnir á framhaldsnám í Bandaríkjunum Kári segist sjálfur vera alæta á tónlist, hann hlustar á jass, rokk, popp og klassík og segir erfitt að benda á eina tónlistarstefnu sem hann fílar umfram aðra. Hann segir þó að hann hafi sjálfur mest gaman af því að skapa og því sé djassinn nokkurskonar ástríða hans. „Ég hef grætt mikið úr klassísku tónlistinni en ég held að ég sé betri í skapandi hliðinni. En ég kann mikið að meta þennan skóla fyrir að geta sameinað þessar greinar,“ segir Kári. Kári stefnir á að gera tónlistina að starfsferli.Stöð 2 Kári hyggur á framhaldsnám í píanóleik í Bandaríkjunum eftir að Covid sleppir en hann hefur dvalið talsvert þar og sótt fjölda námskeiða hjá hinum virta tónlistarháskóla Berklee í Massachusets. „Ég hef farið þrisvar til Berklee í Boston. Ég hef mikla reynslu af skólanum, þar eru góðir kennarar þannig að ég býst við að hann verði alla vega á listanum. Kannski einn af bestu rytmísku tónlistarskólum í heimi. En ég mun örugglega sækja um fleiri skóla líka,“ segir Kári. Hann stefnir á í framhaldsnáminu að leggja áherslu á það að skapa tónlist. „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist, bæði tæknilega séð og bara kynnst fullt af fallegri tónlist. En ástríða mín er meira í að skapa og að spila en að spila verk eftir aðra,“ segir Kári. Spilar í marga klukkutíma á dag Þeir sem þekkja Kára segja mjög erfitt að fá hann til að gera hluti sem hann hefur ekki áhuga á. Hann hefur annars mikla einbeitingagáfu og getur til að mynda unnið að tónlistinni í marga klukkutíma á hverjum degi. En hvað æfir Kári oft á dag? „Tja, pabbi myndi segja ekki nógu mikið. Nei ég segi svona,“ segir Kári í gríni. „Það fer nú eftir því. Að æfa ákveðin verk er kannski klukkutími en að spila og semja bæði í djassinum og öllum stílum þá er mjög stór deginum í tónlist. Margir klukkutímar. Ég mætti kannski vera duglegri við að æfa skala,“ segir Kári. Um tíma lagði Kári svolitla áherslu á skákina og stúderaði hana í bak og fyrir en missti svo áhugan á henni og sneri sér að aftur heilshugar að tónlistinni. Hann hefur þó einnig gaman af kvikmyndum og sjónvarpi og leyfir sér stundum að glápa á góðar bíómyndir á milli æfinga. Kári spilar reglulega á sviði og segist ekki verða stressaður áður en hann stígur á stokk.Stöð 2 „Ég hef nú alltaf haft mest gaman af gamanmyndum og gamanþáttum frá níunda áratugnum og ég elst upp á 80‘s gamanmyndum,“ segir Kári. Verður ekki stressaður áður en hann stígur á svið Fyrir tveimur árum þegar Kári var einungis sextán ára gamall hlaut hann hvatningarverðlaun ASCAP sem eru samtök tónskálda í Bandaríkjunum en þar var Kári heiðraður sem upprennandi tónskáld og lagahöfundur. Verðlaunin, sem kennd voru við lagahöfundinn Desmond Child, voru veitt við hátíðlega athöfn í Lincoln Center í New York þar sem Kári lék frumsamið lag fyrir framan fullan sal af áhrifafólki í tónlistarbransanum vestanhafs. En Kári segist hafa jafn gaman að því að spila á tónleikum eins og að sitja heima og semja tónlist. Kári byrjaði að fikta á píanóið þegar hann var mjög ungur.Stöð 2 „Það er mikið adrenalín sem kemur af því að spila á tónleikum fyrir framan fólk. Það er líka mjög gefandi að semja eitthvað sem maður er ánægður með, það er mjög góð tilfinning,“ segir Kári. Hann segist ekki verða stressaður áður en hann fer á svið. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef auðvitað spilað frá því ég var lítill þannig að ég hef vanist því.“ „Ég er ekki nógu góður í neinu öðru til þess að geta gert það að neinum ferli“ Og Kári segist nokkuð viss um að tónlistin verði hans aðal atvinnugrein í framtíðinni. „Það er í rauninni ekkert annað sem kemur til greina. Ég er ekki nógu góður í neinu öðru til þess að geta gert það að neinum ferli. Og ég hef bara brennandi áhuga á því þannig að það er engin ástæða til að gera neitt annað,“ segir Kári. Hann segist þó ekki vera búinn að sjá framtíðina fyrir sér nákvæmlega enda margt sem komi til greina. „Að semja, flytja, ég er ekki alveg viss, útsetja. Bara fjölbreytt,“ segir Kári. Hann gæti jafnvel séð fyrir sér að verða kvikmyndatónskáld. Þá segir hann að sér þyki óþægilegt þegar fólk tali um hann sem undrabarn í tónlist. „Ég kann samt að meta það líka, að fá hrós,“ segir Kári. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Kári mun síðar í maí einnig ljúka prófi sínu í klassískum píanóleik frá sama skóla en hann hefur samhliða lagt stund á báðar greinar undanfarin ár. Það má segja að tónlistin nánast velli upp úr Kára en hann byrjaði ungur að spila og semja eigið efni. „Ég byrjaði sjö ára í píanónámi en svo fór ég að fikta á píanóið sem við áttum heima, það hljómaði kannski ekki mjög vel þá, en svo fór ég að læra klassík í Do Re Mí skólanum hjá Birnu Bjarnadóttur, hún hjálpaði mér mikið,“ segir Kári. „Svo fór ég að skoða djass þegar ég var um tíu ára gamall og fór þá til Eyþórs Gunnarssonar,“ segir Kári. Kári segir áhugann á tónlistinni líklega hafa byrjað þegar hann fór að fikta við píanóið heima, sem mamma hans fékk í fermingargjöf á sínum tíma. Hann segist svo hafa drukkið í sig tónlistina sem var til á heimilinu. Sjónvarpsferill ekki hans svið Pabbi Kára er hinn landsþekkti blaða- og sjónvarpsmaður Egill Helgason og móðir hans er Sigurveig Káradóttir veitingakona. Þið pabbi þinn eru frekar líkir í útliti en eruð þið líkir að eðlisfari líka? „Að sumu leiti en ekki öllu. Hann er kannski meira félagsblóm en ég og ég er meira fyrir það að sökkva mér djúpt í eitthvað eitt en hann hefur breiða þekkingu á mörgum sviðum,“ segir Kári. Hann segist ekki halda að hann gæti orðið sjónvarpsmaður eins og pabbi hans. „Ég held að greinin mín sé ekki þar.“ Stefnir á framhaldsnám í Bandaríkjunum Kári segist sjálfur vera alæta á tónlist, hann hlustar á jass, rokk, popp og klassík og segir erfitt að benda á eina tónlistarstefnu sem hann fílar umfram aðra. Hann segir þó að hann hafi sjálfur mest gaman af því að skapa og því sé djassinn nokkurskonar ástríða hans. „Ég hef grætt mikið úr klassísku tónlistinni en ég held að ég sé betri í skapandi hliðinni. En ég kann mikið að meta þennan skóla fyrir að geta sameinað þessar greinar,“ segir Kári. Kári stefnir á að gera tónlistina að starfsferli.Stöð 2 Kári hyggur á framhaldsnám í píanóleik í Bandaríkjunum eftir að Covid sleppir en hann hefur dvalið talsvert þar og sótt fjölda námskeiða hjá hinum virta tónlistarháskóla Berklee í Massachusets. „Ég hef farið þrisvar til Berklee í Boston. Ég hef mikla reynslu af skólanum, þar eru góðir kennarar þannig að ég býst við að hann verði alla vega á listanum. Kannski einn af bestu rytmísku tónlistarskólum í heimi. En ég mun örugglega sækja um fleiri skóla líka,“ segir Kári. Hann stefnir á í framhaldsnáminu að leggja áherslu á það að skapa tónlist. „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist, bæði tæknilega séð og bara kynnst fullt af fallegri tónlist. En ástríða mín er meira í að skapa og að spila en að spila verk eftir aðra,“ segir Kári. Spilar í marga klukkutíma á dag Þeir sem þekkja Kára segja mjög erfitt að fá hann til að gera hluti sem hann hefur ekki áhuga á. Hann hefur annars mikla einbeitingagáfu og getur til að mynda unnið að tónlistinni í marga klukkutíma á hverjum degi. En hvað æfir Kári oft á dag? „Tja, pabbi myndi segja ekki nógu mikið. Nei ég segi svona,“ segir Kári í gríni. „Það fer nú eftir því. Að æfa ákveðin verk er kannski klukkutími en að spila og semja bæði í djassinum og öllum stílum þá er mjög stór deginum í tónlist. Margir klukkutímar. Ég mætti kannski vera duglegri við að æfa skala,“ segir Kári. Um tíma lagði Kári svolitla áherslu á skákina og stúderaði hana í bak og fyrir en missti svo áhugan á henni og sneri sér að aftur heilshugar að tónlistinni. Hann hefur þó einnig gaman af kvikmyndum og sjónvarpi og leyfir sér stundum að glápa á góðar bíómyndir á milli æfinga. Kári spilar reglulega á sviði og segist ekki verða stressaður áður en hann stígur á stokk.Stöð 2 „Ég hef nú alltaf haft mest gaman af gamanmyndum og gamanþáttum frá níunda áratugnum og ég elst upp á 80‘s gamanmyndum,“ segir Kári. Verður ekki stressaður áður en hann stígur á svið Fyrir tveimur árum þegar Kári var einungis sextán ára gamall hlaut hann hvatningarverðlaun ASCAP sem eru samtök tónskálda í Bandaríkjunum en þar var Kári heiðraður sem upprennandi tónskáld og lagahöfundur. Verðlaunin, sem kennd voru við lagahöfundinn Desmond Child, voru veitt við hátíðlega athöfn í Lincoln Center í New York þar sem Kári lék frumsamið lag fyrir framan fullan sal af áhrifafólki í tónlistarbransanum vestanhafs. En Kári segist hafa jafn gaman að því að spila á tónleikum eins og að sitja heima og semja tónlist. Kári byrjaði að fikta á píanóið þegar hann var mjög ungur.Stöð 2 „Það er mikið adrenalín sem kemur af því að spila á tónleikum fyrir framan fólk. Það er líka mjög gefandi að semja eitthvað sem maður er ánægður með, það er mjög góð tilfinning,“ segir Kári. Hann segist ekki verða stressaður áður en hann fer á svið. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef auðvitað spilað frá því ég var lítill þannig að ég hef vanist því.“ „Ég er ekki nógu góður í neinu öðru til þess að geta gert það að neinum ferli“ Og Kári segist nokkuð viss um að tónlistin verði hans aðal atvinnugrein í framtíðinni. „Það er í rauninni ekkert annað sem kemur til greina. Ég er ekki nógu góður í neinu öðru til þess að geta gert það að neinum ferli. Og ég hef bara brennandi áhuga á því þannig að það er engin ástæða til að gera neitt annað,“ segir Kári. Hann segist þó ekki vera búinn að sjá framtíðina fyrir sér nákvæmlega enda margt sem komi til greina. „Að semja, flytja, ég er ekki alveg viss, útsetja. Bara fjölbreytt,“ segir Kári. Hann gæti jafnvel séð fyrir sér að verða kvikmyndatónskáld. Þá segir hann að sér þyki óþægilegt þegar fólk tali um hann sem undrabarn í tónlist. „Ég kann samt að meta það líka, að fá hrós,“ segir Kári.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira