Segir framtíð íslenska landsliðsins bjarta en langaði að eiga möguleika á að komast á HM Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 1. apríl 2021 13:01 Steinunn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Vísir ræddi við Steinunni Björnsdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins, um leikina mikilvægu gegn Slóveníu í apríl. Steinunn verður því miður ekki með eftir að hafa slitið krossband í Norður-Makedóníu þar sem Ísland tryggði sér á endanum leiki í umspili um sæti á HM 2021. „Ég tel að landsliðið hafi tekið gríðarlega miklum framförum á síðustu mánuðum. Kannski erfitt að segja það því við höfum ekkert verið að æfa að viti út af Covid-19 en mér fannst þetta verkefni gefa mjög góðar vonir um næstu mánuði og ár. Það var góð stemning í hópnum og þrátt fyrir að tveir af þremur andstæðingum hafi ekki verið sérlega sterkir má ekki taka það af okkur að við spiluðum vel sem lið. Þau sem eru ekki inn á vellinum eða partur af hópnum sjá það ekki en það er gríðarlega mikil stemning í liðinu.“ „Við erum allar mjög bjartsýnar og jákvæðar yfir framhaldinu. Þess vegna finnst mér enn erfiðara að vera detta út, langaði að vera partur af því og eiga möguleika á að komast á HM 2021. Þannig ég er ofboðslega sorgmædd að vera missa af því,“ sagði Steinunn um íslenska liðið og meiðslin sem hún varð fyrir í tapinu gegn Norður-Makedóníu. Þar sleit hún krossband er hún lenti illa á stönginni eftir að hafa skorað mark úr hraðaupphlaupi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Möguleikar Íslands Ísland leikur tvo leiki við Slóveníu í apríl í umspili um sæti á HM sem fram fer í desember. „Ég tel að við eigum mikla möguleika gegn þessu liði. Ef við erum með flesta okkar leikmenn heila og í góðu standi held ég að við eigum góða möguleika. Held það sé aðallega þessi trú sem er komin inn í landsliðið á eigin getu og eigin frammistöðu. Held að það muni hjálpa gríðarlega.“ „Ég veit að þetta lið er mjög sterkt og þær hafa verið á stórmótum undanfarin ár sem við höfum ekki verið svo augljóslega eru þær sterkari en við. Þær hafa samt sem áður ekki verið í toppsætunum svo þetta er skásti drátturinn sem var í boði og ég held að það gefi stelpunum byr undir báða vængi að vita að við eigum alveg séns og rúmlega það. Ég hlakka ótrúlega að fylgjast með þeim og sjá hvernig þessir leikir fara,“ sagði Steinunn um leikina tvo gegn Slóveníu. Miklar breytingar Arnar Pétursson gerði alls níu breytingar á íslenska hópnum sem tók þátt í undankeppni HM í Norður-Makedóníu og hópnum þar á undan. „Það hafa verið miklar breytingar á liðinu undanfarin ár en mér fannst í þessu verkefni vera mjög mikill samhugur í hópnum. Þetta var auðvitað langur tími þar sem við vorum saman og allar ofboðslega spenntar að hittast og byrja aftur að spila fyrir hönd Íslands. Held það hafi verið rosalega mikill samhugur í hópnum. Ef ég tala út frá mér leið mér eins og þessi hópur hefði bara alltaf verið saman.“ „Veit að það er klisja að segja það en ég í raun og veru upplifði það. Held samt sem áður, af því við erum margar að spila heima og þekkjumst mjög vel – þó við séum ekki allar mjög góðar vinkonur – þá vitum við af hvor annarri og ég held að það spili stóran þátt í því að öllum hafi liðið vel og það hafi verið góð stemning.“ Anna Úrsúla og Karen Knútsdóttir verða með gegn Slóveníu „Þessir tveir stólpar eru frábærir. Við vonuðumst til að Karen yrði með síðast en það var ekki hægt þar sem hún var nýbúin að eignast barn og það er fullkomlega skiljanlegt. Að fá Önnu Úrsúlu inn, þann karakter og reynslu sem hún býr yfir er frábær viðbót fyrir þennan hóp. Það eru margar þarna sem hafa spilað fáa landsleiki svo ég held það sé ótrúlega mikilvægt að fá hana inn og ég hef heyrt að hún býr til ákveðið sjálfstraust í leikmönnum. Að hafa hana nálægt sér og vita af henni þarna, það gefur að ég held liðinu ótrúlega mikið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að endingu. Klippa: Steinunn um landsliðið Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsfyrirliðinn með slitið krossband Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband. 30. mars 2021 17:46 Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka „Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag. 23. mars 2021 14:01 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Ég tel að landsliðið hafi tekið gríðarlega miklum framförum á síðustu mánuðum. Kannski erfitt að segja það því við höfum ekkert verið að æfa að viti út af Covid-19 en mér fannst þetta verkefni gefa mjög góðar vonir um næstu mánuði og ár. Það var góð stemning í hópnum og þrátt fyrir að tveir af þremur andstæðingum hafi ekki verið sérlega sterkir má ekki taka það af okkur að við spiluðum vel sem lið. Þau sem eru ekki inn á vellinum eða partur af hópnum sjá það ekki en það er gríðarlega mikil stemning í liðinu.“ „Við erum allar mjög bjartsýnar og jákvæðar yfir framhaldinu. Þess vegna finnst mér enn erfiðara að vera detta út, langaði að vera partur af því og eiga möguleika á að komast á HM 2021. Þannig ég er ofboðslega sorgmædd að vera missa af því,“ sagði Steinunn um íslenska liðið og meiðslin sem hún varð fyrir í tapinu gegn Norður-Makedóníu. Þar sleit hún krossband er hún lenti illa á stönginni eftir að hafa skorað mark úr hraðaupphlaupi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Möguleikar Íslands Ísland leikur tvo leiki við Slóveníu í apríl í umspili um sæti á HM sem fram fer í desember. „Ég tel að við eigum mikla möguleika gegn þessu liði. Ef við erum með flesta okkar leikmenn heila og í góðu standi held ég að við eigum góða möguleika. Held það sé aðallega þessi trú sem er komin inn í landsliðið á eigin getu og eigin frammistöðu. Held að það muni hjálpa gríðarlega.“ „Ég veit að þetta lið er mjög sterkt og þær hafa verið á stórmótum undanfarin ár sem við höfum ekki verið svo augljóslega eru þær sterkari en við. Þær hafa samt sem áður ekki verið í toppsætunum svo þetta er skásti drátturinn sem var í boði og ég held að það gefi stelpunum byr undir báða vængi að vita að við eigum alveg séns og rúmlega það. Ég hlakka ótrúlega að fylgjast með þeim og sjá hvernig þessir leikir fara,“ sagði Steinunn um leikina tvo gegn Slóveníu. Miklar breytingar Arnar Pétursson gerði alls níu breytingar á íslenska hópnum sem tók þátt í undankeppni HM í Norður-Makedóníu og hópnum þar á undan. „Það hafa verið miklar breytingar á liðinu undanfarin ár en mér fannst í þessu verkefni vera mjög mikill samhugur í hópnum. Þetta var auðvitað langur tími þar sem við vorum saman og allar ofboðslega spenntar að hittast og byrja aftur að spila fyrir hönd Íslands. Held það hafi verið rosalega mikill samhugur í hópnum. Ef ég tala út frá mér leið mér eins og þessi hópur hefði bara alltaf verið saman.“ „Veit að það er klisja að segja það en ég í raun og veru upplifði það. Held samt sem áður, af því við erum margar að spila heima og þekkjumst mjög vel – þó við séum ekki allar mjög góðar vinkonur – þá vitum við af hvor annarri og ég held að það spili stóran þátt í því að öllum hafi liðið vel og það hafi verið góð stemning.“ Anna Úrsúla og Karen Knútsdóttir verða með gegn Slóveníu „Þessir tveir stólpar eru frábærir. Við vonuðumst til að Karen yrði með síðast en það var ekki hægt þar sem hún var nýbúin að eignast barn og það er fullkomlega skiljanlegt. Að fá Önnu Úrsúlu inn, þann karakter og reynslu sem hún býr yfir er frábær viðbót fyrir þennan hóp. Það eru margar þarna sem hafa spilað fáa landsleiki svo ég held það sé ótrúlega mikilvægt að fá hana inn og ég hef heyrt að hún býr til ákveðið sjálfstraust í leikmönnum. Að hafa hana nálægt sér og vita af henni þarna, það gefur að ég held liðinu ótrúlega mikið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að endingu. Klippa: Steinunn um landsliðið
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsfyrirliðinn með slitið krossband Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband. 30. mars 2021 17:46 Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka „Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag. 23. mars 2021 14:01 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn með slitið krossband Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband. 30. mars 2021 17:46
Búin að gráta mikið en get leitað í marga reynslubanka „Ég er afskaplega sorgmædd yfir þessu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, handboltakona ársins 2020. Allt bendir til þess að hún hafi slitið krossband í hné í leiknum gegn Norður-Makedóníu í Skopje síðasta föstudag. 23. mars 2021 14:01