Fékk skilaboð um að hann væri feitur og ljótur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2021 07:00 Nikolaj Jacobsen á HM í janúar þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar. Slavko Midzor/Getty Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, segist hafa fengið mörg ljót skilaboð frá netverjum í gegnum tíðina og nokkur þeirra hafi komið í janúar, þrátt fyrir að Danir hafi staðið uppi sem sigurvegarar á HM í Egyptalandi. Nikolaj var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT þar sem hann rifjaði upp gróf ummæli sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum og víðar en mikil umræða hefur verið í Danmörku síðustu vikur um haturorsræðu til þekktra einstaklinga. „Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM en það voru ekki eins mörg skilaboð og þegar við duttum út af EM þar sem það komu mun fleiri skilaboð um hvernig ég liti út,“ sagði Nikolaj og hélt áfram. „Þá komu skilaboð að ég væri hrokafullur, heimskur, upptekinn af sjálfum mér og fleira í þeim stíl. Þegar maður les þetta hugsar maður: Andskotinn en mér er svo sem alveg sama. Þeim má finnast hvað sem er um mig og þú þarft að læra það í þessu starfi annars verðurðu geðveikur í hausnum.“ „Að maður geti sent svona skilaboð er ótrúlegt. Þau eru ekki þau sjálf þegar þau senda þetta. Þegar þú sendir svona skilaboð til fólks þá geturðu ekki verið með neina samvisku eða inni í samfélaginu. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð til fólks að það væri feitt eða ljótt. Eða að blanda mér í störf annarra,“ en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Nikolaj hefur gert frábæra hluti með danska liðið. Hann hefur unnið HM í tvígang; árið 2019 og 2021 en hann tók við liðinu árið 2017. Í sumar bíða þeirra svo Ólympíuleikar í Tókýó en Danir eru með Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptalandi og Barein í riðli. Nikolaj Jacobsen er afklaret med, at det giver nogle knubs at være et kendt ansigt. Men på de sociale medier er kæden hoppet fuldstændig af. Her giver han et indblik i de hadbeskeder, han modtager - og sender en opsang til afsenderne. Interview⬇️ https://t.co/ufYGFJ22zG #hndbld— Søren Paaske (@spaaske) April 5, 2021 Danski handboltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Nikolaj var í viðtali við danska fjölmiðilinn BT þar sem hann rifjaði upp gróf ummæli sem hann hefur fengið á samfélagsmiðlum og víðar en mikil umræða hefur verið í Danmörku síðustu vikur um haturorsræðu til þekktra einstaklinga. „Svo koma skilaboð um útlitið á mér, að ég sé feitur og ljótur. Þessi skilaboð komu á HM en það voru ekki eins mörg skilaboð og þegar við duttum út af EM þar sem það komu mun fleiri skilaboð um hvernig ég liti út,“ sagði Nikolaj og hélt áfram. „Þá komu skilaboð að ég væri hrokafullur, heimskur, upptekinn af sjálfum mér og fleira í þeim stíl. Þegar maður les þetta hugsar maður: Andskotinn en mér er svo sem alveg sama. Þeim má finnast hvað sem er um mig og þú þarft að læra það í þessu starfi annars verðurðu geðveikur í hausnum.“ „Að maður geti sent svona skilaboð er ótrúlegt. Þau eru ekki þau sjálf þegar þau senda þetta. Þegar þú sendir svona skilaboð til fólks þá geturðu ekki verið með neina samvisku eða inni í samfélaginu. Ég gæti aldrei hugsað mér að senda skilaboð til fólks að það væri feitt eða ljótt. Eða að blanda mér í störf annarra,“ en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Nikolaj hefur gert frábæra hluti með danska liðið. Hann hefur unnið HM í tvígang; árið 2019 og 2021 en hann tók við liðinu árið 2017. Í sumar bíða þeirra svo Ólympíuleikar í Tókýó en Danir eru með Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptalandi og Barein í riðli. Nikolaj Jacobsen er afklaret med, at det giver nogle knubs at være et kendt ansigt. Men på de sociale medier er kæden hoppet fuldstændig af. Her giver han et indblik i de hadbeskeder, han modtager - og sender en opsang til afsenderne. Interview⬇️ https://t.co/ufYGFJ22zG #hndbld— Søren Paaske (@spaaske) April 5, 2021
Danski handboltinn Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira