Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Leikni R. 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið falli beint aftur niður í Lengjudeildina. Leiknismenn voru í 2. sæti hennar þegar síðasta tímabil var blásið af en fóru upp í Pepsi Max-deildina á betri markatölu en Frammarar. Þetta er annað tímabil Leiknis í efstu deild. Liðið lék þar fyrst 2015 og kom inn með ferskan andblæ og rúllaði yfir Val í 1. umferðinni. Leiknir vann hins vegar aðeins tvo leiki eftir það, lenti í ellefta og næstneðsta sæti og féll. Á ýmsu hefur gengið hjá Leikni síðustu ár en leiðin hefur legið upp á við síðan Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við liðinu um mitt sumar 2019. Hann hefur gert flotta hluti í Efra-Breiðholtinu en Leiknismenn hafa bæði náð góðum árangri undir hans stjórn og spilað flottan fótbolta. Sigurður þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar eins og langflestir leikmenn Leiknis. Breiðhyltingar hafa aðallega styrkt sig með erlendum leikmönnum og vonast til að þeir hjálpi til við að halda liðinu réttu megin við fallstrikið. Síðasta tímabil hjá Leikni Sæti: 2 Stig: 42 Mörk: 50 Mörk á sig: 22 Markahæstur: Sævar Atli Magnússon (11) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Leiknis.vísir/toggi Guy Smit (f. 1996): Hollenskur markvörður sem sló í gegn hjá Leikni síðasta sumar. Þegar Eyjólfur Tómasson ákvað að leggja hanskana á hilluna til að gerast slökkviliðsmaður voru góð ráð dýr enda Eyjólfur varið mark Leiknis í rúman áratug. Sagan segir að Hannes Þór Halldórsson hafi stungið upp á Hollendingnum. Sá ætlaði aðeins að spila eitt tímabil hér á landi en stóðst ekki freistinguna og ákvað að taka eitt til viðbótar í efstu deild. Brynjar Hlöðversson (f. 1989): Er kominn í miðvörðinn eftir að hafa stýrt miðju Leiknisliðsins eins og herforingi til fjölda ára. Hefur alla tíð spilað af mikilli ástríðu og skilið allt eftir á vellinum. Fór í víking til Færeyja og vann þar meistaratitilinn með HB. Sneri aftur í Breiðholtið og er nú mættur í efstu deild á nýjan leik með uppeldisfélaginu. Mun leggja allt í sölurnar til að halda Leikni í efstu deild. Sævar Atli Magnússon (f. 2000): Síðast þegar Leiknir lék í efstu deild var það Hilmar Árni Halldórsson sem stal fyrirsögnunum. Í sumar vonast Breiðhyltingar til að Sævar Atli geri slíkt hið sama. Er í þeirri undarlegu stöðu að hafa samið við Breiðablik og mun færa sig yfir í Kópavoginn eftir tímabilið. Er uppalinn hjá Leikni og með fyrirliðabandið á upphandleggnum, það er því alveg ljóst að hann ætlar sér að spila gegn Leikni í efstu deild sumarið 2022. Guy Smit, Brynjar Hlöðversson og Sævar Atli Magnússon.myndir/hafliði breiðfjörð Leikstíllinn Í þremur orðum: Hraður, kraftmikill og skipulagður. Aðeins Keflavík skoraði fleiri mörk en Leiknir R. í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þá fékk ekkert lið á sig færri mörk, 22 mörk í tuttugu leikjum. Breiðhyltingar eru þéttir til baka en leggja samt mikið upp úr því að spila hraðan og skemmtilegan fótbolta. Vilja spila boltanum út frá markverði og byggja sóknir sínar upp þannig. Hika þó ekki við að lyfta boltanum yfir pressu mótherjanna ef þess þarf. Boltanum er þá nær alltaf lyft frá markverði yfir á annan hvorn vænginn en lítið erum langar spyrnur upp miðjan völlinn. Eru ekki í blússandi hápressu allan leikinn en byggja mikið á góðri pressu á miðsvæði vallarins. Liðið er frábært í boltaskiptum (e. transition), það er að breyta vörn í sókn. Um leið og boltinn vinnst á miðsvæðinu er sótt eins hratt og hægt er. Skoruðu töluvert eftir slíkar sóknir á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð sóttu Leiknismenn mikið upp vængina, oftar en ekki þann vinstri þar sem Vuk var í banastuði. Hann leikur með FH í sumar og því er það undir „Manga“ Escobar komið að bjóða upp á samskonar ógn í sumar. Markaðurinn vísir/toggi Leiknismenn misstu frábæran lykilleikmann í Vuk Oskari Dimitrijevic en þessi sókndjarfi miðjumaður skoraði tólf mörk í nítján leikjum í Lengjudeildinni í fyrra. Þeir gerðu hins vegar vel í að halda Sævari Atla sem fer ekki til Breiðabliks fyrr en eftir tímabilið. Sænski miðjumaðurinn Emil Berger hefur áður leikið á Íslandi, með Fylki árið 2013. Hann er nú á besta aldri, 29 ára, en hefur leikið í næstefstu og þriðju efstu deild Svíþjóðar síðustu ár. Varnarmaðurinn öflugi Loftur Páll Eiríksson kom svo frá Þór. Leiknir fetaði ótroðnar slóðir með því að sækja sér suður-amerískan liðsstyrk í þeim Octavio Páez og Manga Escobar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir pluma sig í Pepsi Max-deildinni. Escobar, sem er kólumbískur, er með forvitnilega ferilskrá. Þessi 29 ára kantmaður hefur meðal annars leikið fyrir Vasco da Gama sem og FC Dallas í MLS-deildinni, og með James Rodriguez í U20-landsliði Kólumbíu. Páez er 21 árs gamall miðjumaður frá Venesúela, sem kemur til Leiknis úr króatísku 1. deildinni. Hvað vantar? Leiknismenn mæta til leiks með sáralitla reynslu af efstu deild og það verður forvitnilegt að sjá hverjir þeirra spjara sig á stóra sviðinu. Góður, reyndur miðvörður gæti líklega hjálpað þessu liði mest. Að lokum Leiknismenn fagna einu af fimmtíu mörkum sínum í Lengjudeildinni í fyrra.mynd/hafliði breiðfjörð Leiknismenn gera núna aðra atlögu að því að halda sér uppi í efstu deild. Breiðhyltingar voru talsvert langt frá því síðast og liðið sem þeir voru með þá var sennilega sterkara en það sem þeir tefla fram núna. Reynslan úr efstu deild er nánast engin og spurningarmerkin eru ansi mörg. Hvernig á að fylla skarð Vuks? Hversu góðir verða Suður-Ameríkumennirnir? Heldur vörnin gegn Pepsi Max-deildarframherjum? Leiknismenn verða væntanlega hvergi bangnir og keyra á sínum gildum en óvíst er hvort það komi þeim á áfangastað. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Leikni R. 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið falli beint aftur niður í Lengjudeildina. Leiknismenn voru í 2. sæti hennar þegar síðasta tímabil var blásið af en fóru upp í Pepsi Max-deildina á betri markatölu en Frammarar. Þetta er annað tímabil Leiknis í efstu deild. Liðið lék þar fyrst 2015 og kom inn með ferskan andblæ og rúllaði yfir Val í 1. umferðinni. Leiknir vann hins vegar aðeins tvo leiki eftir það, lenti í ellefta og næstneðsta sæti og féll. Á ýmsu hefur gengið hjá Leikni síðustu ár en leiðin hefur legið upp á við síðan Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við liðinu um mitt sumar 2019. Hann hefur gert flotta hluti í Efra-Breiðholtinu en Leiknismenn hafa bæði náð góðum árangri undir hans stjórn og spilað flottan fótbolta. Sigurður þreytir frumraun sína í efstu deild í sumar eins og langflestir leikmenn Leiknis. Breiðhyltingar hafa aðallega styrkt sig með erlendum leikmönnum og vonast til að þeir hjálpi til við að halda liðinu réttu megin við fallstrikið. Síðasta tímabil hjá Leikni Sæti: 2 Stig: 42 Mörk: 50 Mörk á sig: 22 Markahæstur: Sævar Atli Magnússon (11) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Leiknis.vísir/toggi Guy Smit (f. 1996): Hollenskur markvörður sem sló í gegn hjá Leikni síðasta sumar. Þegar Eyjólfur Tómasson ákvað að leggja hanskana á hilluna til að gerast slökkviliðsmaður voru góð ráð dýr enda Eyjólfur varið mark Leiknis í rúman áratug. Sagan segir að Hannes Þór Halldórsson hafi stungið upp á Hollendingnum. Sá ætlaði aðeins að spila eitt tímabil hér á landi en stóðst ekki freistinguna og ákvað að taka eitt til viðbótar í efstu deild. Brynjar Hlöðversson (f. 1989): Er kominn í miðvörðinn eftir að hafa stýrt miðju Leiknisliðsins eins og herforingi til fjölda ára. Hefur alla tíð spilað af mikilli ástríðu og skilið allt eftir á vellinum. Fór í víking til Færeyja og vann þar meistaratitilinn með HB. Sneri aftur í Breiðholtið og er nú mættur í efstu deild á nýjan leik með uppeldisfélaginu. Mun leggja allt í sölurnar til að halda Leikni í efstu deild. Sævar Atli Magnússon (f. 2000): Síðast þegar Leiknir lék í efstu deild var það Hilmar Árni Halldórsson sem stal fyrirsögnunum. Í sumar vonast Breiðhyltingar til að Sævar Atli geri slíkt hið sama. Er í þeirri undarlegu stöðu að hafa samið við Breiðablik og mun færa sig yfir í Kópavoginn eftir tímabilið. Er uppalinn hjá Leikni og með fyrirliðabandið á upphandleggnum, það er því alveg ljóst að hann ætlar sér að spila gegn Leikni í efstu deild sumarið 2022. Guy Smit, Brynjar Hlöðversson og Sævar Atli Magnússon.myndir/hafliði breiðfjörð Leikstíllinn Í þremur orðum: Hraður, kraftmikill og skipulagður. Aðeins Keflavík skoraði fleiri mörk en Leiknir R. í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þá fékk ekkert lið á sig færri mörk, 22 mörk í tuttugu leikjum. Breiðhyltingar eru þéttir til baka en leggja samt mikið upp úr því að spila hraðan og skemmtilegan fótbolta. Vilja spila boltanum út frá markverði og byggja sóknir sínar upp þannig. Hika þó ekki við að lyfta boltanum yfir pressu mótherjanna ef þess þarf. Boltanum er þá nær alltaf lyft frá markverði yfir á annan hvorn vænginn en lítið erum langar spyrnur upp miðjan völlinn. Eru ekki í blússandi hápressu allan leikinn en byggja mikið á góðri pressu á miðsvæði vallarins. Liðið er frábært í boltaskiptum (e. transition), það er að breyta vörn í sókn. Um leið og boltinn vinnst á miðsvæðinu er sótt eins hratt og hægt er. Skoruðu töluvert eftir slíkar sóknir á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð sóttu Leiknismenn mikið upp vængina, oftar en ekki þann vinstri þar sem Vuk var í banastuði. Hann leikur með FH í sumar og því er það undir „Manga“ Escobar komið að bjóða upp á samskonar ógn í sumar. Markaðurinn vísir/toggi Leiknismenn misstu frábæran lykilleikmann í Vuk Oskari Dimitrijevic en þessi sókndjarfi miðjumaður skoraði tólf mörk í nítján leikjum í Lengjudeildinni í fyrra. Þeir gerðu hins vegar vel í að halda Sævari Atla sem fer ekki til Breiðabliks fyrr en eftir tímabilið. Sænski miðjumaðurinn Emil Berger hefur áður leikið á Íslandi, með Fylki árið 2013. Hann er nú á besta aldri, 29 ára, en hefur leikið í næstefstu og þriðju efstu deild Svíþjóðar síðustu ár. Varnarmaðurinn öflugi Loftur Páll Eiríksson kom svo frá Þór. Leiknir fetaði ótroðnar slóðir með því að sækja sér suður-amerískan liðsstyrk í þeim Octavio Páez og Manga Escobar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir pluma sig í Pepsi Max-deildinni. Escobar, sem er kólumbískur, er með forvitnilega ferilskrá. Þessi 29 ára kantmaður hefur meðal annars leikið fyrir Vasco da Gama sem og FC Dallas í MLS-deildinni, og með James Rodriguez í U20-landsliði Kólumbíu. Páez er 21 árs gamall miðjumaður frá Venesúela, sem kemur til Leiknis úr króatísku 1. deildinni. Hvað vantar? Leiknismenn mæta til leiks með sáralitla reynslu af efstu deild og það verður forvitnilegt að sjá hverjir þeirra spjara sig á stóra sviðinu. Góður, reyndur miðvörður gæti líklega hjálpað þessu liði mest. Að lokum Leiknismenn fagna einu af fimmtíu mörkum sínum í Lengjudeildinni í fyrra.mynd/hafliði breiðfjörð Leiknismenn gera núna aðra atlögu að því að halda sér uppi í efstu deild. Breiðhyltingar voru talsvert langt frá því síðast og liðið sem þeir voru með þá var sennilega sterkara en það sem þeir tefla fram núna. Reynslan úr efstu deild er nánast engin og spurningarmerkin eru ansi mörg. Hvernig á að fylla skarð Vuks? Hversu góðir verða Suður-Ameríkumennirnir? Heldur vörnin gegn Pepsi Max-deildarframherjum? Leiknismenn verða væntanlega hvergi bangnir og keyra á sínum gildum en óvíst er hvort það komi þeim á áfangastað.