Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið endi þremur sætum neðar en á síðasta tímabili og falli niður í Lengjudeildina. ÍA endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Mikið fjör var í leikjum Skagamanna, þeir skoruðu mikið (39) og fengu líka mörg mörk á sig (43). Aðeins Íslandsmeistarar Vals skoruðu meira en ÍA en ekkert lið fékk á sig fleiri mörk. Mennirnir sem skoruðu rúmlega helming marka ÍA á síðasta tímabili, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Stefán Teitur Þórðarson, eru báðir horfnir á braut og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. Gengið á undirbúningstímabilinu vekur heldur enga sérstaka bjartsýni fyrir velgengni í sumar. Jóhannes Karl Guðjónsson er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari ÍA og nú reynir á hann sem aldrei fyrr. Hann hefur byggt að mestu á heimastrákum og sú stefna hefur skilað fínum árangri auk þess sem ÍA hefur verið duglegt að selja leikmenn til erlendra félaga. Síðasta tímabil hjá ÍA Sæti: 8 Stig: 21 Vænt stig (xP): 24 Mörk: 39 Mörk á sig: 43 Vænt mörk (xG): 32 Vænt mörk á sig: 35,2 Með boltann: 49,5% Heppnaðar sendingar: 76,7% Skot: 11,8 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (57%) Meðalaldur: 24,1 Markahæstur: Tryggvi Hrafn Haraldsson (12) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍA.vísir/toggi Óttar Bjarni Guðmundsson (f. 1990): Reynslumikill miðvörður sem er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Skagamönnum. Aldursforseti liðsins svo lengi sem Arnar Már Guðjónsson er ekki með. Ef marka má síðasta sumar mun Óttar Bjarni standa í ströngu í sumar. Hann fær nýjan leikmann með sér í miðvörðinn og þurfa þeir að smella strax frá fyrsta leik ef Skagamenn ætla sér ekki að lenda í vandræðum. Ísak Snær Þorvaldsson (f. 2001): Ungur miðjumaður sem gekk til liðs við ÍA um mitt síðasta sumar. Er á láni frá Englandi sem stendur líkt og á síðustu leiktíð. Mikill skrokkur miðað við aldur og gæti blómstrað í ungu og beinskeyttu Skagaliði. Óvíst hvaða hlutverki nákvæmlega hann mun gegna á miðju liðsins en í fljótu bragði ætti hann að geta leyst flest verkefni sem Jóhannes Karl leggur fyrir hann. Viktor Jónsson (f . 1994): Sóknarmaður sem er orðinn að kantmanni. Gat bókstaflega ekki hætt að skora fyrir Þrótt Reykjavík 2015-2018 í næstefstu deild, 54 mörk í 61 leik. Náði ekki sömu hæðum í efstu deild en var í góðum gír (5 mörk í 9 leikjum) á síðustu leiktíð áður en hann meiddist. Þá einnig á vængnum þar sem hann verður í sumar. Er harðduglegur, skilar sér alltaf inn í teig og hentar leikstíl Skagamanna mjög vel. Óttar Bjarni Guðmundsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Viktor Jónsson.vísir/hag/ía Leikstíllinn Í þremur orðum: Beinskeyttur, hraður og óútreiknanlegur. Síðustu tvö tímabil Skagamanna hafa verið öfgakennd. Fyrir tveimur árum spilaði liðið stífan varnarleik og leikstíllinn ekki beint sá skemmtilegasti. Síðasta sumar var blásið í herlúðrana og spilaður blússandi sóknarleikur á kostnað varnarleiksins. Í sumar má búast við blöndu af báðu. Ef við tölum hreint út þá er Árni Snær með besta fót deildarinnar ef aðeins er horft til markvarða. Síðasta sumar spilaði ÍA út frá markverði þegar það átti við, ef liðið gat sótt hratt og komið andstæðingum sínum í opna skjöldu þá tók Árni sig til og lúðraði boltanum fram á methraða. Skagamenn vilja verjast með marga menn á bakvið bolta og pressa ekki sérstaklega hátt upp á vellinum. Það kemur fyrir að liðið pressar markvörð mótherjans en það einkennir ekki leik þeirra. Hvað varðar sóknarleik þá vill liðið sækja eins hratt upp völlinn og mögulegt er. Leita í vængina og má reikna með töluverðu magni af fyrirgjöfum, úr opnum leik og föstum leikatriðum. ÍA skoraði töluvert eftir föst leikatriði á síðustu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort það endurtaki sig í sumar. Margt á eftir að koma í ljós varðandi leikstíl Skagaliðið og er alls óvíst hvað Jóhannes Karl mun bjóða upp á í ár. Markaðurinn vísir/toggi Skagamenn misstu tvo langbestu leikmenn sína síðasta haust þegar Tryggvi Hrafn og Stefán Teitur kvöddu. Þeirra skörð hafa engan veginn verið fyllt og þess vegna ekki hægt að gefa ÍA háa einkunn fyrir umsvif sín á leikmannamarkaðnum. ÍA fékk skoska miðvörðinn Alexander Davey í vörnina. Hann ólst upp hjá Chelsea en lék svo aðallega í neðri deildum og utandeild Englands, og hefur síðustu tvö ár leikið í næstefstu deild í Bandaríkjunum. Þórður Þorsteinn Þórðarson er snúinn aftur á Skagann og getur leyst ýmis hlutverk, á kanti eða í vörn, og finnski bakvörðurinn Elias Tamburini þekkir það að spila í efstu deild, með Grindavík. Markvörðurinn og vítabaninn Dino Hodzic stóð sig vel með Kára í 2. deild í fyrra og gæti sett pressu á Árna Snæ. Hákon Ingi skoraði þrettán mörk fyrir Jóa Kalla í búningi HK í 1. deildinni 2016 en var ekki í stóru hlutverki hjá Fylki síðustu ár og vill sjálfsagt ólmur sýna sig og sanna. Hvað vantar? Tryggvi og Stefán Teitur skoruðu yfir helming marka ÍA á síðustu leiktíð. Nú mun meira mæða á Viktori og Hákon Ingi fær stórt tækifæri en það sem ÍA vantar þó helst enn er pottþéttari markaskorari í fremstu víglínu. Að lokum Gulir og glaðir Skagamenn.vísir/bára Síðast féll ÍA á þriðja tímabili í efstu deild og ef spá okkar rætist gerist það aftur í haust. Varnarleikurinn var afleitur í fyrra og eftir brotthvarf Stefáns Teits og Tryggva er erfiðara að treysta á að skora meira en andstæðingurinn eins og í fyrra. Lið ÍA er að mestu skipað ungum Akurnesingum sem er annt um félagið sitt. Stoðirnar í liðinu þyrftu þó að vera sterkari í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er. Skagamenn eru þó þekktir fyrir að snúa bökum saman í mótlæti og sú samstaða gæti komið liðinu yfir erfiðustu hjallana í sumar. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið endi þremur sætum neðar en á síðasta tímabili og falli niður í Lengjudeildina. ÍA endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Mikið fjör var í leikjum Skagamanna, þeir skoruðu mikið (39) og fengu líka mörg mörk á sig (43). Aðeins Íslandsmeistarar Vals skoruðu meira en ÍA en ekkert lið fékk á sig fleiri mörk. Mennirnir sem skoruðu rúmlega helming marka ÍA á síðasta tímabili, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Stefán Teitur Þórðarson, eru báðir horfnir á braut og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. Gengið á undirbúningstímabilinu vekur heldur enga sérstaka bjartsýni fyrir velgengni í sumar. Jóhannes Karl Guðjónsson er á sínu fjórða tímabili sem þjálfari ÍA og nú reynir á hann sem aldrei fyrr. Hann hefur byggt að mestu á heimastrákum og sú stefna hefur skilað fínum árangri auk þess sem ÍA hefur verið duglegt að selja leikmenn til erlendra félaga. Síðasta tímabil hjá ÍA Sæti: 8 Stig: 21 Vænt stig (xP): 24 Mörk: 39 Mörk á sig: 43 Vænt mörk (xG): 32 Vænt mörk á sig: 35,2 Með boltann: 49,5% Heppnaðar sendingar: 76,7% Skot: 11,8 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (57%) Meðalaldur: 24,1 Markahæstur: Tryggvi Hrafn Haraldsson (12) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍA.vísir/toggi Óttar Bjarni Guðmundsson (f. 1990): Reynslumikill miðvörður sem er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Skagamönnum. Aldursforseti liðsins svo lengi sem Arnar Már Guðjónsson er ekki með. Ef marka má síðasta sumar mun Óttar Bjarni standa í ströngu í sumar. Hann fær nýjan leikmann með sér í miðvörðinn og þurfa þeir að smella strax frá fyrsta leik ef Skagamenn ætla sér ekki að lenda í vandræðum. Ísak Snær Þorvaldsson (f. 2001): Ungur miðjumaður sem gekk til liðs við ÍA um mitt síðasta sumar. Er á láni frá Englandi sem stendur líkt og á síðustu leiktíð. Mikill skrokkur miðað við aldur og gæti blómstrað í ungu og beinskeyttu Skagaliði. Óvíst hvaða hlutverki nákvæmlega hann mun gegna á miðju liðsins en í fljótu bragði ætti hann að geta leyst flest verkefni sem Jóhannes Karl leggur fyrir hann. Viktor Jónsson (f . 1994): Sóknarmaður sem er orðinn að kantmanni. Gat bókstaflega ekki hætt að skora fyrir Þrótt Reykjavík 2015-2018 í næstefstu deild, 54 mörk í 61 leik. Náði ekki sömu hæðum í efstu deild en var í góðum gír (5 mörk í 9 leikjum) á síðustu leiktíð áður en hann meiddist. Þá einnig á vængnum þar sem hann verður í sumar. Er harðduglegur, skilar sér alltaf inn í teig og hentar leikstíl Skagamanna mjög vel. Óttar Bjarni Guðmundsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Viktor Jónsson.vísir/hag/ía Leikstíllinn Í þremur orðum: Beinskeyttur, hraður og óútreiknanlegur. Síðustu tvö tímabil Skagamanna hafa verið öfgakennd. Fyrir tveimur árum spilaði liðið stífan varnarleik og leikstíllinn ekki beint sá skemmtilegasti. Síðasta sumar var blásið í herlúðrana og spilaður blússandi sóknarleikur á kostnað varnarleiksins. Í sumar má búast við blöndu af báðu. Ef við tölum hreint út þá er Árni Snær með besta fót deildarinnar ef aðeins er horft til markvarða. Síðasta sumar spilaði ÍA út frá markverði þegar það átti við, ef liðið gat sótt hratt og komið andstæðingum sínum í opna skjöldu þá tók Árni sig til og lúðraði boltanum fram á methraða. Skagamenn vilja verjast með marga menn á bakvið bolta og pressa ekki sérstaklega hátt upp á vellinum. Það kemur fyrir að liðið pressar markvörð mótherjans en það einkennir ekki leik þeirra. Hvað varðar sóknarleik þá vill liðið sækja eins hratt upp völlinn og mögulegt er. Leita í vængina og má reikna með töluverðu magni af fyrirgjöfum, úr opnum leik og föstum leikatriðum. ÍA skoraði töluvert eftir föst leikatriði á síðustu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort það endurtaki sig í sumar. Margt á eftir að koma í ljós varðandi leikstíl Skagaliðið og er alls óvíst hvað Jóhannes Karl mun bjóða upp á í ár. Markaðurinn vísir/toggi Skagamenn misstu tvo langbestu leikmenn sína síðasta haust þegar Tryggvi Hrafn og Stefán Teitur kvöddu. Þeirra skörð hafa engan veginn verið fyllt og þess vegna ekki hægt að gefa ÍA háa einkunn fyrir umsvif sín á leikmannamarkaðnum. ÍA fékk skoska miðvörðinn Alexander Davey í vörnina. Hann ólst upp hjá Chelsea en lék svo aðallega í neðri deildum og utandeild Englands, og hefur síðustu tvö ár leikið í næstefstu deild í Bandaríkjunum. Þórður Þorsteinn Þórðarson er snúinn aftur á Skagann og getur leyst ýmis hlutverk, á kanti eða í vörn, og finnski bakvörðurinn Elias Tamburini þekkir það að spila í efstu deild, með Grindavík. Markvörðurinn og vítabaninn Dino Hodzic stóð sig vel með Kára í 2. deild í fyrra og gæti sett pressu á Árna Snæ. Hákon Ingi skoraði þrettán mörk fyrir Jóa Kalla í búningi HK í 1. deildinni 2016 en var ekki í stóru hlutverki hjá Fylki síðustu ár og vill sjálfsagt ólmur sýna sig og sanna. Hvað vantar? Tryggvi og Stefán Teitur skoruðu yfir helming marka ÍA á síðustu leiktíð. Nú mun meira mæða á Viktori og Hákon Ingi fær stórt tækifæri en það sem ÍA vantar þó helst enn er pottþéttari markaskorari í fremstu víglínu. Að lokum Gulir og glaðir Skagamenn.vísir/bára Síðast féll ÍA á þriðja tímabili í efstu deild og ef spá okkar rætist gerist það aftur í haust. Varnarleikurinn var afleitur í fyrra og eftir brotthvarf Stefáns Teits og Tryggva er erfiðara að treysta á að skora meira en andstæðingurinn eins og í fyrra. Lið ÍA er að mestu skipað ungum Akurnesingum sem er annt um félagið sitt. Stoðirnar í liðinu þyrftu þó að vera sterkari í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er. Skagamenn eru þó þekktir fyrir að snúa bökum saman í mótlæti og sú samstaða gæti komið liðinu yfir erfiðustu hjallana í sumar.
Sæti: 8 Stig: 21 Vænt stig (xP): 24 Mörk: 39 Mörk á sig: 43 Vænt mörk (xG): 32 Vænt mörk á sig: 35,2 Með boltann: 49,5% Heppnaðar sendingar: 76,7% Skot: 11,8 Aðalleikaðferð: 4-1-4-1 (57%) Meðalaldur: 24,1 Markahæstur: Tryggvi Hrafn Haraldsson (12)