Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 14:32 Halla María Svansdóttir ætlaði að opna kaffihús en fékk svo góð viðbrögð að hún er nú líka með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og veitingastað. Ísland í dag „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. „Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira