Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 14:32 Halla María Svansdóttir ætlaði að opna kaffihús en fékk svo góð viðbrögð að hún er nú líka með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og veitingastað. Ísland í dag „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. „Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
„Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira