Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. maí 2021 14:06 Ína María og körfuboltamaðurinn Elvar Már eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun síðasta ár. Ína segir frá upplifun sinni af meðgöngu, fæðingu og erfiðum aðskilnaði í viðtali við Vísi. „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Ína og maðurinn hennar, landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson, eignuðust sitt fyrsta barn fyrir einu og hálfu ári þá búsett í Svíþjóð. Ína starfar sem markaðsráðgjafi á Trendport og er að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun en Elvar Már er atvinnumaður í körfubolta. Í dag býr fjölskyldan í Litháen þar sem Elvar Már spilar með liðinu BC Siauliai. „Í dag erum við mæðgin mætt aftur til Litháen til Elvars eftir fjögurra mánaða aðskilnað og ætlum við fjölskyldan að vera hér saman þar til að tímabilið hans klárast.“ segir Ína en hún og Erik Marel komu til Íslands í nóvember síðastliðinn að stórum hluta vegna heimsfaraldursins. Ína segir aðskilnaðinn hafa verið erfiðan en þó sérstaklega fyrir kærasta hennar Elvar sem var einn í Litháen án hennar og Eriks Marel sem var enn svo lítill. „Það er búið að vera samkomubann síðan í október hér í Litháen, ekkert opið nema apótek og matvörubúðir. Við vissum í rauninni ekki hvenær við færum aftur út, ætluðum bara að láta það ráðast en Erik var nýorðinn eins árs þegar við fórum heim til Íslands.“ Aðskilnaðurinn erfiður Ína eyddi tímanum á Íslandi í að reyna að koma ljósmyndaferlinum af stað samhliða vinnu sinni í markaðasmálum hjá Trendport. „Þessi tími í fjarbúð var ekki bara erfiður fyrir mig heldur einnig fyrir Elvar. Hann var án sonar síns og fjölskyldu einn úti á tímum Covid þar sem er stanslaus sóttkví, leikjum frestað og almennt mikil óvissa. Þetta var öðruvísi erfitt fyrir Elvar, að hafa aldrei upplifað eins mikinn söknuð og upplifa holu í hjartanu, að hafa ekki nýja litla barnið sitt hjá sér.“ Yndislegir endurfundir feðganna festir á filmu. „Maður átti það til að spila fórnarlambið, að eiga svo erfitt að vera einn með mjög virkt barn og reyna að halda öllu öðru gangandi. Þetta var samt örugglega erfiðara fyrir Elvar svona þegar maður pældi vel í því. Hann missti af miklu og missti líka tenginguna við Erik en hún var sem betur fer fljót að koma aftur þegar þeir hittust. Elvar var einn, einangraður inni í íbúð í Litháen því þar í landi má ekki einu sinni fara út um útidyrnar í sóttkví. Elvar er svo ótrúlegur að hann kvartar ekki einu sinni, hann er einn sterkasti einstaklingur sem ég þekki svo að þetta blessaðist allt saman,“ segir Ína og bætir því við að fjölskyldan njóti þess nú að vera loksins sameinuð. Ína segist sjálf hafa hlakkað svo mikið til þess að verða vitni að endurfundum þeirra feðga að hún hafi sjálf næstum gleymt að heilsa Elvari. „Ég var sjálf í smá spennufalli. Erik Marel sýndi allar tilfinningar, varð spenntur, vandræðalegur, ánægður og sýndi það með dansi og knúsum. Á einu augnabliki vissi hann ekkert hvernig hann átti að vera og sleikti alla kinnina á pabba sínum. Þetta var mjög skemmtilegt og fallegt augnablik.“ Glæsileg og geislandi Ína María. Hér fyrir neðan svarar Ína María spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Það var alveg smá stigvaxandi ferli og ég komst að því frekar seint, á sirka sjöundu til áttundu viku. Byrjaði þannig að ég var alltaf að sofna við sjónvarpið, sem eiginlega bara gerist ekki. Einnig gat ég ekki haldið augunum opnum eftir klukkan fimm og verandi B-manneskja þá gerist það ekki oft. Þessi þreyta hélt áfram og var ég viss um að ég væri bara að ganga frá sjálfri mér í amstri dagsins. Elvar vildi að ég tæki óléttupróf en ég hristi bara hausinn. Einn morgunn ákváðum við að taka próf fyrir vinnu og ég man bara að við horfðum á hvort annað, vissum ekkert hvernig við áttum að haga okkur og fórum í vinnuna án þess að ræða þetta frekar. Það má segja að þetta hafi komið okkur sannarlega á óvart. Við vorum í góðan tíma að meðtaka þetta en urðum strax svo spennt. Þungunin kom þeim Ínu og Elvari svo sannarlega á óvart og segir Ína þau strax hafa orðið mjög spennt. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið skringilega, tengdi lítið við það að vera ólétt. Það var engin ógleði, bara þreyta og lyktarskynið var svakalegt. Ég var alltaf að kafna úr lykt og hætti að hafa lyst á því sem ég borðaði reglulega. Það voru svona fyrstu einkennin en annars var ég mjög hraust. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Hvað þetta er magnað ferli, ég trúi þessu ekki ennþá. Að ganga með barn er engu líkt. Mér fannst alltaf jafn ótrúlegt að finna fyrir öllum hreyfingum og verkjum eða hvað sem það var sem tengdist óléttunni. Líkaminn er magnað fyrirbæri! Ína segist mjög þakklát með það hvað hún var hraust og heilbrigð á meðgöngunni og því hafi hún getað stundað æfingar alveg eins og áður. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég tel mig hafa verið mjög heppna á meðgöngu og tók því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég gat haldið áfram að æfa daglega og gera allt sem ég var vön að gera svo að ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Fyrstu mánuðina var ég heima á Íslandi og leið bara mjög vel. Í lokin á meðgöngunni var ég í Borås í Svíþjóð og eignaðist son minn þar. Ég man að ég kippti mér ekkert upp við það fyrst að ég væri að fara eignast barn í öðru landi en þegar það var komið að því að fara út var ég orðin mjög stressuð að fara út kasólétt og tækla fyrstu mánuðina í öðru landi. Þjónustan í Borås var upp á tíu. Það var haldið mjög vel utan um allt og ég upplifði mikið öryggi og væntumþykju strax í fyrstu skoðun. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Gulur Gatorade! Það var eina svona sem mér dettur í hug. Lokaspretturinn erfiðastur Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Já, okkur fannst það mjög erfitt, sérstaklega þegar við vorum ekkert alltof sammála. Maður gat farið svoleiðis fram og til baka með nöfnin. Mér fannst mjög erfitt að segja að ég væri búin að ákveða mig eða hvort ég væri búin að 100% samþykkja nafnið svo að þetta dróst svolítið á langinn. Elvar kom með nafnið Erik og ég nafnið Marel. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Lokaspretturinn var það erfiðasta, mikill brjóstsviði, bakflæði og enginn svefn en allt þess virði. Það varð eitt atvik í síðustu skoðuninni fyrir fæðingu þegar kúlan mældist minni en fyrri skoðun og var eitthvað lítil. Þær voru smeykar og vildu senda mig í sónar. Á þessum tímapunkti var ég að pissa í mig úr hræðslu og allar hugsanir flugu í gegnum hugann. Það reyndist allt vera í toppstandi en þetta atvik sat fast í mér. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst bara yfir höfuð svo skemmtilegt að vera ólétt en það sem stendur upp úr eru hreyfingarnar, það jafnast ekkert á við það. Einnig fannst mér þessi tími frábær fyrir sambandið. Allar tilfinningarnar sem við upplifðum saman og tilhlökkunin, bæði að fara inn í nýtt hlutverk og vitandi ekkert hvað biði okkar. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það var mikið spurt út í nafnið. Svo var það hvort ég ætlaði að eignast barnið heima eða úti í Svíþjóð. Einnig var ég spurð hvort að ég ætlaði að fá mænudeyfingu eða ekki. Það besta við meðgönguna segir Ína hafa verið að upplifa tilhlökkunina og allar góðu tilfinningarnar með kærasta sínum og þess vegna hafi þessi tími verið mjög góður fyrir sambandið. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Áður en við fórum út fengum við tíma hjá okkar ljósmóður í Keflavík þar sem hún fór yfir fæðingarferlið, það hjálpaði mér helling. Einnig veitti hún mér góðan stuðning og hughreysti mig í öllu þessu ferli sem það var að vera að fara að eiga barn í útlöndum. „ Where is the fucking doctor? “ Hvernig gekk fæðingin? Á settum degi þá hafði ég ekki fundið fyrir neinu óvenjulegu allan daginn. Þegar klukkan var svo að ganga tvö eftir miðnætti var ég orðin mjög verkjuð. Elvar vildi fara með mig upp á spítala en ég sagði honum að bíða bara aðeins lengur og sjá hvernig þetta myndi þróast. Klukkan fjögur fóru svo verkirnir að aukast. Þegar ég mætti svo upp á spítala hálftíma síðar var ég komin með þrjá í útvíkkun og fékk að heyra: It‘s happening! Ég fékk að fara í bað og var með glaðloft við hendina. Ég stóð svo upp úr baðinu, ældi yfir allt og þá byrjaði ballið. Ég hafði óskað eftir mænudeyfingu fyrir fæðinguna en klukkan átta um morguninn þá var enn ekki búið að deyfa mig. Ég skammast mín alveg svakalega yfir þessu sem ég ætla að deila með ykkur en á þessu stigi öskraði ég: Where is the fucking doctor? Laust eftir miðnætti á settum degi fór Ína að finna fyrir fyrstu verkjunum sem jukust svo mjög hratt. Þegar ég áttaði mig á hegðun minni þá hætti ég ekki að biðja þær fyrirgefningar en við hlógum mikið af þessu eftir á. Einnig var ég alltaf að tala íslensku og þær héldu þá að ég væri að tala sænsku og töluðu því bara sænsku við mig. Við vorum öll í bullandi misskilningi. Ég man eftir stundinni þegar Elvar var að reyna að segja mér að ég væri að tala íslensku við þær og á sama tíma að útskýra fyrir ljósmæðrunum að ég væri ekki að tala sænsku heldur íslensku. Á þessum tíma voru vaktaskipti og þegar læknirinn loksins kom þá var orðið of seint að fá mænudeyfingu. Ég man hvað ég var kvalin og ég sagði svo oft: „Elvar, ég get ekki meira, Elvar ég held að ég sé að deyja, hugsaðu vel um hann.“ Svo dramatískt en á þessu augnabliki hélt ég í alvöru að ég gæti ekki haldið mikið áfram. Svo kom hann í heiminn klukkan hálf tíu um morguninn. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ólýsanleg. Ég trúði þessu hreinlega ekki. Fallegasta augnablik lífs míns. Ég man að hann svona mjakaðist upp að bringunni minni, ekki búið að klippa naflastrenginn og ég lá með hann á bringunni og horfði á fallegu augun hans og litla munninn reyna að finna brjóst. „Fallegasta stund lífsins,“ segir Ína um stundina þegar hún fékk barnið sitt í hendurnar í fyrsta skipti. Dásamlega erfitt Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað móðureðlið er sterkt. Hvernig maður kemst áfram á tómum tanki skíthræddur og óöruggur en samt svo með þetta. Fengu þið að vita kynið? Já, það var aldrei spurning. Við vorum alltaf ákveðin í því að fá að vita kynið. Ég þurfti virkilega á sterkari tengingu að halda og mér fannst þetta einnig gefa Elvari tengingu við barnið. Auðvitað skipti það okkur ekki máli hvort kynið barnið yrði en þetta gaf okkur samt sterkari tengingu. Ég var þó viss um að ég væri með stelpu. Tilkynntu þið kynið með einhverjum hætti? Við vorum með kynjaveislu, ég er svolítið extra. Elvar var ekkert alltof ánægður með það en ég keypti confetti og kom honum á alvöru USA-kynjaveisluvagninn. Við héldum svo á sitthvoru hylkinu og skutum þeim upp fyrir framan alla. Þetta var mjög falleg stund sem mér þykir afar vænt um. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, meiri umræða um brjóstagjöf og hvað móðurhlutverkið er krefjandi. Eins og ég orða það, dásamlega erfitt. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, mér finnst smá pressa. Margt sem er ekki nauðsynlegt eða það að eiga það flottasta. Það er ekkert endilega neikvætt því allt sem tengist þessum krílum er virkilega skemmtilegt að stússast í, gera og græja. Einnig hjálpar það að fylgjast með öðrum og sjá hvernig aðrir tækla ýmislegt sem tengist nýja hlutverkinu. Ef ég á að koma með dæmi þá get ég nefnt barnaherbergið. Ég var mjög leið að geta ekki dundað mér í barnaherberginu og gera það fínt og sætt eins og „allir hinir“ en það er kannski líka bara svolítið hjá manni sjálfum. Passa sig á því að vera ekki miða sig við aðra og metast. Lítið krútt. Erik Marel er í dag rúmlega eins og hálfs árs. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að vera með hann á brjósti? Ég reyndi í sex vikur og upplifði erfiðar fyrstu fjórar til sex vikur eftir fæðingu þar sem ég reyndi allt til þess að fá mjólkina. Allt frá því að pumpa mig á klukkutíma fresti yfir í te, bjór og töflur. Að vera nýbökuð móðir og geta ekki gefið barninu brjóst var mjög erfitt. Hann fæddist 3,090 grömm en fór niður í 2000 grömm og voru ungbarnaskoðanirnar því mjög stressandi. Það var mikil pressa lögð á brjóstagjöfina. Áður en ég vissi af var ég komin með bæði brjóstin út og þær á spítalanum að pumpa bæði brjóstin í einu. Ég átti bara að sitja þarna, bíða og láta þetta virka. Ég man hvað ég var hvít af þreytu og vanlíðan og barnið mitt hungrað á gólfinu. Ég ákvað þá að hætta þessu og færa mig alveg yfir í formúlumjólkina. Ég fékk góðar upplýsingar og hjálp frá yndislegu hjúkkunni okkar í Svíþjóð og nú heilsast öllum vel og líður margfalt betur. Það er engin skömm að færa barn yfir á pela. Fylgið ykkar innsæi og gerið það sem er best fyrir ykkur. Betri vinir, sterkari og hamingjusamari Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, núna erum við ekki lengur bara kærustupar eða bara „við tvö“. Núna horfir maður á fjölskylduna sína. Upplifum saman hrausta strákinn okkar vaxa og dafna og við það myndast einhvern veginn dýpri nánd. Það tók alveg smá tíma að huga að sambandinu sjálfu eftir fæðingu og átti maður það til að setja það til hliðar og láta allt snúast um barnið. Í dag erum við betri vinir, sterkari og hamingjusamari. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Það er auðvelt að gleyma sér í móðurhlutverkinu, enda er þetta hlutverk sem að heltekur líf manns. Maður vill gera þetta vel en það er samt svo mikilvægt að gleyma því ekki að hlúa að sjálfum sér og passa sig á því að glata sjálfum sér ekki í móðurhlutverkinu. Eins og gamla góða klisjan segir, við setjum súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf áður en við getum farið að hjálpa öðrum. Með því vil ég segja að við verðum að hugsa áfram um okkur sem manneskjur til þess að við getum verið bestu mæðurnar fyrir börnin okkar. Ína segir hana og Elvar vera miklu nánari og betri vini eftir að Erik kom í heiminn. Þessa dagana nýtur fjölskyldan þess að vera saman í Litháen þar sem Elvar spilar körfubolta. Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál Bone-orðin 10: Vill ástríðufullar konur sem keyra jeppa Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi Makamál „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ína og maðurinn hennar, landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson, eignuðust sitt fyrsta barn fyrir einu og hálfu ári þá búsett í Svíþjóð. Ína starfar sem markaðsráðgjafi á Trendport og er að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun en Elvar Már er atvinnumaður í körfubolta. Í dag býr fjölskyldan í Litháen þar sem Elvar Már spilar með liðinu BC Siauliai. „Í dag erum við mæðgin mætt aftur til Litháen til Elvars eftir fjögurra mánaða aðskilnað og ætlum við fjölskyldan að vera hér saman þar til að tímabilið hans klárast.“ segir Ína en hún og Erik Marel komu til Íslands í nóvember síðastliðinn að stórum hluta vegna heimsfaraldursins. Ína segir aðskilnaðinn hafa verið erfiðan en þó sérstaklega fyrir kærasta hennar Elvar sem var einn í Litháen án hennar og Eriks Marel sem var enn svo lítill. „Það er búið að vera samkomubann síðan í október hér í Litháen, ekkert opið nema apótek og matvörubúðir. Við vissum í rauninni ekki hvenær við færum aftur út, ætluðum bara að láta það ráðast en Erik var nýorðinn eins árs þegar við fórum heim til Íslands.“ Aðskilnaðurinn erfiður Ína eyddi tímanum á Íslandi í að reyna að koma ljósmyndaferlinum af stað samhliða vinnu sinni í markaðasmálum hjá Trendport. „Þessi tími í fjarbúð var ekki bara erfiður fyrir mig heldur einnig fyrir Elvar. Hann var án sonar síns og fjölskyldu einn úti á tímum Covid þar sem er stanslaus sóttkví, leikjum frestað og almennt mikil óvissa. Þetta var öðruvísi erfitt fyrir Elvar, að hafa aldrei upplifað eins mikinn söknuð og upplifa holu í hjartanu, að hafa ekki nýja litla barnið sitt hjá sér.“ Yndislegir endurfundir feðganna festir á filmu. „Maður átti það til að spila fórnarlambið, að eiga svo erfitt að vera einn með mjög virkt barn og reyna að halda öllu öðru gangandi. Þetta var samt örugglega erfiðara fyrir Elvar svona þegar maður pældi vel í því. Hann missti af miklu og missti líka tenginguna við Erik en hún var sem betur fer fljót að koma aftur þegar þeir hittust. Elvar var einn, einangraður inni í íbúð í Litháen því þar í landi má ekki einu sinni fara út um útidyrnar í sóttkví. Elvar er svo ótrúlegur að hann kvartar ekki einu sinni, hann er einn sterkasti einstaklingur sem ég þekki svo að þetta blessaðist allt saman,“ segir Ína og bætir því við að fjölskyldan njóti þess nú að vera loksins sameinuð. Ína segist sjálf hafa hlakkað svo mikið til þess að verða vitni að endurfundum þeirra feðga að hún hafi sjálf næstum gleymt að heilsa Elvari. „Ég var sjálf í smá spennufalli. Erik Marel sýndi allar tilfinningar, varð spenntur, vandræðalegur, ánægður og sýndi það með dansi og knúsum. Á einu augnabliki vissi hann ekkert hvernig hann átti að vera og sleikti alla kinnina á pabba sínum. Þetta var mjög skemmtilegt og fallegt augnablik.“ Glæsileg og geislandi Ína María. Hér fyrir neðan svarar Ína María spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Það var alveg smá stigvaxandi ferli og ég komst að því frekar seint, á sirka sjöundu til áttundu viku. Byrjaði þannig að ég var alltaf að sofna við sjónvarpið, sem eiginlega bara gerist ekki. Einnig gat ég ekki haldið augunum opnum eftir klukkan fimm og verandi B-manneskja þá gerist það ekki oft. Þessi þreyta hélt áfram og var ég viss um að ég væri bara að ganga frá sjálfri mér í amstri dagsins. Elvar vildi að ég tæki óléttupróf en ég hristi bara hausinn. Einn morgunn ákváðum við að taka próf fyrir vinnu og ég man bara að við horfðum á hvort annað, vissum ekkert hvernig við áttum að haga okkur og fórum í vinnuna án þess að ræða þetta frekar. Það má segja að þetta hafi komið okkur sannarlega á óvart. Við vorum í góðan tíma að meðtaka þetta en urðum strax svo spennt. Þungunin kom þeim Ínu og Elvari svo sannarlega á óvart og segir Ína þau strax hafa orðið mjög spennt. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið skringilega, tengdi lítið við það að vera ólétt. Það var engin ógleði, bara þreyta og lyktarskynið var svakalegt. Ég var alltaf að kafna úr lykt og hætti að hafa lyst á því sem ég borðaði reglulega. Það voru svona fyrstu einkennin en annars var ég mjög hraust. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Hvað þetta er magnað ferli, ég trúi þessu ekki ennþá. Að ganga með barn er engu líkt. Mér fannst alltaf jafn ótrúlegt að finna fyrir öllum hreyfingum og verkjum eða hvað sem það var sem tengdist óléttunni. Líkaminn er magnað fyrirbæri! Ína segist mjög þakklát með það hvað hún var hraust og heilbrigð á meðgöngunni og því hafi hún getað stundað æfingar alveg eins og áður. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég tel mig hafa verið mjög heppna á meðgöngu og tók því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég gat haldið áfram að æfa daglega og gera allt sem ég var vön að gera svo að ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Fyrstu mánuðina var ég heima á Íslandi og leið bara mjög vel. Í lokin á meðgöngunni var ég í Borås í Svíþjóð og eignaðist son minn þar. Ég man að ég kippti mér ekkert upp við það fyrst að ég væri að fara eignast barn í öðru landi en þegar það var komið að því að fara út var ég orðin mjög stressuð að fara út kasólétt og tækla fyrstu mánuðina í öðru landi. Þjónustan í Borås var upp á tíu. Það var haldið mjög vel utan um allt og ég upplifði mikið öryggi og væntumþykju strax í fyrstu skoðun. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Gulur Gatorade! Það var eina svona sem mér dettur í hug. Lokaspretturinn erfiðastur Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Já, okkur fannst það mjög erfitt, sérstaklega þegar við vorum ekkert alltof sammála. Maður gat farið svoleiðis fram og til baka með nöfnin. Mér fannst mjög erfitt að segja að ég væri búin að ákveða mig eða hvort ég væri búin að 100% samþykkja nafnið svo að þetta dróst svolítið á langinn. Elvar kom með nafnið Erik og ég nafnið Marel. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Lokaspretturinn var það erfiðasta, mikill brjóstsviði, bakflæði og enginn svefn en allt þess virði. Það varð eitt atvik í síðustu skoðuninni fyrir fæðingu þegar kúlan mældist minni en fyrri skoðun og var eitthvað lítil. Þær voru smeykar og vildu senda mig í sónar. Á þessum tímapunkti var ég að pissa í mig úr hræðslu og allar hugsanir flugu í gegnum hugann. Það reyndist allt vera í toppstandi en þetta atvik sat fast í mér. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst bara yfir höfuð svo skemmtilegt að vera ólétt en það sem stendur upp úr eru hreyfingarnar, það jafnast ekkert á við það. Einnig fannst mér þessi tími frábær fyrir sambandið. Allar tilfinningarnar sem við upplifðum saman og tilhlökkunin, bæði að fara inn í nýtt hlutverk og vitandi ekkert hvað biði okkar. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það var mikið spurt út í nafnið. Svo var það hvort ég ætlaði að eignast barnið heima eða úti í Svíþjóð. Einnig var ég spurð hvort að ég ætlaði að fá mænudeyfingu eða ekki. Það besta við meðgönguna segir Ína hafa verið að upplifa tilhlökkunina og allar góðu tilfinningarnar með kærasta sínum og þess vegna hafi þessi tími verið mjög góður fyrir sambandið. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Áður en við fórum út fengum við tíma hjá okkar ljósmóður í Keflavík þar sem hún fór yfir fæðingarferlið, það hjálpaði mér helling. Einnig veitti hún mér góðan stuðning og hughreysti mig í öllu þessu ferli sem það var að vera að fara að eiga barn í útlöndum. „ Where is the fucking doctor? “ Hvernig gekk fæðingin? Á settum degi þá hafði ég ekki fundið fyrir neinu óvenjulegu allan daginn. Þegar klukkan var svo að ganga tvö eftir miðnætti var ég orðin mjög verkjuð. Elvar vildi fara með mig upp á spítala en ég sagði honum að bíða bara aðeins lengur og sjá hvernig þetta myndi þróast. Klukkan fjögur fóru svo verkirnir að aukast. Þegar ég mætti svo upp á spítala hálftíma síðar var ég komin með þrjá í útvíkkun og fékk að heyra: It‘s happening! Ég fékk að fara í bað og var með glaðloft við hendina. Ég stóð svo upp úr baðinu, ældi yfir allt og þá byrjaði ballið. Ég hafði óskað eftir mænudeyfingu fyrir fæðinguna en klukkan átta um morguninn þá var enn ekki búið að deyfa mig. Ég skammast mín alveg svakalega yfir þessu sem ég ætla að deila með ykkur en á þessu stigi öskraði ég: Where is the fucking doctor? Laust eftir miðnætti á settum degi fór Ína að finna fyrir fyrstu verkjunum sem jukust svo mjög hratt. Þegar ég áttaði mig á hegðun minni þá hætti ég ekki að biðja þær fyrirgefningar en við hlógum mikið af þessu eftir á. Einnig var ég alltaf að tala íslensku og þær héldu þá að ég væri að tala sænsku og töluðu því bara sænsku við mig. Við vorum öll í bullandi misskilningi. Ég man eftir stundinni þegar Elvar var að reyna að segja mér að ég væri að tala íslensku við þær og á sama tíma að útskýra fyrir ljósmæðrunum að ég væri ekki að tala sænsku heldur íslensku. Á þessum tíma voru vaktaskipti og þegar læknirinn loksins kom þá var orðið of seint að fá mænudeyfingu. Ég man hvað ég var kvalin og ég sagði svo oft: „Elvar, ég get ekki meira, Elvar ég held að ég sé að deyja, hugsaðu vel um hann.“ Svo dramatískt en á þessu augnabliki hélt ég í alvöru að ég gæti ekki haldið mikið áfram. Svo kom hann í heiminn klukkan hálf tíu um morguninn. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ólýsanleg. Ég trúði þessu hreinlega ekki. Fallegasta augnablik lífs míns. Ég man að hann svona mjakaðist upp að bringunni minni, ekki búið að klippa naflastrenginn og ég lá með hann á bringunni og horfði á fallegu augun hans og litla munninn reyna að finna brjóst. „Fallegasta stund lífsins,“ segir Ína um stundina þegar hún fékk barnið sitt í hendurnar í fyrsta skipti. Dásamlega erfitt Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað móðureðlið er sterkt. Hvernig maður kemst áfram á tómum tanki skíthræddur og óöruggur en samt svo með þetta. Fengu þið að vita kynið? Já, það var aldrei spurning. Við vorum alltaf ákveðin í því að fá að vita kynið. Ég þurfti virkilega á sterkari tengingu að halda og mér fannst þetta einnig gefa Elvari tengingu við barnið. Auðvitað skipti það okkur ekki máli hvort kynið barnið yrði en þetta gaf okkur samt sterkari tengingu. Ég var þó viss um að ég væri með stelpu. Tilkynntu þið kynið með einhverjum hætti? Við vorum með kynjaveislu, ég er svolítið extra. Elvar var ekkert alltof ánægður með það en ég keypti confetti og kom honum á alvöru USA-kynjaveisluvagninn. Við héldum svo á sitthvoru hylkinu og skutum þeim upp fyrir framan alla. Þetta var mjög falleg stund sem mér þykir afar vænt um. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, meiri umræða um brjóstagjöf og hvað móðurhlutverkið er krefjandi. Eins og ég orða það, dásamlega erfitt. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, mér finnst smá pressa. Margt sem er ekki nauðsynlegt eða það að eiga það flottasta. Það er ekkert endilega neikvætt því allt sem tengist þessum krílum er virkilega skemmtilegt að stússast í, gera og græja. Einnig hjálpar það að fylgjast með öðrum og sjá hvernig aðrir tækla ýmislegt sem tengist nýja hlutverkinu. Ef ég á að koma með dæmi þá get ég nefnt barnaherbergið. Ég var mjög leið að geta ekki dundað mér í barnaherberginu og gera það fínt og sætt eins og „allir hinir“ en það er kannski líka bara svolítið hjá manni sjálfum. Passa sig á því að vera ekki miða sig við aðra og metast. Lítið krútt. Erik Marel er í dag rúmlega eins og hálfs árs. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að vera með hann á brjósti? Ég reyndi í sex vikur og upplifði erfiðar fyrstu fjórar til sex vikur eftir fæðingu þar sem ég reyndi allt til þess að fá mjólkina. Allt frá því að pumpa mig á klukkutíma fresti yfir í te, bjór og töflur. Að vera nýbökuð móðir og geta ekki gefið barninu brjóst var mjög erfitt. Hann fæddist 3,090 grömm en fór niður í 2000 grömm og voru ungbarnaskoðanirnar því mjög stressandi. Það var mikil pressa lögð á brjóstagjöfina. Áður en ég vissi af var ég komin með bæði brjóstin út og þær á spítalanum að pumpa bæði brjóstin í einu. Ég átti bara að sitja þarna, bíða og láta þetta virka. Ég man hvað ég var hvít af þreytu og vanlíðan og barnið mitt hungrað á gólfinu. Ég ákvað þá að hætta þessu og færa mig alveg yfir í formúlumjólkina. Ég fékk góðar upplýsingar og hjálp frá yndislegu hjúkkunni okkar í Svíþjóð og nú heilsast öllum vel og líður margfalt betur. Það er engin skömm að færa barn yfir á pela. Fylgið ykkar innsæi og gerið það sem er best fyrir ykkur. Betri vinir, sterkari og hamingjusamari Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, núna erum við ekki lengur bara kærustupar eða bara „við tvö“. Núna horfir maður á fjölskylduna sína. Upplifum saman hrausta strákinn okkar vaxa og dafna og við það myndast einhvern veginn dýpri nánd. Það tók alveg smá tíma að huga að sambandinu sjálfu eftir fæðingu og átti maður það til að setja það til hliðar og láta allt snúast um barnið. Í dag erum við betri vinir, sterkari og hamingjusamari. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Það er auðvelt að gleyma sér í móðurhlutverkinu, enda er þetta hlutverk sem að heltekur líf manns. Maður vill gera þetta vel en það er samt svo mikilvægt að gleyma því ekki að hlúa að sjálfum sér og passa sig á því að glata sjálfum sér ekki í móðurhlutverkinu. Eins og gamla góða klisjan segir, við setjum súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf áður en við getum farið að hjálpa öðrum. Með því vil ég segja að við verðum að hugsa áfram um okkur sem manneskjur til þess að við getum verið bestu mæðurnar fyrir börnin okkar. Ína segir hana og Elvar vera miklu nánari og betri vini eftir að Erik kom í heiminn. Þessa dagana nýtur fjölskyldan þess að vera saman í Litháen þar sem Elvar spilar körfubolta.
Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál Bone-orðin 10: Vill ástríðufullar konur sem keyra jeppa Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Emojional: Sigríður Þóra, hamingjusöm í fæðingarorlofi Makamál „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira