Nissan Leaf - Ekki ætlað að vera sportbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. apríl 2021 07:00 Nissan Leaf. Kristinn Ásgeir Gylfason Nissan Leaf var einn af fyrstu fjöldaframleiddu rafbílunum. Framleiðsla fyrstu kynslóðar hófst árið 2010. Árið 2017 hófst svo framleiðsla annarrar kynslóðar af Nissan Leaf. Blaðamaður reynsluók bíl af þeirri kynslóð nýlega. Reynsluakstursbíllin var í Tekna útgáfu, með 40kWh rafhlöðunni. Best búni bíllinn en með minni gerðinni af rafhlöðu. Leaf er einnig fáanlegur með 62 kWh rafhlöðu sem skilar 214 hestöflum á móti 150 í bílnum með minni rafhlöðunni. Útlit Ofanritaður var ekki mikill aðdáandi fyrstu kynslóðar Leaf, þegar kom að útliti. Mikil bót hefur verið þar á að mati blaðamanns. Framendinn á Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Sérstaklega er framendi bílsins reffilegur og í hann eru dregnar skemmtilega skarpar línur sem andstæða við fremur kúlulaga og rúnaðan bíl sem fyrsta kynslóðin var. Afturendinn er einnig smekklegur, þó eymi enn aðeins af gamla bílnum í honum með afturbrettum og stuðara sem gera það að verkum að það er eins og bíllinn sé breiðari en bilið á milli hjólanna gerði ráð fyrir. Það er skemmtilegt hvernig svartur er nýttur sem annar tónn á móti aðallit bílsins til að gefa sportlegra og frískara útlit. Aksturseiginleikar Hvað akstur varðar þá er Leaf afar góður. Hann er lipur og léttur í akstri, enda gefur rafhlaðan samstundis tog, líkt og í öðrum rafbílum. Eitthvað sem gefur þeim flestum sportlega hröðun. Leaf er þar enginn eftirbátur. Hann er einnig skemmtilegur í daglegu amstri og gott að keyra hann. Nissan Leaf er sem betur fer ekki hannaður sem sportbíll og má með sanni segja að það sé þægilegt að keyra hann. Hann er blíður við bossa ökumanns og annarra. Hann kveinkar sér ekki yfir hraðahindrunum og hann flýr ekki af vettvangi ef hann sér holu í malbiki. Hann er búinn þeim eiginleika að endurhlaða sig þegar slegið er af, eins og margir rafbílar. Leaf getur þó ólíkt sumum þeirra alveg numið staðar með aðstoð þessa eiginleika sem kallast e-Pedal. Skottið á Nissan Leaf er nokkuð gott.Kristinn Ásgeir Gylfason Notagildi Hann er fínn fólksbíll í þeim skilningi að það er gott að ganga um hann. Þrátt fyrir að vera fimm manna hlaðbakur þá situr maður uppréttari í honum en mörgum öðrum í sama stærðarflokki. Það vakti athygli blaðamanns við akstur á bílnum hvað sást vel yfir veginn framundan og hvað aðrir ökumenn voru lægra staddir. Skottið er nokkuð gott og fínt pláss er aftur í bílnum. Hann er allur frekar rúmgóður, enda í stærri kantinum í flokki hlaðbaka. Hann kemur á óvart þegar maður kynnist honum betur. Höfuðplássið er gott bæði fram í og aftur í. Aftursæti í Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Þess er rétt að geta að það eru ISOFIX festingar í aftursætum eins og von er en þar að auki eru ISOFIX festingar fyrir bílstól í farþegasæti fram í bílnum. Innra rými Innra rýmið er smekklegt, látlaust og kannski raunar frekar einfalt. Einfalt er alls ekki neikvætt heldur lýsir því fremur að hlutir, takkar og stilligræjur eru á þeim stað sem við er að búast. Það er eiginlega frískandi að aka rafbíl sem er með takka til að stilla sætishitann og það eru ekki 17 stillingar heldur bara þrjár, hár hiti, lágur hiti og slökkt. Innra rými í Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Tekna bíllinn er afar vel búinn en að Leaf er líka vel útbúinn í ódýrari útgáfum. Til dæmis er Acenta útgáfan, sú ódýrasta einnig búinn hita í stýri, hita í fram og aftursætum, leiðsögukerfi með Íslandskorti og fleiru. Drægni Uppgefin drægni er frá 270km, það er í 40kWh bílunum. Uppgefin drægni fyrir bíla með stærri, 62kWh rafhlöðunni er 385km. Ekkert í reynsluakstri blaðamanns gaf tilefni til að efast um þessar tölur, þó auðvitað miði þær við kjöraðstæður, hitastig og vind. Þættir sem erfitt er að treysta of mikið á hérlendis. Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Verð og samantekt Nissan Leaf kostar frá 4.890.000kr. Reynsluakstursbíllinn, Tekna útgáfa með minni rafhlöðunni kostar 5.390.000kr. Tekna bíllinn með stærri rafhlöðunni kostar 6.190.000kr. Leaf er góður fólksbíll, fimm manna rafhlaðbakur sem sbíkur engan, nema þá ef einhver sækist eftir meiri sport eiginleikum, þá þarf að leita annað. En sem fólksbíll, sem bíllinn sem Leaf átti alltaf að vera, þá er hann afar góður. Engar beinagrindur í skápunum þar. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent
Reynsluakstursbíllin var í Tekna útgáfu, með 40kWh rafhlöðunni. Best búni bíllinn en með minni gerðinni af rafhlöðu. Leaf er einnig fáanlegur með 62 kWh rafhlöðu sem skilar 214 hestöflum á móti 150 í bílnum með minni rafhlöðunni. Útlit Ofanritaður var ekki mikill aðdáandi fyrstu kynslóðar Leaf, þegar kom að útliti. Mikil bót hefur verið þar á að mati blaðamanns. Framendinn á Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Sérstaklega er framendi bílsins reffilegur og í hann eru dregnar skemmtilega skarpar línur sem andstæða við fremur kúlulaga og rúnaðan bíl sem fyrsta kynslóðin var. Afturendinn er einnig smekklegur, þó eymi enn aðeins af gamla bílnum í honum með afturbrettum og stuðara sem gera það að verkum að það er eins og bíllinn sé breiðari en bilið á milli hjólanna gerði ráð fyrir. Það er skemmtilegt hvernig svartur er nýttur sem annar tónn á móti aðallit bílsins til að gefa sportlegra og frískara útlit. Aksturseiginleikar Hvað akstur varðar þá er Leaf afar góður. Hann er lipur og léttur í akstri, enda gefur rafhlaðan samstundis tog, líkt og í öðrum rafbílum. Eitthvað sem gefur þeim flestum sportlega hröðun. Leaf er þar enginn eftirbátur. Hann er einnig skemmtilegur í daglegu amstri og gott að keyra hann. Nissan Leaf er sem betur fer ekki hannaður sem sportbíll og má með sanni segja að það sé þægilegt að keyra hann. Hann er blíður við bossa ökumanns og annarra. Hann kveinkar sér ekki yfir hraðahindrunum og hann flýr ekki af vettvangi ef hann sér holu í malbiki. Hann er búinn þeim eiginleika að endurhlaða sig þegar slegið er af, eins og margir rafbílar. Leaf getur þó ólíkt sumum þeirra alveg numið staðar með aðstoð þessa eiginleika sem kallast e-Pedal. Skottið á Nissan Leaf er nokkuð gott.Kristinn Ásgeir Gylfason Notagildi Hann er fínn fólksbíll í þeim skilningi að það er gott að ganga um hann. Þrátt fyrir að vera fimm manna hlaðbakur þá situr maður uppréttari í honum en mörgum öðrum í sama stærðarflokki. Það vakti athygli blaðamanns við akstur á bílnum hvað sást vel yfir veginn framundan og hvað aðrir ökumenn voru lægra staddir. Skottið er nokkuð gott og fínt pláss er aftur í bílnum. Hann er allur frekar rúmgóður, enda í stærri kantinum í flokki hlaðbaka. Hann kemur á óvart þegar maður kynnist honum betur. Höfuðplássið er gott bæði fram í og aftur í. Aftursæti í Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Þess er rétt að geta að það eru ISOFIX festingar í aftursætum eins og von er en þar að auki eru ISOFIX festingar fyrir bílstól í farþegasæti fram í bílnum. Innra rými Innra rýmið er smekklegt, látlaust og kannski raunar frekar einfalt. Einfalt er alls ekki neikvætt heldur lýsir því fremur að hlutir, takkar og stilligræjur eru á þeim stað sem við er að búast. Það er eiginlega frískandi að aka rafbíl sem er með takka til að stilla sætishitann og það eru ekki 17 stillingar heldur bara þrjár, hár hiti, lágur hiti og slökkt. Innra rými í Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Tekna bíllinn er afar vel búinn en að Leaf er líka vel útbúinn í ódýrari útgáfum. Til dæmis er Acenta útgáfan, sú ódýrasta einnig búinn hita í stýri, hita í fram og aftursætum, leiðsögukerfi með Íslandskorti og fleiru. Drægni Uppgefin drægni er frá 270km, það er í 40kWh bílunum. Uppgefin drægni fyrir bíla með stærri, 62kWh rafhlöðunni er 385km. Ekkert í reynsluakstri blaðamanns gaf tilefni til að efast um þessar tölur, þó auðvitað miði þær við kjöraðstæður, hitastig og vind. Þættir sem erfitt er að treysta of mikið á hérlendis. Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Verð og samantekt Nissan Leaf kostar frá 4.890.000kr. Reynsluakstursbíllinn, Tekna útgáfa með minni rafhlöðunni kostar 5.390.000kr. Tekna bíllinn með stærri rafhlöðunni kostar 6.190.000kr. Leaf er góður fólksbíll, fimm manna rafhlaðbakur sem sbíkur engan, nema þá ef einhver sækist eftir meiri sport eiginleikum, þá þarf að leita annað. En sem fólksbíll, sem bíllinn sem Leaf átti alltaf að vera, þá er hann afar góður. Engar beinagrindur í skápunum þar.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent