Arna Petra heldur úti YouTube-rás þar sem hún hefur mestmegnis deilt myndböndunum frá ferðalögum um heiminn. Undanfarið hefur hún verið að greina frá meðgöngunni og einnig þegar parið tók íbúð í gegn frá a-ö.
Í nýjasta myndbandinu sem kom út fyrir um viku sýnir Arna Petra aftur á móti frá fæðingunni alveg frá því að hún missti vatnið um nóttina.
Þá kom Emilía dóttir þeirra í heiminn og gekk fæðingin vel. Dóttir parsins kom í heiminn tíu dögum fyrir settan dag.
Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu Petru.