Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og undanfarin tvö ár. Í fyrsta sinn í sögu félagsins er HK að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. HK-ingar héldu sér þægilega uppi 2019 og 2020 og horfa væntanlega upp fyrir þetta tímabil og vilja taka næsta skref. Þeir þurfa þó að gera það án Valgeirs Valgeirssonar sem er farinn í atvinnumennsku. HK byrjaði síðasta tímabil ekkert sérstaklega vel en var komið í ágætis gír þegar tímabilið var flautað af. HK-ingar fengu góðan liðsstyrk eftir að tímabilið hófst og liðið sem lauk tímabilinu var nokkuð ólíkt því sem byrjaði mótið. Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert frábæra hluti með HK síðan hann tók við liðinu 2017. Hann kom liðinu upp í efstu deild í fyrstu tilraun og hefur fest það í sessi þar. Brynjar hefur byggt upp mjög þétt og skipulagt lið í Kórnum og gert góða hluti á félagaskiptamarkaðnum. Síðasta tímabil hjá HK Sæti: 9 Stig: 20 Vænt stig (xP): 16,8 Mörk: 29 Mörk á sig: 36 Vænt mörk (xG): 24,8 Vænt mörk á sig: 36,4 Með boltann: 44,1% Heppnaðar sendingar: 75,6% Skot: 11,3 Aðalleikaðferð: 4-4-1-1 (44%) Meðalaldur: 26,6 Markahæstur: Birnir Snær Ingason (5) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið HK.vísir/toggi Ívar Örn Jónsson (f. 1994): Sneri aftur í Kópavoginn í fyrra eftir góð ár í Víkingi og ekki jafn góð ár hjá Val. Frábær sóknarbakvörður og með spyrnutækni sem flestir öfunda hann af. Aukaspyrnu-Ívar er ekki besti varnarmaðurinn í bransanum en getur alveg varist ef sá gállinn er á honum eins og hann sýndi til dæmis í sigrinum á Breiðabliki í fyrra. Atli Arnarson (f. 1993): Skagfirðingurinn hefur átt mjög flottan feril í efstu deild þótt það fari ekki alltaf mikið fyrir honum. Varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og hefur reynst HK frábærlega undanfarin tvö ár og er markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild. Vel spilandi miðjumaður sem er líka duglegur að skila sér inn í vítateig andstæðinganna. Birnir Snær Ingason (f. 1996): Leikmaður sem fær áhorfendur til að feta allan tilfinningaskalann. Ótrúlega hæfileikaríkur kantmaður, frábær maður gegn manni og svo gott sem jafnfættur. Stöðugleiki er hins vegar ekki til í hans orðabók og tilfinningin er alltaf sú að hann geti gert meira. Birnir var mjög öflugur seinni hluta síðasta tímabils og HK þarf á þeirri útgáfu af honum að halda í sumar. Nýtur sín sérstaklega vel inni í Kórnum þar sem hann skoraði öll fimm mörk sín í fyrra. Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Birnir Snær Ingason.vísir/daníel/hag Leikstíllinn Í þremur orðum: Skyndisóknir og föst leikatriði. Spilar nægilega oft út frá markverði til að lokka mótherjann í hápressu ofarlega á vellinum, gera það einnig í opnu spili. Vilja fá andstæðinga sína upp á völlinn til að nýta plássið sem myndast þar fyrir aftan. HK líður vel inn í Kór og spilar töluvert meira út frá marki þar en á útivöllum, sérstaklega grasvöllum. Liðið spilar ekki beint með blússandi hápressu en tekur þó sénsa fram á við þegar möguleiki er á. Pressa mun hærra og oftar en margur heldur. Líður þó best varnarlega þegar liðið er aftarlega á vellinum og lokandi öllum svæðum. Sú mikla orka sem Valgeir bauð upp á hjálpaði til við pressu liðsins á síðustu leiktíð, spurning hvernig það verður leyst í ár. Ásamt því að lokka andstæðinga sína ofarlega á völlinn vill HK skipta boltanum hratt milli kanta og reyna skapa einn á einn stöður sóknarlega. Liðið fer mikið út á vængina og ógnar með fyrirgjöfum, hvort sem það er með jörðu eða í lofti. Þá skoraði liðið töluvert úr föstum leikatriðum á síðustu leiktíð og miðað við gæðin í spyrnumönnum ætti slíkt hið sama að vera upp á teningnum í sumar. Markaðurinn vísir/toggi HK náði sér vel á strik og tapaði aðeins tveimur leikjum af átta eftir að miðvörðurinn Martin Rauschenberg kom að láni frá Stjörnunni í fyrra. Daninn verður áfram að láni í Kórnum í sumar. Birkir Valur verður með frá byrjun eftir ævintýramennsku í Slóvakíu seinni hluta síðasta tímabils. Orkuboltinn Örvar Eggertsson gæti nýst HK-ingum vel og hinn átján ára Ívan Óli Santos er framtíðarsóknarmaður. Það að þurfa að spjara sig án Valgeirs Valgeirssonar er langstærsta áskorunin fyrir HK. Lánssamningur hans hjá Brentford rennur reyndar út 30. júní en það þýðir ekki að hann komi aftur. HK hefur einnig misst bakverðina Hörð Árnason og ÞÞÞ en Hörður byrjaði tíu af átján deildarleikjum í fyrra og Þórður sjö. Minni þörf er fyrir þá með Birki Val og Ívar á svæðinu. Heilt yfir geta stuðningsmenn HK því ekki mikið kvartað yfir viðskiptum vetrarins. Hvað vantar? HK-ingar þurfa betri brodd í sóknarleikinn með einu stykki markahrók, eins auðfengnir og þeir nú eru. Að lokum Fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er leikjahæsti leikmaður í sögu HK.vísir/daníel HK-inga dreymir eflaust um að feta sig ofar í töfluna en síðustu tvö ár sem fóru í það að festa liðið í sessi í efstu deild. Til þess að það gerist þarf liðið að byrja betur, ná í fleiri stig á útivelli og fá fleiri mörk frá framherjunum sínum en undanfarin tvö ár. Samtals skoruðu framherjar HK aðeins tólf mörk í Pepsi Max-deildinni 2019 og 2020. Skarð Valgeirs verður vandfyllt en þrátt fyrir að vera ekki orðinn fjárráða var hann mikilvægasti leikmaður HK, bæði í vörn og sókn. HK-ingar mega ekki sofna á verðinum og verða kærulausir eins og þeir voru stundum í fyrra en liðið ætti að sigla nokkuð lygnan sjó eins og undanfarin tvö ár. Fjórir af fyrstu fimm leikjum HK í sumar eru í Kórnum og því gott tækifæri fyrir liðið að byrja af krafti. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og undanfarin tvö ár. Í fyrsta sinn í sögu félagsins er HK að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. HK-ingar héldu sér þægilega uppi 2019 og 2020 og horfa væntanlega upp fyrir þetta tímabil og vilja taka næsta skref. Þeir þurfa þó að gera það án Valgeirs Valgeirssonar sem er farinn í atvinnumennsku. HK byrjaði síðasta tímabil ekkert sérstaklega vel en var komið í ágætis gír þegar tímabilið var flautað af. HK-ingar fengu góðan liðsstyrk eftir að tímabilið hófst og liðið sem lauk tímabilinu var nokkuð ólíkt því sem byrjaði mótið. Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert frábæra hluti með HK síðan hann tók við liðinu 2017. Hann kom liðinu upp í efstu deild í fyrstu tilraun og hefur fest það í sessi þar. Brynjar hefur byggt upp mjög þétt og skipulagt lið í Kórnum og gert góða hluti á félagaskiptamarkaðnum. Síðasta tímabil hjá HK Sæti: 9 Stig: 20 Vænt stig (xP): 16,8 Mörk: 29 Mörk á sig: 36 Vænt mörk (xG): 24,8 Vænt mörk á sig: 36,4 Með boltann: 44,1% Heppnaðar sendingar: 75,6% Skot: 11,3 Aðalleikaðferð: 4-4-1-1 (44%) Meðalaldur: 26,6 Markahæstur: Birnir Snær Ingason (5) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið HK.vísir/toggi Ívar Örn Jónsson (f. 1994): Sneri aftur í Kópavoginn í fyrra eftir góð ár í Víkingi og ekki jafn góð ár hjá Val. Frábær sóknarbakvörður og með spyrnutækni sem flestir öfunda hann af. Aukaspyrnu-Ívar er ekki besti varnarmaðurinn í bransanum en getur alveg varist ef sá gállinn er á honum eins og hann sýndi til dæmis í sigrinum á Breiðabliki í fyrra. Atli Arnarson (f. 1993): Skagfirðingurinn hefur átt mjög flottan feril í efstu deild þótt það fari ekki alltaf mikið fyrir honum. Varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og hefur reynst HK frábærlega undanfarin tvö ár og er markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild. Vel spilandi miðjumaður sem er líka duglegur að skila sér inn í vítateig andstæðinganna. Birnir Snær Ingason (f. 1996): Leikmaður sem fær áhorfendur til að feta allan tilfinningaskalann. Ótrúlega hæfileikaríkur kantmaður, frábær maður gegn manni og svo gott sem jafnfættur. Stöðugleiki er hins vegar ekki til í hans orðabók og tilfinningin er alltaf sú að hann geti gert meira. Birnir var mjög öflugur seinni hluta síðasta tímabils og HK þarf á þeirri útgáfu af honum að halda í sumar. Nýtur sín sérstaklega vel inni í Kórnum þar sem hann skoraði öll fimm mörk sín í fyrra. Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Birnir Snær Ingason.vísir/daníel/hag Leikstíllinn Í þremur orðum: Skyndisóknir og föst leikatriði. Spilar nægilega oft út frá markverði til að lokka mótherjann í hápressu ofarlega á vellinum, gera það einnig í opnu spili. Vilja fá andstæðinga sína upp á völlinn til að nýta plássið sem myndast þar fyrir aftan. HK líður vel inn í Kór og spilar töluvert meira út frá marki þar en á útivöllum, sérstaklega grasvöllum. Liðið spilar ekki beint með blússandi hápressu en tekur þó sénsa fram á við þegar möguleiki er á. Pressa mun hærra og oftar en margur heldur. Líður þó best varnarlega þegar liðið er aftarlega á vellinum og lokandi öllum svæðum. Sú mikla orka sem Valgeir bauð upp á hjálpaði til við pressu liðsins á síðustu leiktíð, spurning hvernig það verður leyst í ár. Ásamt því að lokka andstæðinga sína ofarlega á völlinn vill HK skipta boltanum hratt milli kanta og reyna skapa einn á einn stöður sóknarlega. Liðið fer mikið út á vængina og ógnar með fyrirgjöfum, hvort sem það er með jörðu eða í lofti. Þá skoraði liðið töluvert úr föstum leikatriðum á síðustu leiktíð og miðað við gæðin í spyrnumönnum ætti slíkt hið sama að vera upp á teningnum í sumar. Markaðurinn vísir/toggi HK náði sér vel á strik og tapaði aðeins tveimur leikjum af átta eftir að miðvörðurinn Martin Rauschenberg kom að láni frá Stjörnunni í fyrra. Daninn verður áfram að láni í Kórnum í sumar. Birkir Valur verður með frá byrjun eftir ævintýramennsku í Slóvakíu seinni hluta síðasta tímabils. Orkuboltinn Örvar Eggertsson gæti nýst HK-ingum vel og hinn átján ára Ívan Óli Santos er framtíðarsóknarmaður. Það að þurfa að spjara sig án Valgeirs Valgeirssonar er langstærsta áskorunin fyrir HK. Lánssamningur hans hjá Brentford rennur reyndar út 30. júní en það þýðir ekki að hann komi aftur. HK hefur einnig misst bakverðina Hörð Árnason og ÞÞÞ en Hörður byrjaði tíu af átján deildarleikjum í fyrra og Þórður sjö. Minni þörf er fyrir þá með Birki Val og Ívar á svæðinu. Heilt yfir geta stuðningsmenn HK því ekki mikið kvartað yfir viðskiptum vetrarins. Hvað vantar? HK-ingar þurfa betri brodd í sóknarleikinn með einu stykki markahrók, eins auðfengnir og þeir nú eru. Að lokum Fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er leikjahæsti leikmaður í sögu HK.vísir/daníel HK-inga dreymir eflaust um að feta sig ofar í töfluna en síðustu tvö ár sem fóru í það að festa liðið í sessi í efstu deild. Til þess að það gerist þarf liðið að byrja betur, ná í fleiri stig á útivelli og fá fleiri mörk frá framherjunum sínum en undanfarin tvö ár. Samtals skoruðu framherjar HK aðeins tólf mörk í Pepsi Max-deildinni 2019 og 2020. Skarð Valgeirs verður vandfyllt en þrátt fyrir að vera ekki orðinn fjárráða var hann mikilvægasti leikmaður HK, bæði í vörn og sókn. HK-ingar mega ekki sofna á verðinum og verða kærulausir eins og þeir voru stundum í fyrra en liðið ætti að sigla nokkuð lygnan sjó eins og undanfarin tvö ár. Fjórir af fyrstu fimm leikjum HK í sumar eru í Kórnum og því gott tækifæri fyrir liðið að byrja af krafti.
Sæti: 9 Stig: 20 Vænt stig (xP): 16,8 Mörk: 29 Mörk á sig: 36 Vænt mörk (xG): 24,8 Vænt mörk á sig: 36,4 Með boltann: 44,1% Heppnaðar sendingar: 75,6% Skot: 11,3 Aðalleikaðferð: 4-4-1-1 (44%) Meðalaldur: 26,6 Markahæstur: Birnir Snær Ingason (5)
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04