„Lífið er ekki sanngjarnt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. apríl 2021 15:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór yfir málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla „Það er gott að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna var gestur í þættinum Spjallið með Góðvild og ræddi þar hvað hún hefur lært af því að eiga systur með fötlun, mikilvægi NPA þjónustu og margt fleira. Sjálf leitaði hún í jafningjafræðslu þegar hún var yngri. „Þar þorði maður meira að spyrja spurninga og segja hvað manni þótti erfitt, sem að maður kannski vildi ekki láta á bera þegar maður var heima við,“ segir Áslaug Arna. Í dag reynir hún að miðla sinni eigin reynslu af því að eiga systur með fötlun og einnig móðurmissinum. „Ef það gagnast einhverjum einum þá er það algjörlega þess virði.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hristir upp í kerfinu „Ég er mikil félagsvera og finnst leiðinlegt að vera ein. Ég nýt þess að vera í kringum fólk og stundum full mikið, stundum gleymi ég að það er gott að vera einn og slaka á og annað. Ég er mjög góð í að sofa, ég gæti sofnað eiginlega hvað sem er hvenær sem er. Það er mikill kostur, sérstaklega þegar það er mikið að gera og spennustigið er hátt,“ sagði Áslaug Arna meðal annars þegar hún var beðin um að lýsa sjálfri sér. Hún fór ung á þing og í pólitík og segir að margir noti það gegn henni og segja að hún sé reynslulaus. „Ég held að það séu kostir og gallar. Það er mikilvægt að hafa breiðan hóp fólks sem hefur bæði víðtæka og langa reynslu sem auðvitað nýtist í ákveðnum mæli en það að koma svona ungur og ferskur inn hefur líka alls konar kosti með sér. Maður hristir frekar upp kerfin, er óþololinmóðari fyrir breytingum, sér kannski hlutina á annan hátt því þeir þurfa ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið.“ Systurnar Áslaug Arna og Nína.Úr einkasafni Lærði umburðarlyndi og varð sjálfstæðari Áslaug Arna segist að auki ekki telja sjálfa sig reynslulausa eftir að sitja á þingi frá 2016, vera formaður í tveimur stærstu þingsins og svo framvegis. Hún segir að það hafi haft töluverð áhrif á hana að missa móður sína ung og að eiga fatlaða systur. „Þetta mótar mann mjög mikið og það þarf ekkert endilega að vera neikvætt. Ég hef alltaf svolítið horft á það að lífið er ekki sanngjarnt en það er geggjað, það er frábært og skemmtilegt og getur líka verið erfitt og alls konar. Að eiga systir sem er með fötlun, þú þroskast öðruvísi. Þú lærir meira ungur, maður verður umburðarlyndari og líka víðsýnni og sjálfstæðari. Það eru mjög mikið af kostum sem að koma með því að fá að umgangast fólk sem er fjölbreytt eða er að glíma við einhverja erfiðleika og áskoranir.“ Áslaug Arna segist sjá að heimurinn sé ekki jafn vel búinn til fyrir systur sína og fyrir sig sjálfa. „Það hefur gert mig sterkari og líka miklu reynslumeiri.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44 „Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01 Mikilvægt að hlusta á fötluð börn og þeirra skoðanir „Ég er mikið búin að vera að spá í því hvað er gott líf og hvað felur það í sér,“ segir Snæfríður Þóra Egilsson iðjuþjálfi og prófessor í fötlunarfræðum við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. 23. mars 2021 08:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Áslaug Arna var gestur í þættinum Spjallið með Góðvild og ræddi þar hvað hún hefur lært af því að eiga systur með fötlun, mikilvægi NPA þjónustu og margt fleira. Sjálf leitaði hún í jafningjafræðslu þegar hún var yngri. „Þar þorði maður meira að spyrja spurninga og segja hvað manni þótti erfitt, sem að maður kannski vildi ekki láta á bera þegar maður var heima við,“ segir Áslaug Arna. Í dag reynir hún að miðla sinni eigin reynslu af því að eiga systur með fötlun og einnig móðurmissinum. „Ef það gagnast einhverjum einum þá er það algjörlega þess virði.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hristir upp í kerfinu „Ég er mikil félagsvera og finnst leiðinlegt að vera ein. Ég nýt þess að vera í kringum fólk og stundum full mikið, stundum gleymi ég að það er gott að vera einn og slaka á og annað. Ég er mjög góð í að sofa, ég gæti sofnað eiginlega hvað sem er hvenær sem er. Það er mikill kostur, sérstaklega þegar það er mikið að gera og spennustigið er hátt,“ sagði Áslaug Arna meðal annars þegar hún var beðin um að lýsa sjálfri sér. Hún fór ung á þing og í pólitík og segir að margir noti það gegn henni og segja að hún sé reynslulaus. „Ég held að það séu kostir og gallar. Það er mikilvægt að hafa breiðan hóp fólks sem hefur bæði víðtæka og langa reynslu sem auðvitað nýtist í ákveðnum mæli en það að koma svona ungur og ferskur inn hefur líka alls konar kosti með sér. Maður hristir frekar upp kerfin, er óþololinmóðari fyrir breytingum, sér kannski hlutina á annan hátt því þeir þurfa ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið.“ Systurnar Áslaug Arna og Nína.Úr einkasafni Lærði umburðarlyndi og varð sjálfstæðari Áslaug Arna segist að auki ekki telja sjálfa sig reynslulausa eftir að sitja á þingi frá 2016, vera formaður í tveimur stærstu þingsins og svo framvegis. Hún segir að það hafi haft töluverð áhrif á hana að missa móður sína ung og að eiga fatlaða systur. „Þetta mótar mann mjög mikið og það þarf ekkert endilega að vera neikvætt. Ég hef alltaf svolítið horft á það að lífið er ekki sanngjarnt en það er geggjað, það er frábært og skemmtilegt og getur líka verið erfitt og alls konar. Að eiga systir sem er með fötlun, þú þroskast öðruvísi. Þú lærir meira ungur, maður verður umburðarlyndari og líka víðsýnni og sjálfstæðari. Það eru mjög mikið af kostum sem að koma með því að fá að umgangast fólk sem er fjölbreytt eða er að glíma við einhverja erfiðleika og áskoranir.“ Áslaug Arna segist sjá að heimurinn sé ekki jafn vel búinn til fyrir systur sína og fyrir sig sjálfa. „Það hefur gert mig sterkari og líka miklu reynslumeiri.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44 „Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01 Mikilvægt að hlusta á fötluð börn og þeirra skoðanir „Ég er mikið búin að vera að spá í því hvað er gott líf og hvað felur það í sér,“ segir Snæfríður Þóra Egilsson iðjuþjálfi og prófessor í fötlunarfræðum við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. 23. mars 2021 08:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 14:44
„Ef ég hrekk upp af, hvað gerist þá með dóttur mína?“ „Mér finnst eiginlega verst þegar þau fá ekki að vera á þeirra eigin forsendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um málefni fatlaðra og langveikra barna. 30. mars 2021 16:01
Mikilvægt að hlusta á fötluð börn og þeirra skoðanir „Ég er mikið búin að vera að spá í því hvað er gott líf og hvað felur það í sér,“ segir Snæfríður Þóra Egilsson iðjuþjálfi og prófessor í fötlunarfræðum við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. 23. mars 2021 08:01