Samkvæmt Facebook færslu frá Lögreglunni á Suðurnesjum verður ekki hafist handa við að sekta strax. Samkvæmt vef Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) hefur aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí í fyrsta lagi.
Sektir
Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að láta vita hvenær verður farið að beita sektum. Það má því draga þá ályktun af Facebook færslu embættisins og umræðum undir færslunni að það verði ekki strax.