„Henti glansmyndinni og sýndi húðina án filters og farða“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2021 09:54 Áhrifavaldurinn og fasteignasalinn Hrefna Dan opnar sig um erfitt húðvandamál sem hún hefur þurft að takast á við síðan 2018. „Stundum þarf maður bara að gefa þessum blessuðu bólum miðjufingurinn, brosa fram í heiminn og fagna öllu öðru sem er gott í fari okkar. Við erum ekki bólurnar í andliti okkar og þær eiga ekki að skilgreina okkur,“ segir áhrifavaldurinn og fasteignasalinn Hrefna Dan í viðtali við Vísi. Hrefna er mikill tískuunnandi og er dugleg að prófa sig áfram með allskonar samsetningar, kjóla og dress í hversdeginum. Hrefna hefur talað opinskátt um húðvandamál sitt á miðlum sínum en hún er ein af þeim sem skilgreinist sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og er hún í dag með rúmlega þrettánþúsund fylgjendur á Instagram. Hrefna er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri og deilir hún meðal annars fallegum myndum af klæðnaði, mat og innanhússhönnun með fylgjendum sínum. Einnig hefur Hrefna gefið sig út fyrir að vera mikill sælkeri og hafa fagurskreyttar nammiskálar hennar vakið mikla kátínu og athygli á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by HREFNA DAN (@hrefnadan) Þurfti að stoppa sig af Hrefna hefur þó alltaf passað sig á því að sýna ekki bara glansmyndina af lífi sínu á Instagram og gefur hún fylgjendum sínum einnig innsýn í hversdagsleikann og raunir. Ein af hennar raunum hefur verið vandamál tengt húðinni sem Hrefna segir hafa tekið mikinn toll á sálartetrið. „Ég fór að fá bólur sem ég tel til vandræða um mitt ár 2018. Fram að því hafði ég verið að fá eina og eina bólu sem er er bara fullkomlega eðlilegt og allir kannast við. En á þessu tímabili fer þeim að fjölga mjög mikið og þær fara að valda mér ama og óþægindum.“ Hrefna ákvað að opna sig með húðvandamál sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og hefur hún meðal annars birt myndir af húðinni sinni fyrir og eftir förðun til að sýna muninn. Þegar Hrefna fór að leita lausna og afla sér upplýsinga þá segist hún fljótlega byrjað að huga betur að almennri húðumhirðu sem hún hafði áður ekki spáð mikið í. „Ég hugsaði ekkert sérstaklega út í það að ég þyrfti að sinna húðinni minni vel og notaði bara þær húðvörur sem voru hendi næst. Vörur sem ég veit í dag að eru alls ekki góðar fyrir mig og mína húð. Ég fór að færa mig yfir í hreinar og góðar húðvörur, prófaði að hætta að borða ákveðnar matartegundir og byrjaði að borða aðrar sem áttu að henta húð minni betur.“ Hrefna segist hafa ætlað sér að sigra heiminn þegar hún byrjaði að leita lausna við vandamálinu og hún hafi stundum þurft að staldra við og stoppa sig af. „Ég þurfti aðeins að minna mig á það að maður lifir bara einu sinni og ég gat ekki farið að umbreyta öllu mataræðinu og lifnaðarháttum mínum til þess eins að vera með „fullkomna“ húð. Svo ég hef bara fundið minn takt í þessu ferli.“ Hrefna þurfti aldrei að kljást við húðvandamál í kringum unglingsárin heldur komu þau fyrst upp á fulllorðinsárum eftir að hún hafði eignast börnin sín þrjú. Aðsend mynd Hefur oft þurft að svara fyrir ástandið á húðinni Húðvandamálin hafa þó haft mikil áhrif á sálina og sjálfstraustið að sögn Hrefnu og þá aðallega þegar hún er aum í húðinni og þegar húðin er rauð og mikið bólgin. Ég hef oft þurft að svara fyrir ástandið á húðinni minni og fæ ábendingar frá fólki í nærumhverfinu sem og ókunnugum hvað sé best að gera og hvað ég ætti að temja mér til að koma í veg fyrir þessa bólumyndun. Ég veit að fólk meinar vel en allar þessar ábendingar og athugasemdir gera oft bara illt verra. Mér finnast þær óþægilegar og tek þær mjög nærri mér. Ég veit alveg hvernig húðin á mér lítur út, það þarf enginn að segja mér það. Hrefna segist þó alltaf hafa verið meðvituð um það að það sé margt verra en að vera með slæma húð en það sé samt sem áður oft á tíðum sársaukafullt og mjög erfitt. „Ég leyfi mér alveg stundum að gráta og vera svekkt þegar mér líður illa yfir þessu.“ Sem unglingur var Hrefna með mjög góða húð og segir hún fólk stundum hafa grínast með það að hún sé það óþroskuð að hún sé núna að taka út unglingabólurnar, á fertugsaldri. „Ég hef þá svarað því þannig að ég sé eiginlega bara þakklát að vera frekar að taka þetta út núna, því ég held að það sé enn erfiðara að vera á unglingsárum að takast á við það að vera með slæma húð ofan á allt annað sem fylgir þeim árum.“ Fyrir og eftir farða. Hrefna segist stundum nota myndirnar sem hálfgerða dagbók til þess að fylgjast með ástandi húðarinnar. Aðsend mynd Er húðvandamálið viðloðandi vandamál eða eitthvað sem kemur og fer? „Það kemur og fer. Stundum á ég mjög góðar vikur þar sem bólar ekki á einni einustu bólu en svo bara allt í einu, BÚMM! Fimm bólur mættar á hægri kinnina. Hrefna segist hafa dottið í þá gryfju að fara ósjálfrátt að bera húð sína saman við húð annarra og þá fundist hún oft á tíðum koma illa út í samanburðinum því allir aðrir væru með svo frábæra húð. Ég lét ástandið stoppa mig í því að fara út á meðal fólks, hræddist búðarferðir og mætti mjög sjaldan á viðburði sem mér var boðið á. Þegar ég var upp á mitt versta vaknaði ég á undan fjölskyldunni minni og setti hyljara yfir mesta roðann svo Palli sæi ekki hve slæmt ástandið á húðinni minni væri í raun og veru. „Það er jú galin hegðun, því Palli vissi alveg hvernig þetta væri og hann hefur alltaf verið minn allra besti stuðningsmaður í einu og öllu. En þarna er sjálfsmyndin mín það léleg að ég er farin að telja mig þurfa að fela ástandið á húðinni minni fyrir eiginmanni mínum.“ Aldrei eins erfitt að birta mynd Í dag segist Hrefna ekki eins upptekin af því að fela þetta og líðan hennar hafi lagast þegar hún tók þá ákvörðun í desember 2018 að opna á þetta húðvandamál og birta mynd af sér á miðlinum sínum á Instagram. Ég henti glansmyndinni og sýndi húðina mína án filters og farða. „Ég hef ekki alltaf verið opin með þetta en þegar húðin á mér var orðin virkilega slæm þá ákvað ég að byrja að taka myndir af henni til að fylgjast með breytingunum og um leið skrásetja hvað ég væri að gera öðruvísi og hvort ég gæti tengt ástandið á henni við eitthvað sem ég væri að borða, bera á húðina eða hvort að ég væri undir einhverju extra álagi. Mér fannst sjálfri erfitt að skoða þessar myndir fyrst en þegar ég átti orðið ágætis safn kom upp sú hugmynd að kannski væri siðugt að sýna aðeins á bak við tjöldin og droppa glansmyndinni á miðlinum mínum.“ Hrefna segist meðvituð um það að vandamál tengd húðinni séu alls ekki það versta en þó leyfi hún sér stundum að gráta og vera svekkt yfir ástandinu þegar það er mjög slæmt. Aðsend mynd Hvernig leið þér þegar þú deildir í fyrsta skipti mynd af húðinni þegar hún var slæm? „Mér leið ekki vel og ég viðurkenni það alveg að það hefur aldrei verið eins erfitt að ýta á deila. Það fóru allskonar hugsanir af stað og mér fannst ég vera svo berskjölduð. Þarna var ég að sýna mjög stórum hóp af ókunnugu fólki mjög viðkvæmar myndir, myndir sem sýndu húðina mína í ástandi sem ég var ekki tilbúin að fara út úr húsi með, án þess að hylja hana með farða og hyljara.“ Ég bý í tæplega áttaþúsund manna bæjarfélagi en fylgjendahópurinn minn er fjölmennari en það svo þú getur rétt ímyndað þér hversu erfitt þetta var. Þakklát fyrir góð viðbrögð og skilaboð Viðbrögðin eftir myndbirtinguna segir Hrefna að hafi breytt öllu og hvatt hana til þess að opna sig enn frekar. Hrefna segir aldrei hafa verið eins erfitt að ýta á deila þegar hún ákvað í fyrsta skipti að birta mynd af húðinni sinni án farða þegar hún var sem verst. „Öll ástin og skilaboðin sem komu í kjölfarið létu mig gleyma öllu og ég varð svo meyr og þakklát að hafa tekið þetta skref. Síðan þá hafa myndbirtingarnar verið auðveldari og mér finnst í dag ótrúlega gott að leyfa fólki að fylgjast með ferlinu. Fyrir mér er þetta líka ákveðin dagbók því ég skrolla stundum niður á þessar myndir og skoða hvernig ástandið á húðinni minni var þennan tiltekna dag. En það besta við þetta allt saman er það að ég veit að ég hef hjálpað mörgum í svipuðum sporum og það er minn drifkraftur í að deila mínu ferli.“ Hefur þú einhvern tíma þurft að leita þér læknisaðstoðar vegna húðarinnar? „Já, ég fór til mjög indæls húðlæknis í apríl 2019 og hann mælti með því að ég færi á þriggja mánaða sýklalyfjakúr og fimm mánaða kremkúr. Ég endist ekki nema tvo mánuði á þessum kúrum. Margir höfðu orð á því að ég hefði átt að gefa þessu lengri tíma og að lyf væru það eins sem að virkaði fyrir mig. En ég vildi hætta á þessu og gerði það og hef ekki leitað til læknis síðan.“ Hrefna segist hafa fengið margar ábendingar varðandi lyf en hún hafi enn ekki fundið það hjá sér að byrja aftur á lyfjum. Það hafa mjög margir sent á mig eftir að ég opnaði á húðvandamálið mitt að það eina sem muni virka fyrir mig sé lyfið Decutan. En ég hét mér því strax að ég færi aldrei á það lyf. Ég hef heyrt svo ótrúlega margar hræðilegar reynslusögur af aukaverkunum þess og margir sem hafa farið á lyfið og upplifðu slæmar aukaverkanir eru komnir aftur með bólur. Ég efast þó alls ekki um að þetta lyf hafi hjálpað mjög mörgum og það er auðvitað frábært. Fær reglulega skilaboð um að hætta nammiáti Hvað er það sem hefur virkað best fyrir þig? „Fyrir mig hefur virkað mjög vel að passa vel upp á að nota hreinar og góðar húðvörur, hreinsa húðina vel og dekra við hana reglulega. Ég er þó engin öfgamanneskja í þessu og hef bara fundið minn takt. Ég borða mjög lítið glúten, tek inn góðgerla og hugsa vel um það hvað ég borða. Mörgum finnst ég borða fullmikið nammi og ég fæ reglulega skilaboð að ég geti nú hætt að væla yfir þessu húðveseni mínu og minnkað bara nammiátið. En ég hlusta ekkert á svoleiðis, mér finnst nammi ótrúlega gott og ef mig langar í nammi fæ ég mér nammi.“ Þó svo að Hrefna sé nammigrís í hjáverkum þá segist hún jafnframt borða heilt yfir mjög holla og góða fæðu. Ég er búin að vera grænmetisæta síðan í október 2019 og uppistaðan í mínu mataræði eru grænmeti, baunir, fræ, ávextir og allskonar hollustu gúrm. Ég borða svona 90% hollt og 10% óhollt. Ertu með einhverjar ráðleggingar til fólks sem á við húðvandamál að stríða og er jafnvel í einhverskonar felum með húðina sína? „Stundum þarf maður bara að gefa þessum blessuðu bólum miðjufingurinn, brosa fram í heiminn og fagna öllu öðru sem er gott í fari okkar því við erum ekki bólurnar í andliti okkar og þær eiga ekki að skilgreina okkur. Og það sem ég hef líka lært er að við sjálf sjáum alltaf bólurnar okkar miklu betur en allir hinir, af því við erum svo upptekin af þeim að við gleymum að einblína á allt hitt frábæra í fari okkar. Áfram þið!“ segir Hrefna að lokum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Hrefnu hér. Hrefna er óhrædd við að gera tilraunir þegar kemur að fatavali og er hún þekkt fyrir að vera einstaklega litaglöð. Tíska og hönnun Förðun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01 „Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hrefna er mikill tískuunnandi og er dugleg að prófa sig áfram með allskonar samsetningar, kjóla og dress í hversdeginum. Hrefna hefur talað opinskátt um húðvandamál sitt á miðlum sínum en hún er ein af þeim sem skilgreinist sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og er hún í dag með rúmlega þrettánþúsund fylgjendur á Instagram. Hrefna er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri og deilir hún meðal annars fallegum myndum af klæðnaði, mat og innanhússhönnun með fylgjendum sínum. Einnig hefur Hrefna gefið sig út fyrir að vera mikill sælkeri og hafa fagurskreyttar nammiskálar hennar vakið mikla kátínu og athygli á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by HREFNA DAN (@hrefnadan) Þurfti að stoppa sig af Hrefna hefur þó alltaf passað sig á því að sýna ekki bara glansmyndina af lífi sínu á Instagram og gefur hún fylgjendum sínum einnig innsýn í hversdagsleikann og raunir. Ein af hennar raunum hefur verið vandamál tengt húðinni sem Hrefna segir hafa tekið mikinn toll á sálartetrið. „Ég fór að fá bólur sem ég tel til vandræða um mitt ár 2018. Fram að því hafði ég verið að fá eina og eina bólu sem er er bara fullkomlega eðlilegt og allir kannast við. En á þessu tímabili fer þeim að fjölga mjög mikið og þær fara að valda mér ama og óþægindum.“ Hrefna ákvað að opna sig með húðvandamál sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og hefur hún meðal annars birt myndir af húðinni sinni fyrir og eftir förðun til að sýna muninn. Þegar Hrefna fór að leita lausna og afla sér upplýsinga þá segist hún fljótlega byrjað að huga betur að almennri húðumhirðu sem hún hafði áður ekki spáð mikið í. „Ég hugsaði ekkert sérstaklega út í það að ég þyrfti að sinna húðinni minni vel og notaði bara þær húðvörur sem voru hendi næst. Vörur sem ég veit í dag að eru alls ekki góðar fyrir mig og mína húð. Ég fór að færa mig yfir í hreinar og góðar húðvörur, prófaði að hætta að borða ákveðnar matartegundir og byrjaði að borða aðrar sem áttu að henta húð minni betur.“ Hrefna segist hafa ætlað sér að sigra heiminn þegar hún byrjaði að leita lausna við vandamálinu og hún hafi stundum þurft að staldra við og stoppa sig af. „Ég þurfti aðeins að minna mig á það að maður lifir bara einu sinni og ég gat ekki farið að umbreyta öllu mataræðinu og lifnaðarháttum mínum til þess eins að vera með „fullkomna“ húð. Svo ég hef bara fundið minn takt í þessu ferli.“ Hrefna þurfti aldrei að kljást við húðvandamál í kringum unglingsárin heldur komu þau fyrst upp á fulllorðinsárum eftir að hún hafði eignast börnin sín þrjú. Aðsend mynd Hefur oft þurft að svara fyrir ástandið á húðinni Húðvandamálin hafa þó haft mikil áhrif á sálina og sjálfstraustið að sögn Hrefnu og þá aðallega þegar hún er aum í húðinni og þegar húðin er rauð og mikið bólgin. Ég hef oft þurft að svara fyrir ástandið á húðinni minni og fæ ábendingar frá fólki í nærumhverfinu sem og ókunnugum hvað sé best að gera og hvað ég ætti að temja mér til að koma í veg fyrir þessa bólumyndun. Ég veit að fólk meinar vel en allar þessar ábendingar og athugasemdir gera oft bara illt verra. Mér finnast þær óþægilegar og tek þær mjög nærri mér. Ég veit alveg hvernig húðin á mér lítur út, það þarf enginn að segja mér það. Hrefna segist þó alltaf hafa verið meðvituð um það að það sé margt verra en að vera með slæma húð en það sé samt sem áður oft á tíðum sársaukafullt og mjög erfitt. „Ég leyfi mér alveg stundum að gráta og vera svekkt þegar mér líður illa yfir þessu.“ Sem unglingur var Hrefna með mjög góða húð og segir hún fólk stundum hafa grínast með það að hún sé það óþroskuð að hún sé núna að taka út unglingabólurnar, á fertugsaldri. „Ég hef þá svarað því þannig að ég sé eiginlega bara þakklát að vera frekar að taka þetta út núna, því ég held að það sé enn erfiðara að vera á unglingsárum að takast á við það að vera með slæma húð ofan á allt annað sem fylgir þeim árum.“ Fyrir og eftir farða. Hrefna segist stundum nota myndirnar sem hálfgerða dagbók til þess að fylgjast með ástandi húðarinnar. Aðsend mynd Er húðvandamálið viðloðandi vandamál eða eitthvað sem kemur og fer? „Það kemur og fer. Stundum á ég mjög góðar vikur þar sem bólar ekki á einni einustu bólu en svo bara allt í einu, BÚMM! Fimm bólur mættar á hægri kinnina. Hrefna segist hafa dottið í þá gryfju að fara ósjálfrátt að bera húð sína saman við húð annarra og þá fundist hún oft á tíðum koma illa út í samanburðinum því allir aðrir væru með svo frábæra húð. Ég lét ástandið stoppa mig í því að fara út á meðal fólks, hræddist búðarferðir og mætti mjög sjaldan á viðburði sem mér var boðið á. Þegar ég var upp á mitt versta vaknaði ég á undan fjölskyldunni minni og setti hyljara yfir mesta roðann svo Palli sæi ekki hve slæmt ástandið á húðinni minni væri í raun og veru. „Það er jú galin hegðun, því Palli vissi alveg hvernig þetta væri og hann hefur alltaf verið minn allra besti stuðningsmaður í einu og öllu. En þarna er sjálfsmyndin mín það léleg að ég er farin að telja mig þurfa að fela ástandið á húðinni minni fyrir eiginmanni mínum.“ Aldrei eins erfitt að birta mynd Í dag segist Hrefna ekki eins upptekin af því að fela þetta og líðan hennar hafi lagast þegar hún tók þá ákvörðun í desember 2018 að opna á þetta húðvandamál og birta mynd af sér á miðlinum sínum á Instagram. Ég henti glansmyndinni og sýndi húðina mína án filters og farða. „Ég hef ekki alltaf verið opin með þetta en þegar húðin á mér var orðin virkilega slæm þá ákvað ég að byrja að taka myndir af henni til að fylgjast með breytingunum og um leið skrásetja hvað ég væri að gera öðruvísi og hvort ég gæti tengt ástandið á henni við eitthvað sem ég væri að borða, bera á húðina eða hvort að ég væri undir einhverju extra álagi. Mér fannst sjálfri erfitt að skoða þessar myndir fyrst en þegar ég átti orðið ágætis safn kom upp sú hugmynd að kannski væri siðugt að sýna aðeins á bak við tjöldin og droppa glansmyndinni á miðlinum mínum.“ Hrefna segist meðvituð um það að vandamál tengd húðinni séu alls ekki það versta en þó leyfi hún sér stundum að gráta og vera svekkt yfir ástandinu þegar það er mjög slæmt. Aðsend mynd Hvernig leið þér þegar þú deildir í fyrsta skipti mynd af húðinni þegar hún var slæm? „Mér leið ekki vel og ég viðurkenni það alveg að það hefur aldrei verið eins erfitt að ýta á deila. Það fóru allskonar hugsanir af stað og mér fannst ég vera svo berskjölduð. Þarna var ég að sýna mjög stórum hóp af ókunnugu fólki mjög viðkvæmar myndir, myndir sem sýndu húðina mína í ástandi sem ég var ekki tilbúin að fara út úr húsi með, án þess að hylja hana með farða og hyljara.“ Ég bý í tæplega áttaþúsund manna bæjarfélagi en fylgjendahópurinn minn er fjölmennari en það svo þú getur rétt ímyndað þér hversu erfitt þetta var. Þakklát fyrir góð viðbrögð og skilaboð Viðbrögðin eftir myndbirtinguna segir Hrefna að hafi breytt öllu og hvatt hana til þess að opna sig enn frekar. Hrefna segir aldrei hafa verið eins erfitt að ýta á deila þegar hún ákvað í fyrsta skipti að birta mynd af húðinni sinni án farða þegar hún var sem verst. „Öll ástin og skilaboðin sem komu í kjölfarið létu mig gleyma öllu og ég varð svo meyr og þakklát að hafa tekið þetta skref. Síðan þá hafa myndbirtingarnar verið auðveldari og mér finnst í dag ótrúlega gott að leyfa fólki að fylgjast með ferlinu. Fyrir mér er þetta líka ákveðin dagbók því ég skrolla stundum niður á þessar myndir og skoða hvernig ástandið á húðinni minni var þennan tiltekna dag. En það besta við þetta allt saman er það að ég veit að ég hef hjálpað mörgum í svipuðum sporum og það er minn drifkraftur í að deila mínu ferli.“ Hefur þú einhvern tíma þurft að leita þér læknisaðstoðar vegna húðarinnar? „Já, ég fór til mjög indæls húðlæknis í apríl 2019 og hann mælti með því að ég færi á þriggja mánaða sýklalyfjakúr og fimm mánaða kremkúr. Ég endist ekki nema tvo mánuði á þessum kúrum. Margir höfðu orð á því að ég hefði átt að gefa þessu lengri tíma og að lyf væru það eins sem að virkaði fyrir mig. En ég vildi hætta á þessu og gerði það og hef ekki leitað til læknis síðan.“ Hrefna segist hafa fengið margar ábendingar varðandi lyf en hún hafi enn ekki fundið það hjá sér að byrja aftur á lyfjum. Það hafa mjög margir sent á mig eftir að ég opnaði á húðvandamálið mitt að það eina sem muni virka fyrir mig sé lyfið Decutan. En ég hét mér því strax að ég færi aldrei á það lyf. Ég hef heyrt svo ótrúlega margar hræðilegar reynslusögur af aukaverkunum þess og margir sem hafa farið á lyfið og upplifðu slæmar aukaverkanir eru komnir aftur með bólur. Ég efast þó alls ekki um að þetta lyf hafi hjálpað mjög mörgum og það er auðvitað frábært. Fær reglulega skilaboð um að hætta nammiáti Hvað er það sem hefur virkað best fyrir þig? „Fyrir mig hefur virkað mjög vel að passa vel upp á að nota hreinar og góðar húðvörur, hreinsa húðina vel og dekra við hana reglulega. Ég er þó engin öfgamanneskja í þessu og hef bara fundið minn takt. Ég borða mjög lítið glúten, tek inn góðgerla og hugsa vel um það hvað ég borða. Mörgum finnst ég borða fullmikið nammi og ég fæ reglulega skilaboð að ég geti nú hætt að væla yfir þessu húðveseni mínu og minnkað bara nammiátið. En ég hlusta ekkert á svoleiðis, mér finnst nammi ótrúlega gott og ef mig langar í nammi fæ ég mér nammi.“ Þó svo að Hrefna sé nammigrís í hjáverkum þá segist hún jafnframt borða heilt yfir mjög holla og góða fæðu. Ég er búin að vera grænmetisæta síðan í október 2019 og uppistaðan í mínu mataræði eru grænmeti, baunir, fræ, ávextir og allskonar hollustu gúrm. Ég borða svona 90% hollt og 10% óhollt. Ertu með einhverjar ráðleggingar til fólks sem á við húðvandamál að stríða og er jafnvel í einhverskonar felum með húðina sína? „Stundum þarf maður bara að gefa þessum blessuðu bólum miðjufingurinn, brosa fram í heiminn og fagna öllu öðru sem er gott í fari okkar því við erum ekki bólurnar í andliti okkar og þær eiga ekki að skilgreina okkur. Og það sem ég hef líka lært er að við sjálf sjáum alltaf bólurnar okkar miklu betur en allir hinir, af því við erum svo upptekin af þeim að við gleymum að einblína á allt hitt frábæra í fari okkar. Áfram þið!“ segir Hrefna að lokum. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Hrefnu hér. Hrefna er óhrædd við að gera tilraunir þegar kemur að fatavali og er hún þekkt fyrir að vera einstaklega litaglöð.
Tíska og hönnun Förðun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01 „Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30
Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01
„Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00