Lífið

Lífverðir Bieber þurftu að athuga með lífsmörk þegar hann svaf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bieber á tónleikum í Los Angeles fyrir nokkrum árum.
Bieber á tónleikum í Los Angeles fyrir nokkrum árum. vísir/getty

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er í opinskáu viðtalið við tímaritið GQ þar sem hann fer sannarlega um víðan völl.

Bieber opnar sig um erfileika hans við fíkniefni og margt fleira í viðtalinu.

Í viðtalinu segir Justin Bieber að um tíma hafi lífverðir hans hafi ávallt þurft að kanna lífsmörk hans þegar hann svaf, hann hafi verið það djúpt sokkinn í heim fíkniefna.

„Ég var búinn að meika það en leið alltaf illa. Ég átti eftir að vinna í svo miklu varðandi sjálfan mig en þarna hélt ég að allur sársaukinn myndi hverfa ef ég myndi verða heimsfrægur og ná alla leið í bransanum. Fíkniefnin voru því leið fyrir mig til að flýja raunveruleikann og maður varð nægilega dofinn til að geta haldið áfram með lífið,“ segir Biber í maí útgáfu GQ.

„Ég missti algjörlega allan fókus á því hvert ferill minn væri að stefna. Fólk í kringum mig var með allskonar skoðanir og það er til fólk í þessum bransa sem nýtir sér óöryggi fólks til að hagnast á þeim. Þegar slíkt gerist verður maður reiður og hægt og rólegar verður maður manneskjan sem maður vill ekki verða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.