„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 12:01 Íslenska landsliðið á fyrir höndum þrjá leiki í þremur löndum, frá þriðjudegi til sunnudags, um næstu mánaðamót. EPA/Anne-Christine Poujoulat „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast. EM 2022 í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira