Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 07:01 Valdimar Guðmundsson á von á barni með kærustunni sinni þann 15. júlí. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira