Trúnaðarvinir af gagnstæðu kyni ekki alltaf vel séðir í samböndum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2021 12:31 Þegar kemur að því að eiga vin af gagnstæðu kyni virðast skipta makann máli hvor að vináttan sé ný vinátta eða gömul. Getty Góður vinur er gulli betri og er fátt dýrmætara í lífinu en að eiga nána og trausta vini til að deila með gleði, sorgum, sigrum eða raunum. Sönn vinátta er yfirleitt sú vinátta sem endist út lífið hvort sem það eru vinir sem hafa fylgt okkur frá æsku eða fólk sem við kynnumst í gegnum leik og störf seinna á lífsleiðinni. Líkt og með ástina þá spyr sönn vinátta hvorki um stétt né stöðu. En hvað með kyn - skiptir það máli? Í öllum samböndum getur afbrýðisemi verið eitt af þeim vandamálum sem er nátengt vantrausti og óöryggi. Þegar kemur að gagnkynhneigðum samböndum getur vinátta við manneskju af gagnstæðu kyni reynst einhverjum samböndum viðkvæm. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis um tilfinningar varðandi það ef maki á náinnvin, eða trúnaðarvin, af gagnstæðu kyni. Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem var kynjaskipt. Þriðjungur kvenna segir það ekki trufla sig ef maki á trúnaðarvin af gagnstæðu kyni á móti 44% karla en eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan eru það konur sem virðast eiga ögn erfiðara með það að makinn eigi aðra konu sem trúnaðarvin eða alls 66% á móti 56% karla. Það má því segja að samkvæmt þessum niðurstöðum að meirihluti lesenda telji vináttu maka við manneskju af gagnstæðu kyni að einhverju leyti óviðeigandi. Niðurstöður* Konur: Það truflar mig ekki - 34% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 41% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 25% Karlar: Það truflar mig ekki - 44% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 36% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 20% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Í ljósi umræðna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga um myndbirtingar á netinu, smánun, hvað er viðeigandi og hvað ekki, þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf til myndbirtinga maka á samfélagsmiðlum. 18. apríl 2021 17:22 Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Líkt og með ástina þá spyr sönn vinátta hvorki um stétt né stöðu. En hvað með kyn - skiptir það máli? Í öllum samböndum getur afbrýðisemi verið eitt af þeim vandamálum sem er nátengt vantrausti og óöryggi. Þegar kemur að gagnkynhneigðum samböndum getur vinátta við manneskju af gagnstæðu kyni reynst einhverjum samböndum viðkvæm. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis um tilfinningar varðandi það ef maki á náinnvin, eða trúnaðarvin, af gagnstæðu kyni. Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem var kynjaskipt. Þriðjungur kvenna segir það ekki trufla sig ef maki á trúnaðarvin af gagnstæðu kyni á móti 44% karla en eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan eru það konur sem virðast eiga ögn erfiðara með það að makinn eigi aðra konu sem trúnaðarvin eða alls 66% á móti 56% karla. Það má því segja að samkvæmt þessum niðurstöðum að meirihluti lesenda telji vináttu maka við manneskju af gagnstæðu kyni að einhverju leyti óviðeigandi. Niðurstöður* Konur: Það truflar mig ekki - 34% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 41% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 25% Karlar: Það truflar mig ekki - 44% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 36% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 20% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Í ljósi umræðna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga um myndbirtingar á netinu, smánun, hvað er viðeigandi og hvað ekki, þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf til myndbirtinga maka á samfélagsmiðlum. 18. apríl 2021 17:22 Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Í ljósi umræðna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga um myndbirtingar á netinu, smánun, hvað er viðeigandi og hvað ekki, þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf til myndbirtinga maka á samfélagsmiðlum. 18. apríl 2021 17:22
Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56
Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37