Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leeds og Liverpool skildu jöfn í kvöld.
Leeds og Liverpool skildu jöfn í kvöld. Paul Ellis/Getty

Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik.

Mohamed Salah var geymdur á bekknum til að byrja með hjá Liverpool en enska liðið hefur verið mikið í umræðunni eftir að ný Ofurdeild var tilkynnt í gærkvöldi.

Það var góður kraftur í Liverpool í fyrri hálfleik og Sadio Mané kom þeim yfir á 31. mínútu. Diogo Jota gaf góða sendingu á Trent Alexander-Arnold sem kom boltanum á Mané sem skoraði. 1-0 í hálfleik.

Leeds voru öflugir í síðari hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Þeir sóttu og sóttu á Liverpool menn. Fyrst skutu þeir í slá og skömmu síðar klúðruðu þeir dauðafæri.

Það var svo þremur mínútum fyrir leikslok sem þeir jöfnuðu metin en þar var að verki Diego Llorente eftir fyrirgjöf Jack Harrison.

Alex Oxlade-Chamberlain fékk besta færi Liverpool undir lok leiksins en honum brást bogalistinn og lokatölur 1-1.

Liverpool er í sjötta sætinu með 53 stig, tveimur stigum á eftir West Ham sem er í fjórða sætinu, en Leeds er í tíunda sætinu með 46 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira