Lífið

Ein­býlis­hús í Garða­bæ vekur at­hygli net­verja

Sylvía Hall skrifar
Óhætt er að segja að húsið sé einstakt.
Óhætt er að segja að húsið sé einstakt. Fasteignaljósmyndun

Einbýli í Garðabæ sem auglýst var til sölu í dag hefur vægast sagt slegið í gegn á samfélagsmiðlum í dag. Einbýlishúsið er í Furulundi í Garðabæ og er langmest skoðaða hús dagsins á fasteignavef Vísis.

Um er að ræða 214,3 fermetra hús sem byggt var árið 1972. Húsið stendur innst í botnlanga og er því lýst sem einstöku hvað varðar byggingarstíl, byggingarefni og alla hönnun. Fasteignamat eignarinnar er 86,3 milljónir en óskað er eftir tilboði. 

Í svefnherbergi hússins er að finna stuðlabergsrúm með heilum stuðlabergssúlum og steinteppi sem sérvalið var úr Stokknesfjöru við Hornafjörð. Steyptir krossgluggar eru í herberginu ásamt breiðum sjónsteypuvegg.

Stuðlabergið spilar einnig stórt hlutverk á öðrum stöðum í húsinu, en slíkar flísar eru á gólfi í anddyri, gestabaðherbergi og stofu. Sérhannaður arinn er í stofunni, þaðan sem gengið er út á pall þar sem er að finna LED lýstan brunn.

Sjón er sögu ríkari og má sjá fleiri myndir af húsinu hér.

Húsið er við Furulund í Garðabæ.Fasteignaljósmyndun
Svefnherbergið er einstakt.Fasteignaljósmyndun
Sérhannaður arinn er í stofunni.Fasteignaljósmyndun
Steyptir krossgluggar eru í svefnherberginu.Fasteignaljósmyndun
LED lýstur brunnur er á pallinum.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.