Leita að þátttakendum fyrir nýjan íslenskan stefnumótaþátt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2021 20:01 Fyrsta blikið eru nýir stefnumótaþættir en með þáttastjórn fer Ása Ninna Pétursdóttir blaðamaður á Vísi. Dóra Dúna „Er ekki um að gera að nota tækifærið núna og skella sér á spennandi stefnumót á þessum óvenjulegu tímum? Það er allavega alltaf pláss fyrir ást, rómantík og gleði,“ segir Ása Ninna Péturdóttir um nýjan sjónvarpsþátt sem tekinn verður upp í sumar. Fyrsta blikið eru íslenskir raunveruleikaþættir sem fjalla um ástina, leitina að henni og þessa fyrstu stund þegar við hittumst og reynum að finna hvort að töfrar svífi yfir vötnum, þessa stund sem við kjósum að kalla stefnumót. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í haust. Í þáttunum verður hitt fyrir fólk á öllum aldri sem er í leit að ástinni og ævintýrum og þeim kynnst meðal annars í gegnum skemmtileg og einlæg viðtöl. Í hverjum þætti er fólk svo parað saman á blint rómantískt stefnumót á fallegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Áhorfendur heima í stofu fá svo að fylgjast með öllu ævintýrinu. Sveinn Rúnar og Ása Ninna hvetja einhleypa einstaklinga á aldrinum tuttugu til hundrað ára til að sækja um. Dóra Dúna Hvetja alla til að sækja um Nú er hafin leit að þátttakendum fyrir þessa nýju þætti. Verið er að leita að einhleypum einstaklingum á aldursbilinu tuttugu til hundrað ára sem vilja freista þess að finna ástina í óvenjulegum en jafnframt óvenjulega skemmtilegum aðstæðum. Ef þú hefur áhuga á þátttöku í Fyrsta blikinu og hefur áhuga á því að láta sjarmann þinn skína á skjánum þá getur þú sótt um með því að fylla út upplýsingarnar hér fyrir neðan. Fjallað verður um þættina hér á Vísi þegar þeir fara í sýningu á Stöð 2 í haust og fylgst með hvernig pörunum reiðir af. Ásu Ninnu til halds og traust er veitingastjórinn Sveinn Rúnar Einarsson og munu tökur fyrir þættina hefjast í næsta mánuði. „Við erum mjög spennt og getum ekki beðið eftir því að hitta fólk og sjá hvort að ástin banki ekki hressilega upp á hjá einhverjum.“ Tökur fyrir Fyrsta blikið fara fram í sumar og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 í haust. Ástin og lífið Fyrsta blikið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Fyrsta blikið eru íslenskir raunveruleikaþættir sem fjalla um ástina, leitina að henni og þessa fyrstu stund þegar við hittumst og reynum að finna hvort að töfrar svífi yfir vötnum, þessa stund sem við kjósum að kalla stefnumót. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í haust. Í þáttunum verður hitt fyrir fólk á öllum aldri sem er í leit að ástinni og ævintýrum og þeim kynnst meðal annars í gegnum skemmtileg og einlæg viðtöl. Í hverjum þætti er fólk svo parað saman á blint rómantískt stefnumót á fallegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Áhorfendur heima í stofu fá svo að fylgjast með öllu ævintýrinu. Sveinn Rúnar og Ása Ninna hvetja einhleypa einstaklinga á aldrinum tuttugu til hundrað ára til að sækja um. Dóra Dúna Hvetja alla til að sækja um Nú er hafin leit að þátttakendum fyrir þessa nýju þætti. Verið er að leita að einhleypum einstaklingum á aldursbilinu tuttugu til hundrað ára sem vilja freista þess að finna ástina í óvenjulegum en jafnframt óvenjulega skemmtilegum aðstæðum. Ef þú hefur áhuga á þátttöku í Fyrsta blikinu og hefur áhuga á því að láta sjarmann þinn skína á skjánum þá getur þú sótt um með því að fylla út upplýsingarnar hér fyrir neðan. Fjallað verður um þættina hér á Vísi þegar þeir fara í sýningu á Stöð 2 í haust og fylgst með hvernig pörunum reiðir af. Ásu Ninnu til halds og traust er veitingastjórinn Sveinn Rúnar Einarsson og munu tökur fyrir þættina hefjast í næsta mánuði. „Við erum mjög spennt og getum ekki beðið eftir því að hitta fólk og sjá hvort að ástin banki ekki hressilega upp á hjá einhverjum.“ Tökur fyrir Fyrsta blikið fara fram í sumar og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 í haust.
Ástin og lífið Fyrsta blikið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira