Mikilvægur sigur Bayern í toppbaráttunni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 16:00 Karólína spilaði tíu mínútur fyrir Bæjara í mikilvægum sigri. Getty Images/Sebastian Widmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 útisigri Bayern München á Turbine Potsdam í 19. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sigurinn er Bayern mikilvægur í toppbaráttunni en ríkjandi meistarar Wolfsburg bíða þeirra í næsta leik. Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor. Þýski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor.
Þýski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira