Lífið

Daði bruggar sinn eigin bjór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði er mikill bjóráhugamaður.
Daði er mikill bjóráhugamaður.

Daði og Gagnamagnið undirbúa nú útgáfu á sérstökum bjór í tengslum við þátttöku þeirra í Eurovision. Bjórinn er þróaður og bruggaður í samstarfi við Borg Brugghús og væntanlegur í Vínbúðir um mánaðamótin.

Eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi mun bjórinn bera nafnið 10 Beers og flokkast hann sem Cream Ale. Nafnið er fengið frá aðdáanda Gagnamagnsins sem sendi það inn sem hugmynd þegar hann frétti að tilurð bjórsins.

„Að brugga bjór er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera. Ég hef reyndar reynt en það gekk ekki mjög vel svo núna þegar Borg er komið með okkur í lið getur þetta ekki klikkað. Það var ótrúlega fróðlegt að brugga með þeim, enda mitt uppáhalds brugghús. Hlakka til að sjá hann í vínbúðinni um land allt, það verður móment,“ segir Daði.

„Þetta atvikaðist bara einhvern veginn þannig að Daði einfaldlega labbaði inn af götunni og var allt í einu staddur inni í brugghúsi og bað okkur að brugga með sér bjór í samstarfi. Við ræddum þetta stuttlega og þegar í ljós kom að honum var gríðarlega alvara, vildi fara „all in“ í þetta og ætlaði sér, ásamt öllu gagnamagninu að mæta og brugga þetta með okkur frá a til ö, þá vorum við bara meira en til. Bruggdagurinn var bara hrikalega skemmtilegur og frábært að kynnast þessu bandi – og auðvitað að læra dansinn,“ segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi.

Klippa: Daði bruggar sinn eigin bjór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.