Laporte hetjan á Wembley og fjórði í röð hjá City Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2021 17:22 Laporte við það að skora sigurmarkið á Wembley, fyrir framan áhorfendur, í dag. Matt McNulty/Getty Manchester City er enskur deildarbikarmeistari etir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem City vinnur titilinn. Ryan Mason var að stýra Tottenham í sínum öðrum leik eftir að hann tók við stjórnartaumunum eftir brottrekstur Jose Mourinho á meðan þrautreyndur Pep Guardiola var á hinum bekknum. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. City var meira með boltann og sótti meira en Hugo Lloris, í marki Tottenham, var vel á verði og greip inn í þegar þess á þurfti. Markalaust í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu bæði lið góðar sóknir en það var hins vegar níu mínútum fyrir leikslok sem sigurmarkið var skorað. Sergio Aurier braut klaufalega af sér og aukaspyrna Kevin De Bruyne rataði beint á kollinn á Aymeric Laporte. Það reyndist sigurmarkið í leiknum og City því að vinna enska deildarbikarinn fjórða árið í röð. Liðið getur því unnið þrennuna en liðið er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinar. 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆Pep Guardiola has now won 30 trophies since becoming Barcelona manager in July 2008.That's one every 23 games on average. 🤯#MCFC pic.twitter.com/vPPkCaTmnm— William Hill (@WilliamHill) April 25, 2021 Enski boltinn
Manchester City er enskur deildarbikarmeistari etir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem City vinnur titilinn. Ryan Mason var að stýra Tottenham í sínum öðrum leik eftir að hann tók við stjórnartaumunum eftir brottrekstur Jose Mourinho á meðan þrautreyndur Pep Guardiola var á hinum bekknum. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. City var meira með boltann og sótti meira en Hugo Lloris, í marki Tottenham, var vel á verði og greip inn í þegar þess á þurfti. Markalaust í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu bæði lið góðar sóknir en það var hins vegar níu mínútum fyrir leikslok sem sigurmarkið var skorað. Sergio Aurier braut klaufalega af sér og aukaspyrna Kevin De Bruyne rataði beint á kollinn á Aymeric Laporte. Það reyndist sigurmarkið í leiknum og City því að vinna enska deildarbikarinn fjórða árið í röð. Liðið getur því unnið þrennuna en liðið er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem og í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinar. 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆Pep Guardiola has now won 30 trophies since becoming Barcelona manager in July 2008.That's one every 23 games on average. 🤯#MCFC pic.twitter.com/vPPkCaTmnm— William Hill (@WilliamHill) April 25, 2021