„Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:00 Söngkonan Sjana Rut Jóhannsdóttir samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða. Hún vinnur nú að plötu sem fjallar meðal annars um ofbeldið sem hún varð fyrir í æsku. Vísir/Vilhelm „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. „Ef einhver er að lesa þetta sem er enn þá að ná áttum í sínum málum að þá vil ég senda skýr skilaboð til viðkomandi að það er alltaf von og þú mátt ekki gleyma því að þú skiptir máli. Þú átt ekki að skammast þín eða bera skömm og lifa í ótta fyrir eitthvað sem einhver annar gerði þér. Reyndu að umkringja þig fólki sem elskar þig og stendur með þér því að þú skuldar einungis sjálfri eða sjálfum þér hamingju.“ Glöð að hafa tekið skrefið Sjana Rut steig fram í viðtali í Kastljósi á síðasta ári ásamt bróður sínum Alex og ræddu þau kynferðisofbeldið sem þau urðu fyrir sem börn. Í kjölfarið gaf hún út lagið Close um það að skammast sín ekki fyrir að þurfa á að stoð að halda. „Ég er glöð að hafa stigið þetta skref en það þurfti mikið til,“ segir Sjana Rut um þá ákvörðun að tala um ofbeldið opinberlega með þessum hætti. „Þetta var ólýsanlega erfitt vegna þess hversu brennd ég var af fyrri reynslu og út af viðbrögðum fólks við málinu okkar þegar það fékk mikla athygli fyrst árið 2018. Þó svo að margir hafi verið að reyna sína okkur stuðning þá voru mjög margir að skrifa virkilega ljóta hluti í garð foreldra minna. Það gjörsamlega braut mig niður að sjá fólk dæma eina fólkið sem hefur staðið með mér í gengum allt saman og það án þess að kynna sér alla málavexti.“ Heldur fyrir eyrun Sjana Rut segir að það hafi hjálpað sér mikið að fara í viðtöl og opna sig um þetta mál. „Stuðningurinn sem við fengum er alveg ómetanlegur en síðasta týnda púslið í að getað loksins losað mig við þessa byrði var að semja og gefa út þetta lag og segja frá og tjá mig um söguna á bak við það.“ Hún segir mikilvægt að halda þessari umræðu gangandi af því að það sé enn þá mikil fáfræði um þessi mál og að hennar mati er rosalega tabú að ræða þessa hluti. „Fólk lítur oft undan eða heldur fyrir eyrun þegar það fréttir að svona málum, þá sérstaklega þegar eitthvað svona gerist innan fjölskyldunnar.“ Kannski sé auðveldara að „hata“ einhvern sem maður þekkir ekki nógu vel og koma ábyrgðinni yfir á þann einstakling, heldur en á einhvern sem maður þekkir og elskar. „Ég er þakklát að vera að mestu leyti laus við þessa skömm og sektarkennd sem ég hef burðast með í svo mörg ár af því að ég get loksins tjáð mig án þess að vera eins heft á þessari skömm. Að halda umræðunni gangandi gæti bjargað brotaþolum í erfiðri stöðu, bæði upplýst þeirra aðstandendur og fengið þá til að hugsa, og það veitir brotaþolum styrk og von.“ Sjana Rut segir að kvíðinn hafi mótað sig á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt.Aðsend mynd Afdrifarík mistök Mál systkinanna gegn stuðningsfulltrúanum hefur haft margvíslegar breytingar í för með sér. „Málið okkur hefur haft margvíslegar breytingar á kerfinu á Íslandi, þar á meðal uppstokkun á vinnuferli og afgreiðslu mála bæði hjá Barnavernd Reykjavíkur og kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það voru mörg mistök gerð í okkar máli bæði fyrir og eftir að við kærðum sem hefði getað komið í veg fyrir að það væri brotið á okkur og afgreiðsla málsins hefði tekið styttri tíma. Sjana Rut ítrekar að þau börðust við réttarkerfið í fimm ár áður en maðurinn var dæmdur. „Við fórum af stað með málið í byrjun 2016 en mamma fór fyrst til lögreglunnar um sumarið 2015 og tilkynnti barnaverndarstarfsmanninn. Allt gekk mjög hægt fyrir sig í eitt og hálft ár þannig að Alex hafði samband við Sævar Þór og hann tók málið að sér. Það var engin rannsókn gerð eða handtökur gerðar þegar mamma tilkynnti hann niður á lögreglustöð árið 2015. Hún segir að þau hefðu ekki orðið fyrir þessu ofbeldi ef viðbrögðin hefðu verið öðruvísi þegar fyrstu tilkynningarnar komu. „Hann var einnig tilkynntur til Barnaverndar Reykjavíkur árið 2008 en ekkert var gert í því þá, tilkynningin týndist, tilkynning sem hefði getað bjargað okkur frá honum ef það hefði verið brugðist við henni. Annar brotaþoli kærði hann árið 2013 en var málið fyrnd. Maðurinn var ekki handtekinn fyrir en 19. janúar 2018, fimm mánuðum eftir að við lögðum fram kæru með Sævar Þór sem lögfræðing okkar.“ Völdu ekki þessa baráttu Systkinin töpuðu máli sínu í Héraðsdómi árið 2018 en unnu svo fyrir Landsrétti árið 2020. „Vegna athyglinnar sem málið fékk í fjölmiðlum þá upplýstist um röð mistaka bæði hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar og barnavernd Reykjavíkur og fóru þá báðar stofnanir í mikla naflaskoðun. Ég og Alex höfum einnig fundað með tveimur af yfirmönnum Barnaverndar Reykjavíkur þar sem við vorum beðin afsökunar og okkur sagt nánar frá breytingunum sem hafa átt sér stað út af málinu okkar. Við skiptumst einnig á hugmyndum á hvað væri hægt að gera enn betur og búa til öruggt umhverfi fyrir framtíðar brotaþola og koma jafnvel í veg fyrir slíkt. Þetta var ekki barátta sem við báðum um en við tökumst á við hana eins vel og við gátum.“ Sjana Rut er hætt að hræðast að tjá sig um ofbeldið sem hún varð fyrir.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tilfinningunum komið út í tónlist Sjana Rut segir að það sem hún hafi lært af þessu og það sem hafi breyst síðan þá sé aðallega að hún sé laus við óttan við að tjá sig um hlutina, um hluti sem raunverulega skipta máli. Það gerir hún meðal annars í laginu Glæpurinn sem hún gaf út á dögunum. „Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn og ábyrgðinni sem var komið yfir á mig. Lagið heitir glæpurinn vegna þess að það er glæpur að koma sökinni yfir á saklausa manneskju, brotaþola.“ Þetta er þó ekki um ofbeldið sem systkinin urðu fyrir og ræddu í viðtölum á síðasta ári. „Ég hef ekki tjáð mig opinberlega um fyrsta ofbeldið sem ég varð fyrir, af nánum ættingja, fyrir en núna. En ég hef tjáð mig um það oft áður í tónlistinni án þess að láta vita af því,“ segir Sjana Rut um nýja lagið. „Eitt af mínum eldri lögum Cold fjallar um fyrsta ofbeldið sem ég varð fyrir og voru það bein skilaboð til ofbeldismannsins. Það leynast vísbendingar um ofbeldið í textagerð úr mikið af mínum eldri lögum sem fólk hefur kannski ekki pælt mikið í en það þarf ekki að leita langt til að finna þær.“ Baktal og ljótar sögur Það hefur hjálpað henni mikið í sínu bataferli að skrifa texta um það sem hún hefur gengið í gegnum. Ekki bara ofbeldið, heldur líka viðbrögðin sem hún fékk eftir að hún sagði frá. „Ég hef sem dæmi tjáð mig um framkomu ættingja eftir að þetta mál komst upp innan fjölskyldunnar í þó nokkrum lögum eins og I cry, Your words don’t mean a thing, Ég horfi fram á við og Búið Spil, svo eitthvað sé nefnt. En það samdi ég um ógeðslegu samskiptin við ættingja og hótanirnar, skilaboðin og símtölin sem við fengum ásamt öllu baktalinu og sögunum sem voru búnar til um mig, og foreldra mína fyrir að standa með mér.“ Skilaboðin með þeim lagatextum eru mjög skýr og afdráttarlaus. „Í þeim lögum er ég að standa með sjálfri mér og segja skilið við fólkið sem stóð ekki með mér og braut mig bara niður í staðinn.“ Einlæg og sönn Sjána Rut samdi, útsetti og sá um vinnslu lagsins alveg sjálf en Alex bróðir hennar spilaði undir á gítarinn og tók upp lagið. „Það gekk furðu vel að vinna í laginu en upptakan sem okkur báðum fannst koma best út var sú sem varð fyrir valinu. Ég heyrði upprunalega lagið öðruvísi í hausnum á mér til að byrja með, meira unnið og fleiri hljóð í gangi en endaði svo á þessari upptöku. Þessi upptaka varð til í einni töku og skilar sársaukanum og boðskap lagsins það vel að ég lét hana standa. Þetta tók á, en þessi upptaka er einlæg og sönn.“ Lagið Glæpurinn er af plötu Sjönu Rutar sem kemur út seinna á þessu ári. „Það er erfitt að setja plötuna í einn flokk eða hólf þar sem þetta er einlæg sjálfsskoðun og ferðalag sem ég mun útskýra seinna, en ég get lofað því að platan eigi eftir að koma á óvart.“ Lögin á plötunni eru á ensku en lagið Glæpurinn er gefið út á íslensku. „Ég samdi lagið á íslensku því að martraðirnar og draumarnir eru á íslensku. Mér fannst líka mikilvægt að koma þessu lagi frá mér úti það umhverfi þar sem ég varð fyrir þessari reynslu, líka af því að ég er nú að fara að gefa út heila plötu um kynferðisofbeldi á ensku þá vil ég að Íslendingar eigi lag frá mér um þetta málefni sem þeir eiga og geta tileinkað sér eða tengt við.“ Erfitt þegar þetta er innan fjölskyldunnar Þó að það hafi verið gott fyrir Sjönu Rut að gera þetta lag þá var samt ekki auðvelt að gefa það út. „Mér leið frekar illa rétt áður og rétt eftir að lagið kom út en á sama tíma var það mikill léttir. Ég er bara orðin þreytt á því að þurfa að lifa í ótta við að tala um hlutina, um hluti sem ég ætti ekkert að skammast mín fyrir eða óttast við að tjá mig um. Þetta er eitthvað sem hefur legið þungt á mínu brjósti í mörg ár. Það er erfitt, ef ekki eitt það erfiðasta sem maður gerir, að tjá sig um ofbeldi innan fjölskyldunnar. Vegna þess að maður vill ekki sundra fjölskyldunni, finnst maður vera ábyrgur og vill heldur ekki mála neinn út í horn. Það er erfitt að fara upp á móti einhverjum sem maður elskar og hefur þekkt allt sitt líf.“ Sjana Rut vonar að lögin sín haldi umræðunni gangandi og hjálpi hugsanlega einhverjum sem er að vinna úr svipuðum tilfinningum.V'isir/Vilhelm Sjana Rutsegir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við laginu síðustu daga. „Það kom mér óvart hversu margir tóku vel í þetta þó það sé nú mikil þögn í fólki vegna þess að það veit kannski ekki hvernig það á að bregðast við. Það er að sjálfsögðu enn erfitt að tala um svona mál, þetta er enn þá mjög tabú umræða sérstaklega þegar eitthvað gerist innan fjölskyldunnar. Mest finnst mér skrítin þessi þögn hjá tónlistarfólki sem ég er málkunnug og jafnvel þekki, það er bara þögn. Þá er ég ekki að tala um þá sem ég hef verið í samskiptum eða samvinnu við og aðrir sem hafa haft samband við mig. Þeir vita hverjir þeir eru.“ Að hennar mati skauta margir fram hjá þessum málaflokki af því að hann sé óþægilegur. „Það er lítill en sterkur hópur ættingja og vina sem hefur staðið með mér sem ég er óendanlega þakklát fyrir og mikill stuðningur hefur líka komið frá bláókunnugu fólki sem ég er einnig afar þakklát fyrir og hefur það hjálpað mér mikið. Það er mjög mikilvægt að sýna brotaþolum stuðning og mun ég alltaf gera mitt besta í að styðja aðra eins og ég get.“ Lífið fallegt Markmið hennar með laginu Glæpurinn er að halda umræðunni gangandi og að upplýsa og vekja fólk til umhugsunar. „En á sama tíma veita öðrum brotaþolum styrk og viðurkenningu. Í laginu er ég ekki að setja ábyrgðina á sjálfa mig heldur er ég að benda á hversu brenglað það er að setja ábyrgð yfir á saklaust barn, sem hvorki bar ábyrgð né stjórnaði aðstæðum og hafði engan möguleika á að verja sig gegn fullorðnum einstaklingum.“ Sjana Rut vinnur nú að nýju plötunni ásamt því að sinna fjölskyldunni en hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2019 og segir að móðurhlutverkið gangi vel. „Mér finnst oft skrítið að hugsa út í það að ég sé mamma en á sama tíma þekki ég ekkert annað, mér líður eins og ég hafi alltaf verið móðir. Brimar Óðinn er mikill orkubolti sem og önnur börn, sem getur verið krefjandi en það er svo gefandi á sama tíma. Það þýðir ekkert að vera í einhverjum þönkum, maður rífur sig bara á fætur og hleypur á eftir skæruliðanum. Maður lærir líka að kunna að meta lífið betur, að sjá til dæmis bara hvað hann getur skemmt sér í marga klukkutíma með einhvern servíettukassa. Lífið hefur svo margt fallegt og skemmtilegt upp á að bjóða, eins og servíettukassa,“ segir Sjana Rut að lokum. Barnavernd Tónlist Ofbeldi gegn börnum Helgarviðtal Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana. 28. ágúst 2020 13:30 Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01 Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Ef einhver er að lesa þetta sem er enn þá að ná áttum í sínum málum að þá vil ég senda skýr skilaboð til viðkomandi að það er alltaf von og þú mátt ekki gleyma því að þú skiptir máli. Þú átt ekki að skammast þín eða bera skömm og lifa í ótta fyrir eitthvað sem einhver annar gerði þér. Reyndu að umkringja þig fólki sem elskar þig og stendur með þér því að þú skuldar einungis sjálfri eða sjálfum þér hamingju.“ Glöð að hafa tekið skrefið Sjana Rut steig fram í viðtali í Kastljósi á síðasta ári ásamt bróður sínum Alex og ræddu þau kynferðisofbeldið sem þau urðu fyrir sem börn. Í kjölfarið gaf hún út lagið Close um það að skammast sín ekki fyrir að þurfa á að stoð að halda. „Ég er glöð að hafa stigið þetta skref en það þurfti mikið til,“ segir Sjana Rut um þá ákvörðun að tala um ofbeldið opinberlega með þessum hætti. „Þetta var ólýsanlega erfitt vegna þess hversu brennd ég var af fyrri reynslu og út af viðbrögðum fólks við málinu okkar þegar það fékk mikla athygli fyrst árið 2018. Þó svo að margir hafi verið að reyna sína okkur stuðning þá voru mjög margir að skrifa virkilega ljóta hluti í garð foreldra minna. Það gjörsamlega braut mig niður að sjá fólk dæma eina fólkið sem hefur staðið með mér í gengum allt saman og það án þess að kynna sér alla málavexti.“ Heldur fyrir eyrun Sjana Rut segir að það hafi hjálpað sér mikið að fara í viðtöl og opna sig um þetta mál. „Stuðningurinn sem við fengum er alveg ómetanlegur en síðasta týnda púslið í að getað loksins losað mig við þessa byrði var að semja og gefa út þetta lag og segja frá og tjá mig um söguna á bak við það.“ Hún segir mikilvægt að halda þessari umræðu gangandi af því að það sé enn þá mikil fáfræði um þessi mál og að hennar mati er rosalega tabú að ræða þessa hluti. „Fólk lítur oft undan eða heldur fyrir eyrun þegar það fréttir að svona málum, þá sérstaklega þegar eitthvað svona gerist innan fjölskyldunnar.“ Kannski sé auðveldara að „hata“ einhvern sem maður þekkir ekki nógu vel og koma ábyrgðinni yfir á þann einstakling, heldur en á einhvern sem maður þekkir og elskar. „Ég er þakklát að vera að mestu leyti laus við þessa skömm og sektarkennd sem ég hef burðast með í svo mörg ár af því að ég get loksins tjáð mig án þess að vera eins heft á þessari skömm. Að halda umræðunni gangandi gæti bjargað brotaþolum í erfiðri stöðu, bæði upplýst þeirra aðstandendur og fengið þá til að hugsa, og það veitir brotaþolum styrk og von.“ Sjana Rut segir að kvíðinn hafi mótað sig á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt.Aðsend mynd Afdrifarík mistök Mál systkinanna gegn stuðningsfulltrúanum hefur haft margvíslegar breytingar í för með sér. „Málið okkur hefur haft margvíslegar breytingar á kerfinu á Íslandi, þar á meðal uppstokkun á vinnuferli og afgreiðslu mála bæði hjá Barnavernd Reykjavíkur og kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það voru mörg mistök gerð í okkar máli bæði fyrir og eftir að við kærðum sem hefði getað komið í veg fyrir að það væri brotið á okkur og afgreiðsla málsins hefði tekið styttri tíma. Sjana Rut ítrekar að þau börðust við réttarkerfið í fimm ár áður en maðurinn var dæmdur. „Við fórum af stað með málið í byrjun 2016 en mamma fór fyrst til lögreglunnar um sumarið 2015 og tilkynnti barnaverndarstarfsmanninn. Allt gekk mjög hægt fyrir sig í eitt og hálft ár þannig að Alex hafði samband við Sævar Þór og hann tók málið að sér. Það var engin rannsókn gerð eða handtökur gerðar þegar mamma tilkynnti hann niður á lögreglustöð árið 2015. Hún segir að þau hefðu ekki orðið fyrir þessu ofbeldi ef viðbrögðin hefðu verið öðruvísi þegar fyrstu tilkynningarnar komu. „Hann var einnig tilkynntur til Barnaverndar Reykjavíkur árið 2008 en ekkert var gert í því þá, tilkynningin týndist, tilkynning sem hefði getað bjargað okkur frá honum ef það hefði verið brugðist við henni. Annar brotaþoli kærði hann árið 2013 en var málið fyrnd. Maðurinn var ekki handtekinn fyrir en 19. janúar 2018, fimm mánuðum eftir að við lögðum fram kæru með Sævar Þór sem lögfræðing okkar.“ Völdu ekki þessa baráttu Systkinin töpuðu máli sínu í Héraðsdómi árið 2018 en unnu svo fyrir Landsrétti árið 2020. „Vegna athyglinnar sem málið fékk í fjölmiðlum þá upplýstist um röð mistaka bæði hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar og barnavernd Reykjavíkur og fóru þá báðar stofnanir í mikla naflaskoðun. Ég og Alex höfum einnig fundað með tveimur af yfirmönnum Barnaverndar Reykjavíkur þar sem við vorum beðin afsökunar og okkur sagt nánar frá breytingunum sem hafa átt sér stað út af málinu okkar. Við skiptumst einnig á hugmyndum á hvað væri hægt að gera enn betur og búa til öruggt umhverfi fyrir framtíðar brotaþola og koma jafnvel í veg fyrir slíkt. Þetta var ekki barátta sem við báðum um en við tökumst á við hana eins vel og við gátum.“ Sjana Rut er hætt að hræðast að tjá sig um ofbeldið sem hún varð fyrir.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tilfinningunum komið út í tónlist Sjana Rut segir að það sem hún hafi lært af þessu og það sem hafi breyst síðan þá sé aðallega að hún sé laus við óttan við að tjá sig um hlutina, um hluti sem raunverulega skipta máli. Það gerir hún meðal annars í laginu Glæpurinn sem hún gaf út á dögunum. „Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn og ábyrgðinni sem var komið yfir á mig. Lagið heitir glæpurinn vegna þess að það er glæpur að koma sökinni yfir á saklausa manneskju, brotaþola.“ Þetta er þó ekki um ofbeldið sem systkinin urðu fyrir og ræddu í viðtölum á síðasta ári. „Ég hef ekki tjáð mig opinberlega um fyrsta ofbeldið sem ég varð fyrir, af nánum ættingja, fyrir en núna. En ég hef tjáð mig um það oft áður í tónlistinni án þess að láta vita af því,“ segir Sjana Rut um nýja lagið. „Eitt af mínum eldri lögum Cold fjallar um fyrsta ofbeldið sem ég varð fyrir og voru það bein skilaboð til ofbeldismannsins. Það leynast vísbendingar um ofbeldið í textagerð úr mikið af mínum eldri lögum sem fólk hefur kannski ekki pælt mikið í en það þarf ekki að leita langt til að finna þær.“ Baktal og ljótar sögur Það hefur hjálpað henni mikið í sínu bataferli að skrifa texta um það sem hún hefur gengið í gegnum. Ekki bara ofbeldið, heldur líka viðbrögðin sem hún fékk eftir að hún sagði frá. „Ég hef sem dæmi tjáð mig um framkomu ættingja eftir að þetta mál komst upp innan fjölskyldunnar í þó nokkrum lögum eins og I cry, Your words don’t mean a thing, Ég horfi fram á við og Búið Spil, svo eitthvað sé nefnt. En það samdi ég um ógeðslegu samskiptin við ættingja og hótanirnar, skilaboðin og símtölin sem við fengum ásamt öllu baktalinu og sögunum sem voru búnar til um mig, og foreldra mína fyrir að standa með mér.“ Skilaboðin með þeim lagatextum eru mjög skýr og afdráttarlaus. „Í þeim lögum er ég að standa með sjálfri mér og segja skilið við fólkið sem stóð ekki með mér og braut mig bara niður í staðinn.“ Einlæg og sönn Sjána Rut samdi, útsetti og sá um vinnslu lagsins alveg sjálf en Alex bróðir hennar spilaði undir á gítarinn og tók upp lagið. „Það gekk furðu vel að vinna í laginu en upptakan sem okkur báðum fannst koma best út var sú sem varð fyrir valinu. Ég heyrði upprunalega lagið öðruvísi í hausnum á mér til að byrja með, meira unnið og fleiri hljóð í gangi en endaði svo á þessari upptöku. Þessi upptaka varð til í einni töku og skilar sársaukanum og boðskap lagsins það vel að ég lét hana standa. Þetta tók á, en þessi upptaka er einlæg og sönn.“ Lagið Glæpurinn er af plötu Sjönu Rutar sem kemur út seinna á þessu ári. „Það er erfitt að setja plötuna í einn flokk eða hólf þar sem þetta er einlæg sjálfsskoðun og ferðalag sem ég mun útskýra seinna, en ég get lofað því að platan eigi eftir að koma á óvart.“ Lögin á plötunni eru á ensku en lagið Glæpurinn er gefið út á íslensku. „Ég samdi lagið á íslensku því að martraðirnar og draumarnir eru á íslensku. Mér fannst líka mikilvægt að koma þessu lagi frá mér úti það umhverfi þar sem ég varð fyrir þessari reynslu, líka af því að ég er nú að fara að gefa út heila plötu um kynferðisofbeldi á ensku þá vil ég að Íslendingar eigi lag frá mér um þetta málefni sem þeir eiga og geta tileinkað sér eða tengt við.“ Erfitt þegar þetta er innan fjölskyldunnar Þó að það hafi verið gott fyrir Sjönu Rut að gera þetta lag þá var samt ekki auðvelt að gefa það út. „Mér leið frekar illa rétt áður og rétt eftir að lagið kom út en á sama tíma var það mikill léttir. Ég er bara orðin þreytt á því að þurfa að lifa í ótta við að tala um hlutina, um hluti sem ég ætti ekkert að skammast mín fyrir eða óttast við að tjá mig um. Þetta er eitthvað sem hefur legið þungt á mínu brjósti í mörg ár. Það er erfitt, ef ekki eitt það erfiðasta sem maður gerir, að tjá sig um ofbeldi innan fjölskyldunnar. Vegna þess að maður vill ekki sundra fjölskyldunni, finnst maður vera ábyrgur og vill heldur ekki mála neinn út í horn. Það er erfitt að fara upp á móti einhverjum sem maður elskar og hefur þekkt allt sitt líf.“ Sjana Rut vonar að lögin sín haldi umræðunni gangandi og hjálpi hugsanlega einhverjum sem er að vinna úr svipuðum tilfinningum.V'isir/Vilhelm Sjana Rutsegir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við laginu síðustu daga. „Það kom mér óvart hversu margir tóku vel í þetta þó það sé nú mikil þögn í fólki vegna þess að það veit kannski ekki hvernig það á að bregðast við. Það er að sjálfsögðu enn erfitt að tala um svona mál, þetta er enn þá mjög tabú umræða sérstaklega þegar eitthvað gerist innan fjölskyldunnar. Mest finnst mér skrítin þessi þögn hjá tónlistarfólki sem ég er málkunnug og jafnvel þekki, það er bara þögn. Þá er ég ekki að tala um þá sem ég hef verið í samskiptum eða samvinnu við og aðrir sem hafa haft samband við mig. Þeir vita hverjir þeir eru.“ Að hennar mati skauta margir fram hjá þessum málaflokki af því að hann sé óþægilegur. „Það er lítill en sterkur hópur ættingja og vina sem hefur staðið með mér sem ég er óendanlega þakklát fyrir og mikill stuðningur hefur líka komið frá bláókunnugu fólki sem ég er einnig afar þakklát fyrir og hefur það hjálpað mér mikið. Það er mjög mikilvægt að sýna brotaþolum stuðning og mun ég alltaf gera mitt besta í að styðja aðra eins og ég get.“ Lífið fallegt Markmið hennar með laginu Glæpurinn er að halda umræðunni gangandi og að upplýsa og vekja fólk til umhugsunar. „En á sama tíma veita öðrum brotaþolum styrk og viðurkenningu. Í laginu er ég ekki að setja ábyrgðina á sjálfa mig heldur er ég að benda á hversu brenglað það er að setja ábyrgð yfir á saklaust barn, sem hvorki bar ábyrgð né stjórnaði aðstæðum og hafði engan möguleika á að verja sig gegn fullorðnum einstaklingum.“ Sjana Rut vinnur nú að nýju plötunni ásamt því að sinna fjölskyldunni en hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2019 og segir að móðurhlutverkið gangi vel. „Mér finnst oft skrítið að hugsa út í það að ég sé mamma en á sama tíma þekki ég ekkert annað, mér líður eins og ég hafi alltaf verið móðir. Brimar Óðinn er mikill orkubolti sem og önnur börn, sem getur verið krefjandi en það er svo gefandi á sama tíma. Það þýðir ekkert að vera í einhverjum þönkum, maður rífur sig bara á fætur og hleypur á eftir skæruliðanum. Maður lærir líka að kunna að meta lífið betur, að sjá til dæmis bara hvað hann getur skemmt sér í marga klukkutíma með einhvern servíettukassa. Lífið hefur svo margt fallegt og skemmtilegt upp á að bjóða, eins og servíettukassa,“ segir Sjana Rut að lokum.
Barnavernd Tónlist Ofbeldi gegn börnum Helgarviðtal Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana. 28. ágúst 2020 13:30 Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01 Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30
Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana. 28. ágúst 2020 13:30
Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku. 11. apríl 2021 10:01
Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. 25. febrúar 2021 16:50