Mini Cooper SE - Skemmtilegasti rafbíllinn til þessa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. apríl 2021 07:01 Mini Cooper SE Mini Cooper SE er fjögurra manna, þriggja dyra rafhlaðbakur. Hann er sennilega sá bíll í vöruframboði Mini sem minnir hvað mest á hinn sígilda Austin Mini. Mini Cooper SE er sennilega skemmtilegasti rafbíll sem ofanritaður hefur keyrt. Hann er því miður ekki praktískasti bíllinn á götunum en líklega einn sá skemmtilegasti. Breski fáninn í afturljósinu. Útlit Hann hefur klassískt Mini útlit. Reynsluakstursbíllinn var British Racing Grænn. Ofanritaður verður að viðurkenna ákveðið blæti fyrir þeim lit. Litlum vísbendingum um forfeður bílsins er er stráð yfir hann allan. Mynstur breska fánann er til að mynda að finna í afturljósum bílsins. Lögunin er ekki ný af nálinni heldur og vísar til fyrirrennara nýjustu kynslóðarinnar. Sama má segja um hliðarspeglana og framljósin svo fleiri dæmi séu tekin. Aksturseiginleikar Að keyra Mini Cooper SE er góð skemmtun. hann er snaggaralegur og fljótur upp á hraða, eins og rafbíla er von og vísa. Hann er merkilega þægilegur í akstri miðað við hvað hann er líka ofboðslega skemmtilegur í akstri, flestir bílar eru annað hvort en Mini Cooper SE tekst að vera bæði. Að taka beygju á þessum bíl er hrein unun, eitthvað sem sem flestir ættu að fá að upplifa. Það er ekki oft hægt að lýsa beygjum á götubílum sem unun eða upplifun í sjálfu sér en þegar kemur að Mini Cooper SE þá á hann engan sér líkan. Hvílíkt veggrip, hvílík fjörðun og vá hvað hann bregst vel við öllum hreyfingum á stýrinu. Hann fer í gegnum beygjur eins og hann viti hvert maður er að horfa og vill að hann fari. Hann hefur líka ekkert fyrir því sem er svo dásamlegt. Skottið á Mini Cooper SE. Notagildi Mini Cooper SE er ólíkt Countryman SE, hinum Mini-num sem er til sölu á Íslandi, lítill bíll. Hann er smár í sniðum, hann er auðvitað einungis tveggja dyra og fjögurra manna. Plássið aftur í er ekki mikið og skottið fremur smátt. Þó komast hefðbundin helgar innkaup vísitölufjölskyldu í skottið. Sem snattari er bíllinn sá besti, það er skemmtilegra að stússa, fara á stúfana og útrétta á Mini Cooper SE. Það má því segja að smæðin sé kostur fyrir snattara, honum er auðvelt að leggja og koma fyrir þar sem aðrir kæmust ekki. Innra rými í Mini Cooper SE. Innra rými Innra rými bílsins er sportlegt, skemmtilegt en líka smátt í sniðum. Maður situr lágt og Go-kart tilfinningin er mögnuð. Takkarnir á stjórnstokknum, eru skemmtilegir og virka eins og takkar í flugstjórnarklefa. Sætin í bílnum knúsa farþega og ökumann sem er mikilvægur stuðningur í skörpum beygjum. Mini Cooper SE í sambandi. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 232km frá 33kWh rafhlöðu. Út frá reynsluakstri er að vanda erfitt að segja og bera saman við aðra hversu nærri raundrægni sú tala er. Aðstæður og aksturslag skipta gríðarlegu máli ásamt því að innanbæjarakstur er hagstæðari en utanbæjarakstur af því bíllinn hleður inn á sig við hemlun. Bíllinn er 35 mínmútur að ná 80% hleðslu á 50kW hleðslustöð svo dæmi sé tekið um hleðsluhraða. Verð og samantekt Mini Cooper SE kostar frá 5.190.000kr. Hann kemur afar vel búinn með lyklalausu aðgengi til að mynda ásamt hita í framsætum og upphituðum rúðupissstútum. Mini Cooper SE er skemmtilegasti rafbíll sem ofanritaður hefur ekið. Hann er einstakur, bara ef hann væri með ögn meiri drægni. Maður vill alltaf aðeins meir. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Mini Cooper SE er sennilega skemmtilegasti rafbíll sem ofanritaður hefur keyrt. Hann er því miður ekki praktískasti bíllinn á götunum en líklega einn sá skemmtilegasti. Breski fáninn í afturljósinu. Útlit Hann hefur klassískt Mini útlit. Reynsluakstursbíllinn var British Racing Grænn. Ofanritaður verður að viðurkenna ákveðið blæti fyrir þeim lit. Litlum vísbendingum um forfeður bílsins er er stráð yfir hann allan. Mynstur breska fánann er til að mynda að finna í afturljósum bílsins. Lögunin er ekki ný af nálinni heldur og vísar til fyrirrennara nýjustu kynslóðarinnar. Sama má segja um hliðarspeglana og framljósin svo fleiri dæmi séu tekin. Aksturseiginleikar Að keyra Mini Cooper SE er góð skemmtun. hann er snaggaralegur og fljótur upp á hraða, eins og rafbíla er von og vísa. Hann er merkilega þægilegur í akstri miðað við hvað hann er líka ofboðslega skemmtilegur í akstri, flestir bílar eru annað hvort en Mini Cooper SE tekst að vera bæði. Að taka beygju á þessum bíl er hrein unun, eitthvað sem sem flestir ættu að fá að upplifa. Það er ekki oft hægt að lýsa beygjum á götubílum sem unun eða upplifun í sjálfu sér en þegar kemur að Mini Cooper SE þá á hann engan sér líkan. Hvílíkt veggrip, hvílík fjörðun og vá hvað hann bregst vel við öllum hreyfingum á stýrinu. Hann fer í gegnum beygjur eins og hann viti hvert maður er að horfa og vill að hann fari. Hann hefur líka ekkert fyrir því sem er svo dásamlegt. Skottið á Mini Cooper SE. Notagildi Mini Cooper SE er ólíkt Countryman SE, hinum Mini-num sem er til sölu á Íslandi, lítill bíll. Hann er smár í sniðum, hann er auðvitað einungis tveggja dyra og fjögurra manna. Plássið aftur í er ekki mikið og skottið fremur smátt. Þó komast hefðbundin helgar innkaup vísitölufjölskyldu í skottið. Sem snattari er bíllinn sá besti, það er skemmtilegra að stússa, fara á stúfana og útrétta á Mini Cooper SE. Það má því segja að smæðin sé kostur fyrir snattara, honum er auðvelt að leggja og koma fyrir þar sem aðrir kæmust ekki. Innra rými í Mini Cooper SE. Innra rými Innra rými bílsins er sportlegt, skemmtilegt en líka smátt í sniðum. Maður situr lágt og Go-kart tilfinningin er mögnuð. Takkarnir á stjórnstokknum, eru skemmtilegir og virka eins og takkar í flugstjórnarklefa. Sætin í bílnum knúsa farþega og ökumann sem er mikilvægur stuðningur í skörpum beygjum. Mini Cooper SE í sambandi. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 232km frá 33kWh rafhlöðu. Út frá reynsluakstri er að vanda erfitt að segja og bera saman við aðra hversu nærri raundrægni sú tala er. Aðstæður og aksturslag skipta gríðarlegu máli ásamt því að innanbæjarakstur er hagstæðari en utanbæjarakstur af því bíllinn hleður inn á sig við hemlun. Bíllinn er 35 mínmútur að ná 80% hleðslu á 50kW hleðslustöð svo dæmi sé tekið um hleðsluhraða. Verð og samantekt Mini Cooper SE kostar frá 5.190.000kr. Hann kemur afar vel búinn með lyklalausu aðgengi til að mynda ásamt hita í framsætum og upphituðum rúðupissstútum. Mini Cooper SE er skemmtilegasti rafbíll sem ofanritaður hefur ekið. Hann er einstakur, bara ef hann væri með ögn meiri drægni. Maður vill alltaf aðeins meir.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent