Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 02:39 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð. Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð.
Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12
Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24