Strengir framlengja um 10 ár í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2021 09:19 Hólaflúð í Jöklu en þetta hefur verið einn besti staðurinn í ánni Jökla er ein af þeim veiðiám landsins sem nýtur sífellt meiri vinsælda og veiðin í ánni er að aukast með hverju árinu. Veiðiþjónustan Strengir hefur verið með Jöklu frá því að skipulögð stangveiði hófst í ánni og hefur uppibyggingarstarf þar verið í höndum þeirra undir forystu Þrastar Elliðasonar. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir veiðimenn í veiðihúsum sem voru byggð fyrir nokkrum árum og veiðin í ánni sem og hliðarám verið vaxandi, þó mest í Jöklu. Þann 24. apríl var gengið frá framlengingu á samningi milli Strengja og Veiðifélags Jökulsár á Dal (Jöklu) til ársins 2031 eða í 10 ár! Samstarfið hefur verið gott og nú er Jöklusvæðið orðið eitt besta laxveiðisvæði landsins eftir áralanga uppbyggingu og laxastofn árinnar er í mikilli sókn. Má nefna að ráðist verður í stækkun og endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti og einnig verða seiðasleppingar stórauknar í hliðarám Jöklu til að tryggja betur veiði þar allt sumarið. Aðsókn í Jöklu hefur verið með besta móti og svo komið að þeir sem ætla að tryggja sér daga þar í sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur því eftirspurn eftir leyfum er mikil. Stangveiði Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði
Veiðiþjónustan Strengir hefur verið með Jöklu frá því að skipulögð stangveiði hófst í ánni og hefur uppibyggingarstarf þar verið í höndum þeirra undir forystu Þrastar Elliðasonar. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir veiðimenn í veiðihúsum sem voru byggð fyrir nokkrum árum og veiðin í ánni sem og hliðarám verið vaxandi, þó mest í Jöklu. Þann 24. apríl var gengið frá framlengingu á samningi milli Strengja og Veiðifélags Jökulsár á Dal (Jöklu) til ársins 2031 eða í 10 ár! Samstarfið hefur verið gott og nú er Jöklusvæðið orðið eitt besta laxveiðisvæði landsins eftir áralanga uppbyggingu og laxastofn árinnar er í mikilli sókn. Má nefna að ráðist verður í stækkun og endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti og einnig verða seiðasleppingar stórauknar í hliðarám Jöklu til að tryggja betur veiði þar allt sumarið. Aðsókn í Jöklu hefur verið með besta móti og svo komið að þeir sem ætla að tryggja sér daga þar í sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur því eftirspurn eftir leyfum er mikil.
Stangveiði Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði Býst við bullandi veiði eftir þurrkatímabil Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði