Gummi Ben um breytinguna á Pepsi Max Stúkunni: Þetta er bara nútíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 16:40 Guðmundur Benediktsson stýrir áfram Pepsi Max Stúkunni í sumar. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og félagar fara aftur af stað með Pepsi Max stúkuna í kvöld en þá verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira