Karlar 40 prósent nýrra styrktaraðila UN Women Heimsljós 30. apríl 2021 11:55 Nýliðun í stjórn UN Women: Anna Steinsen, Fida Abu Libdeh og Áslaug Eva Björnsdóttir. Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn samtaka UN Women á Íslandi. UN Women á Íslandi fékk á síðasta ári, þrátt fyrir heimsfaraldur og tilheyrandi efnahagsþrengingar, meiri framlög en árið á undan, eða sem nemur sjö prósentustigum. Jafnframt fjölgaði mánaðarlegum styrktaraðilum í hópi ljósbera um 1500 á síðasta ári. Karlar voru 40 prósent þeirra. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna sem haldinn var með fjarfundi í gær. Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn samtakanna: Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur og einn eigandi KVAN, Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi Geosilica og Áslaug Eva Björnsdóttir, stafrænn leiðtogi á skrifstofu borgarstjóra. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Ljósberar, styrktaraðilar UN Women, eru nú hátt í tíu þúsund talsins. Ljósberar eru á öllum aldri og búa í öllum landshlutum. „Sértæk áhrif COVID-19 á konur og stúlkur hefur ómæld áhrif á líf kvenna í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Þörfin fyrir stuðning hefur því aldrei verið meiri en nú. UN Women á Íslandi þakkar velunnurum samtakanna ómetanlegan stuðning. Stjórn og starfsfólk UN Women horfir björtum augum til framtíðar og gefur allt í botn í baráttunni fyrir bættum hag og velferð kvenna og stúlkna,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar. Fanney Karlsdóttir, Soffía Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Formaður stjórnar er Arna Grímsdóttir, aðrir stjórnarmeðlimir eru Bergur Ebbi Benediktsson, Kristín Ögmundsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Ólafur Elínarson, Ólafur Þ. Stephensen og Sigríður Þóra Þórðardóttir, einnig formaður Ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
UN Women á Íslandi fékk á síðasta ári, þrátt fyrir heimsfaraldur og tilheyrandi efnahagsþrengingar, meiri framlög en árið á undan, eða sem nemur sjö prósentustigum. Jafnframt fjölgaði mánaðarlegum styrktaraðilum í hópi ljósbera um 1500 á síðasta ári. Karlar voru 40 prósent þeirra. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna sem haldinn var með fjarfundi í gær. Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn samtakanna: Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur og einn eigandi KVAN, Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi Geosilica og Áslaug Eva Björnsdóttir, stafrænn leiðtogi á skrifstofu borgarstjóra. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Ljósberar, styrktaraðilar UN Women, eru nú hátt í tíu þúsund talsins. Ljósberar eru á öllum aldri og búa í öllum landshlutum. „Sértæk áhrif COVID-19 á konur og stúlkur hefur ómæld áhrif á líf kvenna í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Þörfin fyrir stuðning hefur því aldrei verið meiri en nú. UN Women á Íslandi þakkar velunnurum samtakanna ómetanlegan stuðning. Stjórn og starfsfólk UN Women horfir björtum augum til framtíðar og gefur allt í botn í baráttunni fyrir bættum hag og velferð kvenna og stúlkna,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar. Fanney Karlsdóttir, Soffía Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Formaður stjórnar er Arna Grímsdóttir, aðrir stjórnarmeðlimir eru Bergur Ebbi Benediktsson, Kristín Ögmundsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Ólafur Elínarson, Ólafur Þ. Stephensen og Sigríður Þóra Þórðardóttir, einnig formaður Ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent