Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2021 10:00 Fylkir og Þór/KA munu hafa nokkra ástæðu til að fagna í sumar ef spá okkar rætist. Samsett/Daníel/Vilhelm Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst á morgun með tveimur leikjum. Við höfum þegar spáð fyrir um það hvaða lið verði í 5.-10. sæti deildarinnar en nú er komið að tveimur liðum sem ættu að enda í efri hlutanum. Eftir að hafa best náð 5. sæti í efstu deild settu Fylkiskonur félagsmet í fyrra þegar þær höfnuðu í 3. sæti. Jafnvel þó að tveir bestu leikmenn liðsins í fyrra hafi haldið til Svíþjóðar í atvinnumennsku þá spáum við því að Fylkir verði áfram á sömu slóðum. Við spáum því einnig að Þór/KA taki skref upp á við eftir að hafa í fyrra reitt sig á þann góða efnivið sem er til staðar á Akureyri, og sótt sér forvitnilegan liðsstyrk að utan í vetur. Þór/KA í 4. sæti: Svara fyrir sig eftir djarfan dans við falldrauginn Eftir að hafa óvænt unnið Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn árið 2017 hefur Þór/KA verið á hægri niðurleið síðustu ár. Liðið var ekki með eins afburðagóða útlendinga í fyrra eftir að hafa misst mexíkósku landsliðskonurnar sínar, og stóð í fallbaráttu sem liðið þekkir varla. Þór/KA býr hins vegar að því að mikill efniviður er til staðar á Akureyri því upp úr yngri flokka starfi Þórs og KA koma sífellt leikmenn sem geta spjarað sig í efstu deild. Liðið er ungt en búið að fá ágæta reynslu og ef að nýju, erlendu leikmennirnir standa undir væntingum á Þór/KA heima í efri hluta deildarinnar. Tímabilið í fyrra var það fyrsta hjá Andra Hjörvari Albertssyni sem aðalþjálfara í meistaraflokki. Hann hafði hins vegar verið aðstoðarþjálfari Donna, Halldórs Jóns Sigurðssonar, árin þrjú þar á undan og lagði þannig sitt að mörkum í Íslandsmeistaratitlinum 2017. Nú reynir á Andra að koma liðinu upp á við á nýjan leik. Þór/KA Ár í deildinni: 16 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Þór/KA hóf tímabilið í fyrra á flugeldasýningu og skoraði 8 af 20 mörkum sumarsins gegn Stjörnunni og ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum. Þá hallaði hins vegar fljótt undan fæti og liðið tapaði meðal annars þremur leikjum mjög stórt gegn toppliðum Vals og Breiðabliks. Eftir 7-0 tap gegn Blikum heima á Akureyri í september var Þór/KA komið í fallsæti. Sem betur fer var mótið ekki blásið af þá heldur aðeins seinna. Akureyringar náðu að vinna lífsnauðsynlega sigra á FH og Selfossi í síðustu leikjum sínum sem á endanum dugði til að liðið endaði tveimur stigum frá fallsæti. Breytingin frá árunum á undan var því afar mikil og spurning hvernig Þór/KA svarar fyrir sig eftir þennan mikla dans við falldrauginn. Markahæstar hjá Þór/KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra Margrét Árnadóttir 6 Karen María Sigurgeirsdóttir 3 María Catharina Ólafsdóttir 3 Arna Sif Ásgrímsdóttir 2 Liðið og leikmenn Það er mikið Þórs/KA-hjarta í liðinu og leikmenn ættu að gjörþekkja hvern annan eftir að hafa fengið snemma tækifæri í meistaraflokki og náð góðum árangri í yngri flokkum. Tilkynnt var um komu þriggja erlendra leikmanna í mars sem þurfa að standa sig vel svo að Þór/KA endi í efri hlutanum. Þar á meðal er spennandi landsliðsframherji frá Úganda, Sandra Nabweteme, sem var markadrottning í heimalandinu og fór svo til Bandaríkjanna 2016 í háskólanám. Samhliða því að ná sér í verkfræðigráðu sallaði hún inn mörkum fyrir skólann sinn, Southwestern Oklahoma State, og hlaut fjölda viðurkenninga. View this post on Instagram A post shared by Sandra Nabweteme (@sandra_nabweteme_10_official) Það gekk ekki alveg nógu vel að skora mörk í fyrra en Margrét Árnadóttir er þó mjög lunkin og góður leikmaður sem skilaði sex mörkum. María Catharina Ólafsdóttir Gros fór strax frá því að vera efnileg í að vera liðinu mikilvæg með sínum banvæna hraða og hæfileikum, og hefur verið að skora í vetur. Ef Nabweteme og hin bandaríska Colleen Kennedy hafa eitthvað fram að færa ætti því sóknarleikurinn að geta gengið betur, og Arna Sif Ásgrímsdóttir mun eflaust færa liðinu að minnsta kosti 2-3 skallamörk. Karen María Sigurgeirsdóttir, sem getur leikið á kanti og miðju, lék vel á síðustu leiktíð og kom sér í æfingahóp A-landsliðsins. Hinni kanadísku Miranda Smith er ætlað að styrkja Þór/KA á miðjunni eftir að liðið missti Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur til Stjörnunnar. Aðeins Eyjakonur fengu á sig fleiri mörk í deildinni í fyrra og það er ekki að sjá að Þór/KA hafi eflst mikið varnarlega, auk þess sem Arna Sif mun ekki spila allra fyrstu leikina þar sem hún er að spila í Skotlandi með Glasgow City. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára miðvörður María Catharina Ólafsdóttir Gros, 18 ára kantmaður Sandra Nabweteme, 25 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Hin 16 ára gamla Jakobína Hjörvarsdóttir fékk eldskírn í fyrra þegar hún lék tíu leiki í deildinni og stóð sig oft vel. Hún lék sem vinstri bakvörður samhliða því að spila fyrir 3. flokk og á að baki 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hér mætti nefna fleiri og þar á meðal Iðunni Rán Gunnarsdóttur sem er aðeins 15 ára en hefur fengið tækifæri sem miðvörður í vetur í fjarveru Örnu Sifjar. Það er spurning hvort henni verði hreinlega skellt í djúpu laugina í fyrstu leikjum mótsins, áður en Arna Sif kemur heim. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Þór/KA Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á liði Þórs/KA. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Fylkir í 3. sæti: Byggja ofan á besta sumarið Fylkiskonur áttu sína bestu leiktíð frá upphafi í fyrra þegar þær enduðu í 3. sæti, eftir að hafa jafnframt kynnst því að handleika verðlaunagrip sem Reykjavíkurmeistarar. Á engan er hins vegar hallað þó að fullyrt sé að tvær af allra mikilvægust manneskjunum á bakvið þann árangur séu hins vegar horfnar á brott núna og það verður áskorun fyrir Fylki að halda sér á sömu slóðum í ár. Cecilía Rán Rúnarsdóttir vann ófá stig fyrir Fylki með frábærri frammistöðu í markinu og vann sig út í atvinnumennsku, þar sem Everton virðist framtíðaráfangastaðurinn, auk þess að gera sig líklega til að verja mark Íslands á næsta stórmóti. Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir, sem lék með landsliðinu gegn Ítalíu á dögunum, er einnig farinn í atvinnumennsku til Svíþjóðar og skilur eftir stór skarð í vörninni. Engu að síður teljum við Fylkisliðið hafa mannskap til að gera flotta hluti í sumar. Kjartan Stefánsson stýrir nú Fylki fjórða árið í röð. Undir hans stjórn hefur Fylkir haft alla anga úti við að finna unga og efnilega leikmenn til að byggja upp öflugt lið. Sú uppskrift hefur virkað og Fylkisliðið hefur tekið stór skref upp á við eftir að hafa leikið í 1. deild fyrir svo stuttu síðan, eða árið 2018. Fyrir utan tvö stutt stopp í 1. deild má segja að Fylkir hafi verið með miðlungsgott lið í efstu deild síðustu 15 ár. Þó að 3. sætið hafi orðið niðurstaðan í fyrra var samt stutt niður í fallsvæðið og eftir viðskipti vetrarins er ljóst að í Árbænum yrði sama árangri og í fyrra fagnað vel. Fylkir Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: 3. sæti í fyrra Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (4. tímabil) Síðasta tímabil Fylkiskonur hófu tímabilið á að kippa Selfossi niður á jörðina með góðum sigri og fóru taplausar í gegnum fyrstu sex leikina, þar á meðal með jafntefli við Val sem minnstu munaði að yrði að Fylkissigri í lokin. Þær tóku hins vegar aðeins tvö stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum, töpuðu þá meðal annars gegn FH og 7-0 gegn Val, og rétt hengu á 3. sætinu þegar flautað var af vegna kórónuveirufaraldursins, með sjö mörk í mínus í markatölu. Markahæstar Fylkis í Pepsi Max-deildinni í fyrra Bryndís Arna Níelsdóttir 10 Þórdís Elva Ágústsdóttir 4 Eva Rut Ásþórsdóttir 3 Margrét Björg Ástvaldsdóttir 2 Liðið og leikmenn Bryndís Arna Níelsdóttir bar uppi sóknarleik Fylkis í fyrra en hún skoraði 10 af 22 mörkum liðsins og aðeins leikmenn úr Val og Breiðabliki, sem flestar eru farnar í atvinnumennsku, skoruðu fleiri. Þó að hún sé aðeins 17 ára gömul hefur hún þegar skorað 25 mörk í 48 leikjum í meistaraflokki og hún ætti að fara inn í mótið með mikið sjálfstraust eftir að hafa skorað mikið á undirbúningstímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Missirinn af Cecilíu er vissulega mjög mikill enda á leiðinni að verða besti markvörður Íslands en það verður spennandi að sjá hvernig Tinna Brá Magnúsdóttir fyllir hennar skarð. Það er til marks um það hve óhræddur Kjartan er við að reiða sig á unga leikmenn að Tinna er ekki með aldur til að taka bílpróf en virðist ætlað að stýra Fylkisvörninni og verja markið. Hún lék sitt fyrsta heila tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Miðjumaðurinn Sæunn Björnsdóttir, sem er 19 ára, er komin að láni frá Haukum þar sem hún hefur verið besti leikmaður liðsins síðustu ár. Fylkiskonur hafa góða reynslu af því að fá leikmenn frá Haukum, þar sem Kjartan þjálfaði í tvö ár, og Þórdís Elva Ágústsdóttir verður áfram í burðarhlutverki á miðjunni líkt og í fyrra. Helena Ósk Hálfdánardóttir kom frá FH og hefur leikið yfir 50 leiki í efstu deild, og spennandi verður að sjá hvernig Karólína Jack snýr aftur eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna krossbandsslita. Lykilmenn Fylkis Katla María Þórðardóttir, 20 ára miðvörður Þórdís Elva Ágústsdóttir, 20 ára miðjumaður Bryndís Arna Níelsdóttir, 17 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Við reiknum með að Sæunn Björnsdóttir sýni hvað hún er tilbúin í Pepsi Max-deildina, þar sem hún spilaði reyndar heilt tímabil með Haukum árið 2017. Að vera miðjumaður úr Haukum er orðinn ákveðinn gæðastimpill og ekki skemmir fyrir að þau Kjartan þjálfari ættu að gjörþekkja hvort annað svo Sæunn gæti smollið fljótt inn í liðið. Sæunn, sem er aðeins að láni frá Haukum, á að baki 2 leiki fyrir U19-landsliðið. Hún skoraði þrjú mörk í Lengjudeildinni í fyrra og önnur þrjú í Mjólkurbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Fylkir Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00 Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst á morgun með tveimur leikjum. Við höfum þegar spáð fyrir um það hvaða lið verði í 5.-10. sæti deildarinnar en nú er komið að tveimur liðum sem ættu að enda í efri hlutanum. Eftir að hafa best náð 5. sæti í efstu deild settu Fylkiskonur félagsmet í fyrra þegar þær höfnuðu í 3. sæti. Jafnvel þó að tveir bestu leikmenn liðsins í fyrra hafi haldið til Svíþjóðar í atvinnumennsku þá spáum við því að Fylkir verði áfram á sömu slóðum. Við spáum því einnig að Þór/KA taki skref upp á við eftir að hafa í fyrra reitt sig á þann góða efnivið sem er til staðar á Akureyri, og sótt sér forvitnilegan liðsstyrk að utan í vetur. Þór/KA í 4. sæti: Svara fyrir sig eftir djarfan dans við falldrauginn Eftir að hafa óvænt unnið Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn árið 2017 hefur Þór/KA verið á hægri niðurleið síðustu ár. Liðið var ekki með eins afburðagóða útlendinga í fyrra eftir að hafa misst mexíkósku landsliðskonurnar sínar, og stóð í fallbaráttu sem liðið þekkir varla. Þór/KA býr hins vegar að því að mikill efniviður er til staðar á Akureyri því upp úr yngri flokka starfi Þórs og KA koma sífellt leikmenn sem geta spjarað sig í efstu deild. Liðið er ungt en búið að fá ágæta reynslu og ef að nýju, erlendu leikmennirnir standa undir væntingum á Þór/KA heima í efri hluta deildarinnar. Tímabilið í fyrra var það fyrsta hjá Andra Hjörvari Albertssyni sem aðalþjálfara í meistaraflokki. Hann hafði hins vegar verið aðstoðarþjálfari Donna, Halldórs Jóns Sigurðssonar, árin þrjú þar á undan og lagði þannig sitt að mörkum í Íslandsmeistaratitlinum 2017. Nú reynir á Andra að koma liðinu upp á við á nýjan leik. Þór/KA Ár í deildinni: 16 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Þór/KA hóf tímabilið í fyrra á flugeldasýningu og skoraði 8 af 20 mörkum sumarsins gegn Stjörnunni og ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum. Þá hallaði hins vegar fljótt undan fæti og liðið tapaði meðal annars þremur leikjum mjög stórt gegn toppliðum Vals og Breiðabliks. Eftir 7-0 tap gegn Blikum heima á Akureyri í september var Þór/KA komið í fallsæti. Sem betur fer var mótið ekki blásið af þá heldur aðeins seinna. Akureyringar náðu að vinna lífsnauðsynlega sigra á FH og Selfossi í síðustu leikjum sínum sem á endanum dugði til að liðið endaði tveimur stigum frá fallsæti. Breytingin frá árunum á undan var því afar mikil og spurning hvernig Þór/KA svarar fyrir sig eftir þennan mikla dans við falldrauginn. Markahæstar hjá Þór/KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra Margrét Árnadóttir 6 Karen María Sigurgeirsdóttir 3 María Catharina Ólafsdóttir 3 Arna Sif Ásgrímsdóttir 2 Liðið og leikmenn Það er mikið Þórs/KA-hjarta í liðinu og leikmenn ættu að gjörþekkja hvern annan eftir að hafa fengið snemma tækifæri í meistaraflokki og náð góðum árangri í yngri flokkum. Tilkynnt var um komu þriggja erlendra leikmanna í mars sem þurfa að standa sig vel svo að Þór/KA endi í efri hlutanum. Þar á meðal er spennandi landsliðsframherji frá Úganda, Sandra Nabweteme, sem var markadrottning í heimalandinu og fór svo til Bandaríkjanna 2016 í háskólanám. Samhliða því að ná sér í verkfræðigráðu sallaði hún inn mörkum fyrir skólann sinn, Southwestern Oklahoma State, og hlaut fjölda viðurkenninga. View this post on Instagram A post shared by Sandra Nabweteme (@sandra_nabweteme_10_official) Það gekk ekki alveg nógu vel að skora mörk í fyrra en Margrét Árnadóttir er þó mjög lunkin og góður leikmaður sem skilaði sex mörkum. María Catharina Ólafsdóttir Gros fór strax frá því að vera efnileg í að vera liðinu mikilvæg með sínum banvæna hraða og hæfileikum, og hefur verið að skora í vetur. Ef Nabweteme og hin bandaríska Colleen Kennedy hafa eitthvað fram að færa ætti því sóknarleikurinn að geta gengið betur, og Arna Sif Ásgrímsdóttir mun eflaust færa liðinu að minnsta kosti 2-3 skallamörk. Karen María Sigurgeirsdóttir, sem getur leikið á kanti og miðju, lék vel á síðustu leiktíð og kom sér í æfingahóp A-landsliðsins. Hinni kanadísku Miranda Smith er ætlað að styrkja Þór/KA á miðjunni eftir að liðið missti Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur til Stjörnunnar. Aðeins Eyjakonur fengu á sig fleiri mörk í deildinni í fyrra og það er ekki að sjá að Þór/KA hafi eflst mikið varnarlega, auk þess sem Arna Sif mun ekki spila allra fyrstu leikina þar sem hún er að spila í Skotlandi með Glasgow City. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára miðvörður María Catharina Ólafsdóttir Gros, 18 ára kantmaður Sandra Nabweteme, 25 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Hin 16 ára gamla Jakobína Hjörvarsdóttir fékk eldskírn í fyrra þegar hún lék tíu leiki í deildinni og stóð sig oft vel. Hún lék sem vinstri bakvörður samhliða því að spila fyrir 3. flokk og á að baki 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hér mætti nefna fleiri og þar á meðal Iðunni Rán Gunnarsdóttur sem er aðeins 15 ára en hefur fengið tækifæri sem miðvörður í vetur í fjarveru Örnu Sifjar. Það er spurning hvort henni verði hreinlega skellt í djúpu laugina í fyrstu leikjum mótsins, áður en Arna Sif kemur heim. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Þór/KA Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna sem verða á Stöð 2 Sport á fimmtudögum í sumar, sagði sitt álit á liði Þórs/KA. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Fylkir í 3. sæti: Byggja ofan á besta sumarið Fylkiskonur áttu sína bestu leiktíð frá upphafi í fyrra þegar þær enduðu í 3. sæti, eftir að hafa jafnframt kynnst því að handleika verðlaunagrip sem Reykjavíkurmeistarar. Á engan er hins vegar hallað þó að fullyrt sé að tvær af allra mikilvægust manneskjunum á bakvið þann árangur séu hins vegar horfnar á brott núna og það verður áskorun fyrir Fylki að halda sér á sömu slóðum í ár. Cecilía Rán Rúnarsdóttir vann ófá stig fyrir Fylki með frábærri frammistöðu í markinu og vann sig út í atvinnumennsku, þar sem Everton virðist framtíðaráfangastaðurinn, auk þess að gera sig líklega til að verja mark Íslands á næsta stórmóti. Fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir, sem lék með landsliðinu gegn Ítalíu á dögunum, er einnig farinn í atvinnumennsku til Svíþjóðar og skilur eftir stór skarð í vörninni. Engu að síður teljum við Fylkisliðið hafa mannskap til að gera flotta hluti í sumar. Kjartan Stefánsson stýrir nú Fylki fjórða árið í röð. Undir hans stjórn hefur Fylkir haft alla anga úti við að finna unga og efnilega leikmenn til að byggja upp öflugt lið. Sú uppskrift hefur virkað og Fylkisliðið hefur tekið stór skref upp á við eftir að hafa leikið í 1. deild fyrir svo stuttu síðan, eða árið 2018. Fyrir utan tvö stutt stopp í 1. deild má segja að Fylkir hafi verið með miðlungsgott lið í efstu deild síðustu 15 ár. Þó að 3. sætið hafi orðið niðurstaðan í fyrra var samt stutt niður í fallsvæðið og eftir viðskipti vetrarins er ljóst að í Árbænum yrði sama árangri og í fyrra fagnað vel. Fylkir Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: 3. sæti í fyrra Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (4. tímabil) Síðasta tímabil Fylkiskonur hófu tímabilið á að kippa Selfossi niður á jörðina með góðum sigri og fóru taplausar í gegnum fyrstu sex leikina, þar á meðal með jafntefli við Val sem minnstu munaði að yrði að Fylkissigri í lokin. Þær tóku hins vegar aðeins tvö stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum, töpuðu þá meðal annars gegn FH og 7-0 gegn Val, og rétt hengu á 3. sætinu þegar flautað var af vegna kórónuveirufaraldursins, með sjö mörk í mínus í markatölu. Markahæstar Fylkis í Pepsi Max-deildinni í fyrra Bryndís Arna Níelsdóttir 10 Þórdís Elva Ágústsdóttir 4 Eva Rut Ásþórsdóttir 3 Margrét Björg Ástvaldsdóttir 2 Liðið og leikmenn Bryndís Arna Níelsdóttir bar uppi sóknarleik Fylkis í fyrra en hún skoraði 10 af 22 mörkum liðsins og aðeins leikmenn úr Val og Breiðabliki, sem flestar eru farnar í atvinnumennsku, skoruðu fleiri. Þó að hún sé aðeins 17 ára gömul hefur hún þegar skorað 25 mörk í 48 leikjum í meistaraflokki og hún ætti að fara inn í mótið með mikið sjálfstraust eftir að hafa skorað mikið á undirbúningstímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Missirinn af Cecilíu er vissulega mjög mikill enda á leiðinni að verða besti markvörður Íslands en það verður spennandi að sjá hvernig Tinna Brá Magnúsdóttir fyllir hennar skarð. Það er til marks um það hve óhræddur Kjartan er við að reiða sig á unga leikmenn að Tinna er ekki með aldur til að taka bílpróf en virðist ætlað að stýra Fylkisvörninni og verja markið. Hún lék sitt fyrsta heila tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Miðjumaðurinn Sæunn Björnsdóttir, sem er 19 ára, er komin að láni frá Haukum þar sem hún hefur verið besti leikmaður liðsins síðustu ár. Fylkiskonur hafa góða reynslu af því að fá leikmenn frá Haukum, þar sem Kjartan þjálfaði í tvö ár, og Þórdís Elva Ágústsdóttir verður áfram í burðarhlutverki á miðjunni líkt og í fyrra. Helena Ósk Hálfdánardóttir kom frá FH og hefur leikið yfir 50 leiki í efstu deild, og spennandi verður að sjá hvernig Karólína Jack snýr aftur eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna krossbandsslita. Lykilmenn Fylkis Katla María Þórðardóttir, 20 ára miðvörður Þórdís Elva Ágústsdóttir, 20 ára miðjumaður Bryndís Arna Níelsdóttir, 17 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Við reiknum með að Sæunn Björnsdóttir sýni hvað hún er tilbúin í Pepsi Max-deildina, þar sem hún spilaði reyndar heilt tímabil með Haukum árið 2017. Að vera miðjumaður úr Haukum er orðinn ákveðinn gæðastimpill og ekki skemmir fyrir að þau Kjartan þjálfari ættu að gjörþekkja hvort annað svo Sæunn gæti smollið fljótt inn í liðið. Sæunn, sem er aðeins að láni frá Haukum, á að baki 2 leiki fyrir U19-landsliðið. Hún skoraði þrjú mörk í Lengjudeildinni í fyrra og önnur þrjú í Mjólkurbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvenna Fylkis (@fylkirmflkvk) Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Fylkir
Þór/KA Ár í deildinni: 16 tímabil í röð í efstu deild (2006-) Besti árangur: Tvisvar sinnum Íslandsmeistarar (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslitaleikur 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson (2. tímabil)
Markahæstar hjá Þór/KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra Margrét Árnadóttir 6 Karen María Sigurgeirsdóttir 3 María Catharina Ólafsdóttir 3 Arna Sif Ásgrímsdóttir 2
Lykilmenn Arna Sif Ásgrímsdóttir, 28 ára miðvörður María Catharina Ólafsdóttir Gros, 18 ára kantmaður Sandra Nabweteme, 25 ára sóknarmaður
Fylkir Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2019-) Besti árangur: 3. sæti í fyrra Best í bikar: Sjö sinnum í undanúrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 3. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Kjartan Stefánsson (4. tímabil)
Markahæstar Fylkis í Pepsi Max-deildinni í fyrra Bryndís Arna Níelsdóttir 10 Þórdís Elva Ágústsdóttir 4 Eva Rut Ásþórsdóttir 3 Margrét Björg Ástvaldsdóttir 2
Lykilmenn Fylkis Katla María Þórðardóttir, 20 ára miðvörður Þórdís Elva Ágústsdóttir, 20 ára miðjumaður Bryndís Arna Níelsdóttir, 17 ára sóknarmaður
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00 Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. 2. maí 2021 10:00
Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00
Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00