Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2021 10:00 Andrea Rut Bjarnadóttir var ein af ungu Þróttarastelpunum sem sýndu sig og sönnuðu í Pepsi Max deildinni í fyrra en Andrea var þriðja í stoðsendingum í deildinni með átta slíkar. Vísir/Sigurbjörn Andri ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí næstkomandi. Næst skoðum við liðin sem við spáum að verði í fallbaráttu en takist að bjargi sér. Þetta eru liðin í sjöunda og áttunda sæti. Þróttur og ÍBV eiga það sameiginlegt að treysta mikið á öfluga erlenda leikmenn og á báðum stöðum hafa orðið miklar breytingar á aðkomuleikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) ÍBV í 8. sæti: Mikil óvissa með öllum þessum nýju útlendingum Það hefur svo sem lítið breyst í Vestmannaeyjum á einu ári því kvennalið félagsins er áfram eitt stórt spurningamerki og mætir til leiks með fullt af nýjum erlendum leikmönnum alveg eins og sumarið 2020. Liðið náði að halda sæti sínu í fyrra en það munaði ekki miklu að Eyjakonur væri að spila í Lengjudeildinni í sumar. Enn á ný þarf því að setja saman nýtt lið í Vestmannaeyjum og þar liggur þessi mikla óvissa um hvar liðið stendur í upphafi móts. Fáir opinberir æfingaleikir eru heldur ekki að hjálpa mikið til. Það eru aftur erlendu leikmennirnir sem þurfa að halda uppi leik liðsins og þótt að ungu heimastelpurnar séu einu ári eldri og reynslunni ríkari þá mun frammistaða nýju útlendinganna ráða mestu um gengi Eyjaliðsins í sumar. ÍBV heldur reyndar öflugum leikmönnum eins og þeim Elizu Spruntule, Hönnu Kallmaier og Olgu Sevcova en liðið missir líka sterka leikmenn líka eins og þær Karlinu Miksone, Miyuh Watford og Fatma Kara. Kara fékk fyrirliðabandið á sínu fyrsta og eina ári í Eyjum. Andri Ólafsson er á sínu öðru tímabili með Eyjakonur en það er ekki eins og hann geti mikið byggt ofan á síðasta tímabil. Hann er aftur að setja saman nýtt lið. Einn mikilvægasti þáttur í hans starfi var vinnan á erlenda félagsskiptamarkaðnum í vetur og hversu vel honum tókst til þar mun ráða mestu um það hvort Eyjaliðið komist eitthvað ofar í töflunni en undanfarin sumur. Eyjaliðið er því líklegt til að vera áfram í fallbaráttunni áður en annað kemur í ljós. Nýliðarnir eru fyrir neðan þær í spánni en eins og var með spútniklið Þróttara í fyrrasumar þá gæti opnast hleri sem Eyjakonur vilja alls ekki detta ofan í. ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Ellefta tímabili í röð (frá 2011) Besti árangur: Fjórum sinnum í öðru sæti (Síðast 2012) Best í bikar: Tvisvar sinnum bikarmeistari (Síðast 2017) Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Ólafsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Eyjakonur enduðu í áttunda sætinu eins og árið á undan en voru hins vegar mun nærri því að falla. ÍBV hafði bara eins stigs forskot á FH þegar tímabilið var flautað af þegar liðin áttu tvo leiki eftir. ÍBV vann Þrótt naumlega í sjö marka leik í fyrstu umferð en tapaði sínum fjórum leikjum í röð. Þá var útlitið ekki bjart en einn góður mánuður bjargaði sumrinu. ÍBV liðið náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í fimm leikjum á rúmum mánuði frá lok júlí fram í lok ágúst og sú stigasöfnuna lagði grunninn að því að liðið hélt sér í deildinni. ÍBV fékk aðeins eitt stig í síðustu sex leikjunum og engin önnur en Karlina Miksone skoraði fyrir liðið eftir 20. ágúst eða á síðustu 714 mínútum liðsins á sumrinu. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Karlina Miksone 5 Miyah Watford 4 Olga Sevcova 3 Fatma Kara 2 Danielle Tolmais 1 Grace Hancock 1 Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz 1 View this post on Instagram A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) Liðið og leikmenn Jú eins og áður sagði þá er þetta nánast nýtt lið í Vestmannaeyjum. Átta erlendir leikmenn gætu skipað byrjunarliðið og þarf eru fimm þeirra nýkomnar til Vestmannaeyja. Tveir markahæstu leikmenn ÍBV frá því í fyrra, Karlina Miksone og Miyah Watford, koma ekki aftur og sömu sögu má segja af fyrirliðanum Fatma Kara. Þessar þrjár skoruðu ellefu af sextán deildarmörkum liðsins í fyrrasumar. Olga Sevcova kom að tólf mörkum í fyrra (3 mörk, 5 stoðsendingar og 4 hjálparsendingar) og hún verður áfram í stóru hlutverki sem og reyndi lettneski varnarmaðurinn Eliza Spruntule. Síðan eru að koma til liðsins fimm nýir erlendir leikmenn sem gætu gert frábæra hluti en gætu líka ollið miklum vonbrigðum. Lykilatriði var þó að endurheimta heimakonuna Clöru Sigurðardóttur eftir eitt ár á Selfossi. Clara ætti að geta stýrt umferðinni á miðjunni. Júlíana Sveinsdóttir er líka orðin reynslubolti sem þarf að skila sínu ef vel á að fara. Lykilmenn Hanna Kallmaier, 27 ára varnar- og miðjumaður Olga Sevcova, 29 ára sóknarmaður Clara Sigurðardóttir, 19 ára miðjumaður Gæti sprungið út Það þarf auðvitað öflugt Eyjahjarta í þetta ÍBV lið með öllum þessum erlendu leikmönnunum og þar gæti varnarmaðurinn Ragna Sara Magnúsdóttir komið sterk inn. Ragna Sara er bara átján ára gömul en hefur verið byrjunarliðsmaður í liðinu undanfarin tvö sumur. Þetta gæti verið sumarið sem þessi efnilegi leikmaður tekur næsta skref. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: ÍBV Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufe lagið Þro ttur (@throttur) Þróttur R. í 7. sæti: Annað árið reynist spútnikliðunum oft erfitt Það var gaman að fylgjast með nýliðunum úr Laugardalnum standa sig svona vel síðasta sumar og fimmta sætið var frábær árangur hjá liðið sem hafði ekki spilað í efstu deild í fimm ár. Þá höfðu Þróttarar allt að vinna en að þessu sinni er miklu meiri pressa á liðinu að fylgja þessum góða árangri eftir. Þjálfarinn Nik Anthony Chamberlain er á sínu sjötta tímabilið með liðið og hefur á þeim tíma tekist að gerbreyta allri umgjörð liðsins. Hann hefur byggt liðið upp hægt og rólega og Þróttarastelpurnar hafa tekið framfaraskref á hverju ári. Það spáðu flestir þeim tíunda og síðasta sætinu í fyrrasumar og því kom gott gengi þeirra svo mikið á óvart. Það sýndi samt svo vel hvað Nik er að gera flotta hluti. Hann virðist líka kunna það betur en flestir að finna sterkar erlenda leikmenn því liðstyrkurinn að utan var frábær í fyrra. Vandamálið er að hann er þar nánast á byrjunarreit því þessir öflugu leikmenn koma ekki aftur. Ein þeirra endaði hjá Íslandsmeistaraefnum Vals en það var bakvörðurinn marksækni og frábæri Mary Alice Vignola. Það er löngu sannað að það er eitt að koma óvart og annað að ná stöðugleika í efstu deild. Annað árið reynist spútnikliðunum oft mjög erfitt og nú er það undir Þrótturum komið að sýna að síðasta sumar hafi ekki verið nein tilviljun. Það væri ekki alslæmt að enda í sjöunda sæti þótt að metnaður Nik og stelpnanna liggi örugglega ofar. Það mikilvægasta er að festa liðið í sessi í Pepsi Max deildinni svo hægt sé að byggja upp stöðugt úrvalsdeildarlið í Laugardalnum. Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Annað tímabil Besti árangur: 5. sæti (2020) Best í bikar: Fjórum sinnum í átta liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (6. tímabil) Síðasta tímabil Þróttur kom öllum á óvart með frábærri frammistöðu í Pepsi Max deildinni en nýliðarnir enduðu að lokum í fimmta sæti deildarinnar. Erlendu leikmennirnir bættu miklu við Þróttaraliðið og ungu heimastúlkurnar stigu skrefið meðal þeirra bestu. Það munaði líka mikið um að fá markaskorarann unga Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur á láni frá Val en hún bætti miklu við framlínuna. Aðeins efstu tvö liðin, Breiðablik og Valur, skoruðu fleiri mörk en Þróttaraliðið sem var með 28 mörk í sextán leikjum eða átta meira en Þór/KA og sex mörkum meira en Fylkir. Þróttur fékk líka á sig 34 mörk þannig að það var mikið fjör í leikjum liðsins. Þróttarakonur unnu kannski bara fjóra leiki en þær töpuðu líka færri leikjum en liðin í kringum sig eins og Selfoss, Stjarnan og Þór/KA. Þróttur byrjaði á tveimur tapleikjum og vann kannski bara einn af fyrstu tíu leikjum sínum en var taplaust í síðustu fjórum leikjum. Tveir síðustu leikir tímabilsins unnust síðan sannfærandi á Selfossi og KR með markatölunni 8-1 þar sem Þróttaraliðið skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Þessi frábæri endir gerði mikið fyrir lokastöðuna. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Stephanie Ribeiro 10 Mary Alice Vignola 6 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 6 Laura Hughes 2 Morgan Goff 2 View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvk Þróttur (@mflkvkthrottur) Liðið og leikmenn Það er mikil breyting á Þróttaraliðinu enda missti liðið fjóra algjöra lykilmenn frá því í fyrra. Þær Stephanie Ribeiro, Mary Alice Vignola og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu saman 22 mörk af þeim 28 sem liðið skoraði og þá stjórnaði Ástralinn Laura Hughes umferðinni á miðjunni. Allar eru þær horfnar á brott og þar voru skilin eftir stór skörð. Nik Anthony Chamberlain þjálfari gerði vel í útlendingamálunum fyrir síðasta tímabil og Þróttarar treyst á það að honum takist jafnvel upp í ár. Fjórir nýir erlendir leikmenn koma til liðsins og það er búið við miklu af miðjumanninum Katie Cousins og framherjanum Shaelan Murison. Kletturinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir á miðjunni er kannski bara 21 árs gömul en hún er á þriðja ári sem fyrirliði liðsins. Hin átján ára gamla Andrea Rut Bjarnadóttir átti líka átta stoðsendingar í fyrra og var mjög ógandi með sendingar sínar í föstum leikatriðum. Það eru tækifæri til að bæta varnarleikinn og liðið fékk fyrir tímabilið markvörðinn Írisi Dögg Gunnarsdóttur frá Breiðabliki og svissneska landsliðsbakvörðinn Lorenu Baumann. Þá ætti Shea Moyer að styrkja liðið inn á miðjunni. Lykilmenn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs miðjumaður Katie Cousins, 25 ára miðjumaður Shaelan Murison, 23 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Það var búist við miklu af Lindu Líf Boama í fyrra eftir flott tímabil í Lengjudeildinni 2019 þar sem hún skoraði 22 mörk í 18 leikjum. Linda Líf var hins vegar óheppin með meiðsli í fyrra og náði aðeins að byrja fjóra leiki. Eitt mark í sex leikjum var því langt undir væntingum en nú ári síðar er tækifæri fyrir Lindu Líf að sanna mikilvægi sitt í Þróttaraliðinu og stimpla sig inn sem markaskorari í Pepsi Max deildinni. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Þróttur Lilja Dögg Valþórsdóttir segir álit sitt á liði Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí næstkomandi. Næst skoðum við liðin sem við spáum að verði í fallbaráttu en takist að bjargi sér. Þetta eru liðin í sjöunda og áttunda sæti. Þróttur og ÍBV eiga það sameiginlegt að treysta mikið á öfluga erlenda leikmenn og á báðum stöðum hafa orðið miklar breytingar á aðkomuleikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) ÍBV í 8. sæti: Mikil óvissa með öllum þessum nýju útlendingum Það hefur svo sem lítið breyst í Vestmannaeyjum á einu ári því kvennalið félagsins er áfram eitt stórt spurningamerki og mætir til leiks með fullt af nýjum erlendum leikmönnum alveg eins og sumarið 2020. Liðið náði að halda sæti sínu í fyrra en það munaði ekki miklu að Eyjakonur væri að spila í Lengjudeildinni í sumar. Enn á ný þarf því að setja saman nýtt lið í Vestmannaeyjum og þar liggur þessi mikla óvissa um hvar liðið stendur í upphafi móts. Fáir opinberir æfingaleikir eru heldur ekki að hjálpa mikið til. Það eru aftur erlendu leikmennirnir sem þurfa að halda uppi leik liðsins og þótt að ungu heimastelpurnar séu einu ári eldri og reynslunni ríkari þá mun frammistaða nýju útlendinganna ráða mestu um gengi Eyjaliðsins í sumar. ÍBV heldur reyndar öflugum leikmönnum eins og þeim Elizu Spruntule, Hönnu Kallmaier og Olgu Sevcova en liðið missir líka sterka leikmenn líka eins og þær Karlinu Miksone, Miyuh Watford og Fatma Kara. Kara fékk fyrirliðabandið á sínu fyrsta og eina ári í Eyjum. Andri Ólafsson er á sínu öðru tímabili með Eyjakonur en það er ekki eins og hann geti mikið byggt ofan á síðasta tímabil. Hann er aftur að setja saman nýtt lið. Einn mikilvægasti þáttur í hans starfi var vinnan á erlenda félagsskiptamarkaðnum í vetur og hversu vel honum tókst til þar mun ráða mestu um það hvort Eyjaliðið komist eitthvað ofar í töflunni en undanfarin sumur. Eyjaliðið er því líklegt til að vera áfram í fallbaráttunni áður en annað kemur í ljós. Nýliðarnir eru fyrir neðan þær í spánni en eins og var með spútniklið Þróttara í fyrrasumar þá gæti opnast hleri sem Eyjakonur vilja alls ekki detta ofan í. ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Ellefta tímabili í röð (frá 2011) Besti árangur: Fjórum sinnum í öðru sæti (Síðast 2012) Best í bikar: Tvisvar sinnum bikarmeistari (Síðast 2017) Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Ólafsson (2. tímabil) Síðasta tímabil Eyjakonur enduðu í áttunda sætinu eins og árið á undan en voru hins vegar mun nærri því að falla. ÍBV hafði bara eins stigs forskot á FH þegar tímabilið var flautað af þegar liðin áttu tvo leiki eftir. ÍBV vann Þrótt naumlega í sjö marka leik í fyrstu umferð en tapaði sínum fjórum leikjum í röð. Þá var útlitið ekki bjart en einn góður mánuður bjargaði sumrinu. ÍBV liðið náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í fimm leikjum á rúmum mánuði frá lok júlí fram í lok ágúst og sú stigasöfnuna lagði grunninn að því að liðið hélt sér í deildinni. ÍBV fékk aðeins eitt stig í síðustu sex leikjunum og engin önnur en Karlina Miksone skoraði fyrir liðið eftir 20. ágúst eða á síðustu 714 mínútum liðsins á sumrinu. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Karlina Miksone 5 Miyah Watford 4 Olga Sevcova 3 Fatma Kara 2 Danielle Tolmais 1 Grace Hancock 1 Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz 1 View this post on Instagram A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) Liðið og leikmenn Jú eins og áður sagði þá er þetta nánast nýtt lið í Vestmannaeyjum. Átta erlendir leikmenn gætu skipað byrjunarliðið og þarf eru fimm þeirra nýkomnar til Vestmannaeyja. Tveir markahæstu leikmenn ÍBV frá því í fyrra, Karlina Miksone og Miyah Watford, koma ekki aftur og sömu sögu má segja af fyrirliðanum Fatma Kara. Þessar þrjár skoruðu ellefu af sextán deildarmörkum liðsins í fyrrasumar. Olga Sevcova kom að tólf mörkum í fyrra (3 mörk, 5 stoðsendingar og 4 hjálparsendingar) og hún verður áfram í stóru hlutverki sem og reyndi lettneski varnarmaðurinn Eliza Spruntule. Síðan eru að koma til liðsins fimm nýir erlendir leikmenn sem gætu gert frábæra hluti en gætu líka ollið miklum vonbrigðum. Lykilatriði var þó að endurheimta heimakonuna Clöru Sigurðardóttur eftir eitt ár á Selfossi. Clara ætti að geta stýrt umferðinni á miðjunni. Júlíana Sveinsdóttir er líka orðin reynslubolti sem þarf að skila sínu ef vel á að fara. Lykilmenn Hanna Kallmaier, 27 ára varnar- og miðjumaður Olga Sevcova, 29 ára sóknarmaður Clara Sigurðardóttir, 19 ára miðjumaður Gæti sprungið út Það þarf auðvitað öflugt Eyjahjarta í þetta ÍBV lið með öllum þessum erlendu leikmönnunum og þar gæti varnarmaðurinn Ragna Sara Magnúsdóttir komið sterk inn. Ragna Sara er bara átján ára gömul en hefur verið byrjunarliðsmaður í liðinu undanfarin tvö sumur. Þetta gæti verið sumarið sem þessi efnilegi leikmaður tekur næsta skref. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: ÍBV Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufe lagið Þro ttur (@throttur) Þróttur R. í 7. sæti: Annað árið reynist spútnikliðunum oft erfitt Það var gaman að fylgjast með nýliðunum úr Laugardalnum standa sig svona vel síðasta sumar og fimmta sætið var frábær árangur hjá liðið sem hafði ekki spilað í efstu deild í fimm ár. Þá höfðu Þróttarar allt að vinna en að þessu sinni er miklu meiri pressa á liðinu að fylgja þessum góða árangri eftir. Þjálfarinn Nik Anthony Chamberlain er á sínu sjötta tímabilið með liðið og hefur á þeim tíma tekist að gerbreyta allri umgjörð liðsins. Hann hefur byggt liðið upp hægt og rólega og Þróttarastelpurnar hafa tekið framfaraskref á hverju ári. Það spáðu flestir þeim tíunda og síðasta sætinu í fyrrasumar og því kom gott gengi þeirra svo mikið á óvart. Það sýndi samt svo vel hvað Nik er að gera flotta hluti. Hann virðist líka kunna það betur en flestir að finna sterkar erlenda leikmenn því liðstyrkurinn að utan var frábær í fyrra. Vandamálið er að hann er þar nánast á byrjunarreit því þessir öflugu leikmenn koma ekki aftur. Ein þeirra endaði hjá Íslandsmeistaraefnum Vals en það var bakvörðurinn marksækni og frábæri Mary Alice Vignola. Það er löngu sannað að það er eitt að koma óvart og annað að ná stöðugleika í efstu deild. Annað árið reynist spútnikliðunum oft mjög erfitt og nú er það undir Þrótturum komið að sýna að síðasta sumar hafi ekki verið nein tilviljun. Það væri ekki alslæmt að enda í sjöunda sæti þótt að metnaður Nik og stelpnanna liggi örugglega ofar. Það mikilvægasta er að festa liðið í sessi í Pepsi Max deildinni svo hægt sé að byggja upp stöðugt úrvalsdeildarlið í Laugardalnum. Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Annað tímabil Besti árangur: 5. sæti (2020) Best í bikar: Fjórum sinnum í átta liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (6. tímabil) Síðasta tímabil Þróttur kom öllum á óvart með frábærri frammistöðu í Pepsi Max deildinni en nýliðarnir enduðu að lokum í fimmta sæti deildarinnar. Erlendu leikmennirnir bættu miklu við Þróttaraliðið og ungu heimastúlkurnar stigu skrefið meðal þeirra bestu. Það munaði líka mikið um að fá markaskorarann unga Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur á láni frá Val en hún bætti miklu við framlínuna. Aðeins efstu tvö liðin, Breiðablik og Valur, skoruðu fleiri mörk en Þróttaraliðið sem var með 28 mörk í sextán leikjum eða átta meira en Þór/KA og sex mörkum meira en Fylkir. Þróttur fékk líka á sig 34 mörk þannig að það var mikið fjör í leikjum liðsins. Þróttarakonur unnu kannski bara fjóra leiki en þær töpuðu líka færri leikjum en liðin í kringum sig eins og Selfoss, Stjarnan og Þór/KA. Þróttur byrjaði á tveimur tapleikjum og vann kannski bara einn af fyrstu tíu leikjum sínum en var taplaust í síðustu fjórum leikjum. Tveir síðustu leikir tímabilsins unnust síðan sannfærandi á Selfossi og KR með markatölunni 8-1 þar sem Þróttaraliðið skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Þessi frábæri endir gerði mikið fyrir lokastöðuna. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Stephanie Ribeiro 10 Mary Alice Vignola 6 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 6 Laura Hughes 2 Morgan Goff 2 View this post on Instagram A post shared by Mfl Kvk Þróttur (@mflkvkthrottur) Liðið og leikmenn Það er mikil breyting á Þróttaraliðinu enda missti liðið fjóra algjöra lykilmenn frá því í fyrra. Þær Stephanie Ribeiro, Mary Alice Vignola og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu saman 22 mörk af þeim 28 sem liðið skoraði og þá stjórnaði Ástralinn Laura Hughes umferðinni á miðjunni. Allar eru þær horfnar á brott og þar voru skilin eftir stór skörð. Nik Anthony Chamberlain þjálfari gerði vel í útlendingamálunum fyrir síðasta tímabil og Þróttarar treyst á það að honum takist jafnvel upp í ár. Fjórir nýir erlendir leikmenn koma til liðsins og það er búið við miklu af miðjumanninum Katie Cousins og framherjanum Shaelan Murison. Kletturinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir á miðjunni er kannski bara 21 árs gömul en hún er á þriðja ári sem fyrirliði liðsins. Hin átján ára gamla Andrea Rut Bjarnadóttir átti líka átta stoðsendingar í fyrra og var mjög ógandi með sendingar sínar í föstum leikatriðum. Það eru tækifæri til að bæta varnarleikinn og liðið fékk fyrir tímabilið markvörðinn Írisi Dögg Gunnarsdóttur frá Breiðabliki og svissneska landsliðsbakvörðinn Lorenu Baumann. Þá ætti Shea Moyer að styrkja liðið inn á miðjunni. Lykilmenn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs miðjumaður Katie Cousins, 25 ára miðjumaður Shaelan Murison, 23 ára sóknarmaður Gæti sprungið út Það var búist við miklu af Lindu Líf Boama í fyrra eftir flott tímabil í Lengjudeildinni 2019 þar sem hún skoraði 22 mörk í 18 leikjum. Linda Líf var hins vegar óheppin með meiðsli í fyrra og náði aðeins að byrja fjóra leiki. Eitt mark í sex leikjum var því langt undir væntingum en nú ári síðar er tækifæri fyrir Lindu Líf að sanna mikilvægi sitt í Þróttaraliðinu og stimpla sig inn sem markaskorari í Pepsi Max deildinni. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Þróttur Lilja Dögg Valþórsdóttir segir álit sitt á liði Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna.
ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Ellefta tímabili í röð (frá 2011) Besti árangur: Fjórum sinnum í öðru sæti (Síðast 2012) Best í bikar: Tvisvar sinnum bikarmeistari (Síðast 2017) Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Andri Ólafsson (2. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Karlina Miksone 5 Miyah Watford 4 Olga Sevcova 3 Fatma Kara 2 Danielle Tolmais 1 Grace Hancock 1 Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz 1
Lykilmenn Hanna Kallmaier, 27 ára varnar- og miðjumaður Olga Sevcova, 29 ára sóknarmaður Clara Sigurðardóttir, 19 ára miðjumaður
Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Annað tímabil Besti árangur: 5. sæti (2020) Best í bikar: Fjórum sinnum í átta liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 5. sæti í Pepsi Max Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (6. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2020: Stephanie Ribeiro 10 Mary Alice Vignola 6 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 6 Laura Hughes 2 Morgan Goff 2
Lykilmenn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs miðjumaður Katie Cousins, 25 ára miðjumaður Shaelan Murison, 23 ára sóknarmaður
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira